Neyslurými gætu þurft að bíða Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. maí 2019 06:30 Í neyslurými verður þeim sem sprauta sig í æð m.a. veittur aðgangur að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptiþjónustu. Heilbrigðismál Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komu á fund velferðarnefndar í gær til þess að gera grein fyrir minnisblaði þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, en nefndin hefur málið til meðferðar. Í minnisblaði ráðuneytisins er vísað í umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ítrekuð sjónarmið um ekki komi til greina að lögreglan semji um að „fólk fái að fremja refsiverð afbrot á einhverjum umsömdum stöðum.” Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir að eftir fund með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins telji hún vilja í báðum ráðuneytum til samstarfs um lagfæringar á frumvarpinu. Skammur tími sé þó eftir af vorþingi. „Það er mikil synd ef ekki tekst að afgreiða málið núna en í versta falli myndi nefndin leggja mikla áherslu á að málið komi aftur til nefndarinnar við upphaf haustþings." Minnisblaðið varpar ljósi á ólík sjónarmið ráðuneytanna um samráð. Þar segir að fulltrúar dómsmálaráðneytisins hafi setið einn fund í heilbrigðisráðuneytinu um frumvarpið og gert athugasemdir sem ekkert tillit sé tekið til við lagasetninguna. Í frumvarpinu sjálfu lýsir heilbrigðisráðherra samráði við dómsmálaráðuneytið með öðrum hætti. Auk þess að vísa til funda í ráðuneytinu bæði með lögreglu og dómsmálaráðuneyti er gerð grein fyrir tveimur umsagnaferlum í samráðsgátt stjórnvalda. Fyrst kynningu á áformum um lagasetninguna. Um hana hafi borist fjórar umsagnir; frá Reykjavíkurborg, Rauða krossinum auk umsagna frá einstaklingum. Samráð í annað sinn hafi farið fram í samráðsgátt um drög að frumvarpinu sjálfu. Um frumvarpsdrögin hafi hins vegar aðeins ein umsögn borist, frá Rauða krossinum. Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Heilbrigðismál Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komu á fund velferðarnefndar í gær til þess að gera grein fyrir minnisblaði þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, en nefndin hefur málið til meðferðar. Í minnisblaði ráðuneytisins er vísað í umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ítrekuð sjónarmið um ekki komi til greina að lögreglan semji um að „fólk fái að fremja refsiverð afbrot á einhverjum umsömdum stöðum.” Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir að eftir fund með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins telji hún vilja í báðum ráðuneytum til samstarfs um lagfæringar á frumvarpinu. Skammur tími sé þó eftir af vorþingi. „Það er mikil synd ef ekki tekst að afgreiða málið núna en í versta falli myndi nefndin leggja mikla áherslu á að málið komi aftur til nefndarinnar við upphaf haustþings." Minnisblaðið varpar ljósi á ólík sjónarmið ráðuneytanna um samráð. Þar segir að fulltrúar dómsmálaráðneytisins hafi setið einn fund í heilbrigðisráðuneytinu um frumvarpið og gert athugasemdir sem ekkert tillit sé tekið til við lagasetninguna. Í frumvarpinu sjálfu lýsir heilbrigðisráðherra samráði við dómsmálaráðuneytið með öðrum hætti. Auk þess að vísa til funda í ráðuneytinu bæði með lögreglu og dómsmálaráðuneyti er gerð grein fyrir tveimur umsagnaferlum í samráðsgátt stjórnvalda. Fyrst kynningu á áformum um lagasetninguna. Um hana hafi borist fjórar umsagnir; frá Reykjavíkurborg, Rauða krossinum auk umsagna frá einstaklingum. Samráð í annað sinn hafi farið fram í samráðsgátt um drög að frumvarpinu sjálfu. Um frumvarpsdrögin hafi hins vegar aðeins ein umsögn borist, frá Rauða krossinum.
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira