Hausar í sókn á erlendri grundu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 28. maí 2019 06:15 Plötusnúðahópurinn Hausar spilar á stærstu drum & bass hátíð í heimi í ágúst. Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson Plötusnúðahópurinn Hausar mun spila á Let It Roll tónlistarhátíðinni í Tékklandi í sumar. Um er að ræða drum & bass hátíð og er hún stærst sinnar tegundar í heiminum. Á hátíðinni í fyrra komu um 23.000 gestir saman yfir fjóra daga. Í sumar koma 300 listamenn fram á sjö sviðum sem sett eru upp á yfirgefnum herflugvelli í bænum Milovice í Tékklandi. Við töluðum við Bjarna Ben, einn meðlima Hausa, og Hildi Maríu Hjaltalín, umboðskonu teymisins. „Þetta er hópur sem hafði mikinn áhuga á drum & bass tónlist og við tókum okkur til og stofnuðum hóp plötusnúða sem áttu það sameiginlegt að spila mest þessa tónlistarstefnu. Breakbeat.is þjónustaði mest senuna en svo varð breyting þar á og þá ákváðum við að slá til og stofnuðum Hausa. Við héldum fyrsta kvöldið í júlí 2012,“ segir Bjarni Benediktsson um stofnun Hausa.Urðu að stækka við sig Í hópnum ásamt Bjarna eru þeir Daniel Kristinn „Croax“ Gunnarsson, Ólafur „Untitled“ Jónsson, Björgvin Loftur „Nightshock“ Jónsson og Halldór Hrafn „Junglizt“ Jónsson. „Við byrjuðum á að halda nokkur heimapartí og streymdum þeim síðan á netinu. En áhuginn var svo mikill að við urðum að stækka við okkur og þá byrjuðum við með þessi mánaðarlegu kvöld. Þau hafa verið á svolitlu flakki og haldin á Paloma og Faktorý svo dæmi sé tekið,“ segir Bjarni. Umboðsmaður teymisins er Hildur María Hjaltalín, en hún segir drum & bass mjög vinsælt í Austur-Evrópu svo það passar vel að hátíðin sé haldin í Tékklandi. „En það er líka mjög stórt í Austurríki, Sviss, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Ég held að hérlendis gerum við okkur ekki grein fyrir því hvað þetta er rosalega stór sena í öðrum löndum. Þótt drum & bass hafi verið til í langan tíma þá er það að sækja í sig veðrið núna og er að ganga í gegnum nýtt vinsældaskeið.“Margir vilja spila á Íslandi Hildur segist taka eftir því að bara síðasta hálfa árið hafi orðið mikil aukning í mætingu á fastakvöld Hausa, sem og aðra drum & bass viðburði. Einnig séu drum & bass lög að gera það gott á ýmsum vinsældalistum, sem hefur hingað til ekki verið algengt. „Fyrir stuttu náði drum & bass lag á topp Beatport-listans en það hafði aldrei gerst áður, en það er þekkt raftónlistarvefgátt. En það er alveg einstaklega mikill uppgangur í drum & bass hérlendis. Sérstaklega síðasta hálfa árið, þá hef ég tekið eftir því að það er mikið af erlendum listamönum í senunni að hafa samband við okkur í von um spila á Íslandi eða eiga í samstarfi við Hausa.“Let It Roll er stærsta drum & bass tónlistarhátíð í heiminum. „Það er mikil stemning að vera þarna. Þetta er á gömlum yfirgefnum flugvelli og það eru „bunkerar“ úti um allt með partí fram á nótt. Svo eru náttúrulega þessi hefðbundnu svið eins og á öllum svipuðum hátíðum,“ segir Bjarni. Á hátíðinni eru svokallaðar vinnustofur þar sem fólk hvaðanæva úr heiminum kemur saman og miðlar reynslu og þekkingu sín á milli varðandi flest sem kemur útgáfu og tónleikahaldi kringum drum & bass við. „Við komum svo fram eitt kvöldið í ár, það er alveg ótrúlega frábært að okkur hafi verið boðið að spila á þessari hátíð. Mikið af langstærstu nöfnunum í senunni kemur fram á hátíðinni. Við mættum síðustu tvö ár og kynntumst þar fólki í kringum hátíðina en núna eru nokkur þeirra stödd hér á landi.“ Drum & bass sameinar ólíka hópa Um helgina voru haldnir tónleikar á Húrra til að hita upp fyrir Let It Roll, en hátíðin fer fram 1. til 3. ágúst. „Það gekk alveg gífurlega vel og tveir gestir á kvöldinu unnu svo miða á hátíðina og koma með okkur til Tékklands í sumar,“ segir Bjarni. Hildur er sammála Bjarna um hvað það vel gekk á upphitunartónleikunum um helgina. „Það var alveg stappað. Meira að segja hljóðmaðurinn kom til okkar sagði að þetta hefði verið alveg einstaklega gott kvöld. Hausar voru mjög hamingjusamir með kvöldið, þetta var frábært. Það spiluðu þrír erlendir listamenn og þeir hafa aldrei komið áður til landsins. Þeir eru líka í skýjunum með allt, æðisleg náttúra, vel tekið á móti þeim og fyrst og fremst sáttir við tónleikana um helgina.“ Hún segir viðburði oft vera einsleita að en síðasta laugardag hafi verið áhugavert hve margir ólíkir hópar voru mættir á tónleikana. „Já, það mætti eiginlega segja að þarna hafi drum & bass tekist að sameina ólíka hópa,“ segir Hildur að lokum hlæjandi. