Fyllibyttur og sóðar stöðva næturopnun Sveinn Arnarsson skrifar 28. maí 2019 06:00 Börn að leik í heitu pottunum í Sandvíkurfjöru. Heitu pottunum í Sandvíkurfjöru við Hauganes verður hér eftir lokað á kvöldin þar sem umgengni hefur ekki verið upp á marga fiska auk þess sem fólk hefur trassað að greiða aðgangseyri í pottana. „Í sjálfu sér er þetta einfalt. Ég vil bara ekki sjá fyllibyttur og sóða koma í pottana,“ segir Elvar Reykjalín, eigandi og rekstraraðili heitu pottanna. Elvar hefur byggt upp aðstöðuna síðustu misserin og hafa pottarnir verið afar vel sóttir upp á síðkastið. Póstkassi er á svæðinu þar sem fólk getur greitt aðgangseyrinn og höfðar Elvar þar til samvisku gesta. „Ég hef haft það þannig að þetta sé opið allan sólarhringinn og fólk geti þannig mætt hvenær sem það vill til að fara í heitu pottana. Það hefur hins vegar gerst upp á síðkastið að bæði hefur umgengnin eftir helgarnar verið afar slæm og fólk hefur ekki haft það í sér að greiða aðgangseyri í pottana,“ segir Elvar en bæði hafa verið unnið skemmdir á munum og þá hefur umgengnin ekki verið upp á marga fiska. „Einnig hefur þetta skapað ónæði fyrir íbúa á Hauganesi sem verður ekki liðið. Hér þurfa gestir vitanlega að taka tillit til heimamanna og því verð ég að hafa lokað á kvöldin hér eftir, sem er miður.“ Elvar segist hafa eytt í þetta nokkrum milljónum króna. Pottarnir séu öllum opnir og hafði hann vonast eftir því að fólk væri samviskusamt og þeir sem vilji nýta sér aðstöðuna greiði fimm hundruð krónur. „Þessi uppbygging hefur tekið tíma og fjármagn. Auðvitað vonar maður að fólk sé samviskusamt en ég get alveg sagt þér að nokkur misbrestur er á því að fólk greiði þetta sanngjarna verð. Mér finnst þetta ekki miklir fjármunir ef satt skal segja,“ segir hann. Elvar segist þó ekki af baki dottinn og hugsa enn um frekari uppbyggingu á svæðinu en Sandvíkurfjara er stærsta sandfjaran í Eyjafirði. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Heitu pottunum í Sandvíkurfjöru við Hauganes verður hér eftir lokað á kvöldin þar sem umgengni hefur ekki verið upp á marga fiska auk þess sem fólk hefur trassað að greiða aðgangseyri í pottana. „Í sjálfu sér er þetta einfalt. Ég vil bara ekki sjá fyllibyttur og sóða koma í pottana,“ segir Elvar Reykjalín, eigandi og rekstraraðili heitu pottanna. Elvar hefur byggt upp aðstöðuna síðustu misserin og hafa pottarnir verið afar vel sóttir upp á síðkastið. Póstkassi er á svæðinu þar sem fólk getur greitt aðgangseyrinn og höfðar Elvar þar til samvisku gesta. „Ég hef haft það þannig að þetta sé opið allan sólarhringinn og fólk geti þannig mætt hvenær sem það vill til að fara í heitu pottana. Það hefur hins vegar gerst upp á síðkastið að bæði hefur umgengnin eftir helgarnar verið afar slæm og fólk hefur ekki haft það í sér að greiða aðgangseyri í pottana,“ segir Elvar en bæði hafa verið unnið skemmdir á munum og þá hefur umgengnin ekki verið upp á marga fiska. „Einnig hefur þetta skapað ónæði fyrir íbúa á Hauganesi sem verður ekki liðið. Hér þurfa gestir vitanlega að taka tillit til heimamanna og því verð ég að hafa lokað á kvöldin hér eftir, sem er miður.“ Elvar segist hafa eytt í þetta nokkrum milljónum króna. Pottarnir séu öllum opnir og hafði hann vonast eftir því að fólk væri samviskusamt og þeir sem vilji nýta sér aðstöðuna greiði fimm hundruð krónur. „Þessi uppbygging hefur tekið tíma og fjármagn. Auðvitað vonar maður að fólk sé samviskusamt en ég get alveg sagt þér að nokkur misbrestur er á því að fólk greiði þetta sanngjarna verð. Mér finnst þetta ekki miklir fjármunir ef satt skal segja,“ segir hann. Elvar segist þó ekki af baki dottinn og hugsa enn um frekari uppbyggingu á svæðinu en Sandvíkurfjara er stærsta sandfjaran í Eyjafirði.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira