Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 10:44 Hefðbundin vinna og matarskammtar, sem ríkið skaffar, dugar ekki til að lifa af í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem unnin var upp úr viðtölum við 214 einstaklinga sem flúið hafa frá einræðisríkinu á undanförnum árum.Skýrslan ber titilinn: „The price is rights“ eða „gjaldið eru réttindi“. Frá því að efnahagur Norður-Kóreu hrundi á tíunda áratug síðustu aldar hefur það reynst íbúum ómögulegt að lifa af innan opinbers hagkerfis landsins, þar sem ríkið stjórnar öllu. Því er nauðsynlegt fyrir íbúa að vinna innan svörtu hagkerfi. „Ef þú fylgir skipunum ríkisins, deyrðu úr hungri,“ sagði einn viðmælandi OHCHR. Það er þó ekki hættulaust þar sem fólk er ítrekað handtekið fyrir litlar sakir, eins og að ferðast innan Norður-Kóreu. Íbúar þurfa leyfi ríkisins til að ferðast um. Eina leiðin til að lifa af og vinna er að greiða embættismönnum mútur. Stjórnkerfi ríkisins byggir í raun á því að sumir íbúar geti greitt mútur til að komast hjá reglum og lifa betri lífum. Aðrir geta það ekki og enda oft í fangelsum þar sem pyntingar, nauðganir og annars konar ofbeldi er algengt. Það er meira að segja hægt að greiða mútur til að gera fangelsisvist betri. „Norður-Kórea er samfélag þar sem allir meðlimir þess koma að spillingu því þau eru þvinguð til að grípa til ólöglegra aðgerða til að lifa af,“ sagði Lee Han-byeol, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2001 og rekur nú samtök sem hjálpa öðrum flóttamönnum. Í stað þess að tryggja íbúum lágmarks lífskjör dælir ríkisstjórn Kim Jong Un takmörkuðum fjármunum ríkisins í herinn. Norður-Kórea býr yfir einum af fjölmennustu herjum heimsins og hvergi annarsstaðar eru fleiri íbúar ríkis í her þess. Í yfirlýsingu til Reuters fréttaveitunnar, segir sendiráð einræðisríkisins í Sviss, að skýrslan sé ekkert annað en tilbúningur. Viðmælendur Sameinuðu þjóðanna hafi verið þvingaðir til að segja ósanna hluti um Norður-Kóreu. Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25 Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17 Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40 Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem unnin var upp úr viðtölum við 214 einstaklinga sem flúið hafa frá einræðisríkinu á undanförnum árum.Skýrslan ber titilinn: „The price is rights“ eða „gjaldið eru réttindi“. Frá því að efnahagur Norður-Kóreu hrundi á tíunda áratug síðustu aldar hefur það reynst íbúum ómögulegt að lifa af innan opinbers hagkerfis landsins, þar sem ríkið stjórnar öllu. Því er nauðsynlegt fyrir íbúa að vinna innan svörtu hagkerfi. „Ef þú fylgir skipunum ríkisins, deyrðu úr hungri,“ sagði einn viðmælandi OHCHR. Það er þó ekki hættulaust þar sem fólk er ítrekað handtekið fyrir litlar sakir, eins og að ferðast innan Norður-Kóreu. Íbúar þurfa leyfi ríkisins til að ferðast um. Eina leiðin til að lifa af og vinna er að greiða embættismönnum mútur. Stjórnkerfi ríkisins byggir í raun á því að sumir íbúar geti greitt mútur til að komast hjá reglum og lifa betri lífum. Aðrir geta það ekki og enda oft í fangelsum þar sem pyntingar, nauðganir og annars konar ofbeldi er algengt. Það er meira að segja hægt að greiða mútur til að gera fangelsisvist betri. „Norður-Kórea er samfélag þar sem allir meðlimir þess koma að spillingu því þau eru þvinguð til að grípa til ólöglegra aðgerða til að lifa af,“ sagði Lee Han-byeol, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2001 og rekur nú samtök sem hjálpa öðrum flóttamönnum. Í stað þess að tryggja íbúum lágmarks lífskjör dælir ríkisstjórn Kim Jong Un takmörkuðum fjármunum ríkisins í herinn. Norður-Kórea býr yfir einum af fjölmennustu herjum heimsins og hvergi annarsstaðar eru fleiri íbúar ríkis í her þess. Í yfirlýsingu til Reuters fréttaveitunnar, segir sendiráð einræðisríkisins í Sviss, að skýrslan sé ekkert annað en tilbúningur. Viðmælendur Sameinuðu þjóðanna hafi verið þvingaðir til að segja ósanna hluti um Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25 Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17 Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40 Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25
Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17
Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40
Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34