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Plötusnúðahópurinn Hausar mun spila á Let It Roll tónlistarhátíðinni í Tékklandi í sumar. Um er að ræða drum & bass hátíð og er hún stærst sinnar tegundar í heiminum. Á hátíðinni í fyrra komu um 23.000 gestir saman yfir fjóra daga. Í sumar koma 300 listamenn fram á sjö sviðum sem sett eru upp á yfirgefnum herflugvelli í bænum Milovice í Tékklandi. Við töluðum við Bjarna Ben, einn meðlima Hausa, og Hildi Maríu Hjaltalín, umboðskonu teymisins. „Þetta er hópur sem hafði mikinn áhuga á drum & bass tónlist og við tókum okkur til og stofnuðum hóp plötusnúða sem áttu það sameiginlegt að spila mest þessa tónlistarstefnu. Breakbeat.is þjónustaði mest senuna en svo varð breyting þar á og þá ákváðum við að slá til og stofnuðum Hausa. Við héldum fyrsta kvöldið í júlí 2012,“ segir Bjarni Benediktsson um stofnun Hausa.Urðu að stækka við sig Í hópnum ásamt Bjarna eru þeir Daniel Kristinn „Croax“ Gunnarsson, Ólafur „Untitled“ Jónsson, Björgvin Loftur „Nightshock“ Jónsson og Halldór Hrafn „Junglizt“ Jónsson. „Við byrjuðum á að halda nokkur heimapartí og streymdum þeim síðan á netinu. En áhuginn var svo mikill að við urðum að stækka við okkur og þá byrjuðum við með þessi mánaðarlegu kvöld. Þau hafa verið á svolitlu flakki og haldin á Paloma og Faktorý svo dæmi sé tekið,“ segir Bjarni. Umboðsmaður teymisins er Hildur María Hjaltalín, en hún segir drum & bass mjög vinsælt í Austur-Evrópu svo það passar vel að hátíðin sé haldin í Tékklandi. „En það er líka mjög stórt í Austurríki, Sviss, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Ég held að hérlendis gerum við okkur ekki grein fyrir því hvað þetta er rosalega stór sena í öðrum löndum. Þótt drum & bass hafi verið til í langan tíma þá er það að sækja í sig veðrið núna og er að ganga í gegnum nýtt vinsældaskeið.“Margir vilja spila á Íslandi Hildur segist taka eftir því að bara síðasta hálfa árið hafi orðið mikil aukning í mætingu á fastakvöld Hausa, sem og aðra drum & bass viðburði. Einnig séu drum & bass lög að gera það gott á ýmsum vinsældalistum, sem hefur hingað til ekki verið algengt. „Fyrir stuttu náði drum & bass lag á topp Beatport-listans en það hafði aldrei gerst áður, en það er þekkt raftónlistarvefgátt. En það er alveg einstaklega mikill uppgangur í drum & bass hérlendis. Sérstaklega síðasta hálfa árið, þá hef ég tekið eftir því að það er mikið af erlendum listamönum í senunni að hafa samband við okkur í von um spila á Íslandi eða eiga í samstarfi við Hausa.“Let It Roll er stærsta drum & bass tónlistarhátíð í heiminum. „Það er mikil stemning að vera þarna. Þetta er á gömlum yfirgefnum flugvelli og það eru „bunkerar“ úti um allt með partí fram á nótt. Svo eru náttúrulega þessi hefðbundnu svið eins og á öllum svipuðum hátíðum,“ segir Bjarni. Á hátíðinni eru svokallaðar vinnustofur þar sem fólk hvaðanæva úr heiminum kemur saman og miðlar reynslu og þekkingu sín á milli varðandi flest sem kemur útgáfu og tónleikahaldi kringum drum & bass við. „Við komum svo fram eitt kvöldið í ár, það er alveg ótrúlega frábært að okkur hafi verið boðið að spila á þessari hátíð. Mikið af langstærstu nöfnunum í senunni kemur fram á hátíðinni. Við mættum síðustu tvö ár og kynntumst þar fólki í kringum hátíðina en núna eru nokkur þeirra stödd hér á landi.“ Drum & bass sameinar ólíka hópa Um helgina voru haldnir tónleikar á Húrra til að hita upp fyrir Let It Roll, en hátíðin fer fram 1. til 3. ágúst. „Það gekk alveg gífurlega vel og tveir gestir á kvöldinu unnu svo miða á hátíðina og koma með okkur til Tékklands í sumar,“ segir Bjarni. Hildur er sammála Bjarna um hvað það vel gekk á upphitunartónleikunum um helgina. „Það var alveg stappað. Meira að segja hljóðmaðurinn kom til okkar sagði að þetta hefði verið alveg einstaklega gott kvöld. Hausar voru mjög hamingjusamir með kvöldið, þetta var frábært. Það spiluðu þrír erlendir listamenn og þeir hafa aldrei komið áður til landsins. Þeir eru líka í skýjunum með allt, æðisleg náttúra, vel tekið á móti þeim og fyrst og fremst sáttir við tónleikana um helgina.“ Hún segir viðburði oft vera einsleita að en síðasta laugardag hafi verið áhugavert hve margir ólíkir hópar voru mættir á tónleikana. „Já, það mætti eiginlega segja að þarna hafi drum & bass tekist að sameina ólíka hópa,“ segir Hildur að lokum hlæjandi.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira