Letti búsettur á Íslandi varð fyrir auðkennisþjófnaði í Bretlandi án þess að hafa komið þangað Sylvía Hall skrifar 27. maí 2019 20:42 Edmunds starfar hjá bílaleigunni Átak hér á landi. Aðsend Edmunds Brikainis, 23 ára gamall Letti sem hefur verið búsettur hér á landi í tæplega þrjú ár, komst að því í apríl á þessu ári að hann hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot í Bretlandi. Hið furðulega er að Edmunds hefur aldrei komið til Bretlands. Fyrst var greint frá málinu á LincolnshireLive en forsaga málsins er sú að árið 2016 lenti Edmunds í þeirri óheppilegu lífsreynslu að veski hans var stolið í heimalandinu. Veskið innihélt meðal annars nafnskírteini og ökuskírteini. Telur hann að einhver sé að notast við nafn hans í Bretlandi og hann sé fórnarlamb auðkennisþjófnaðar. „Vinur minn fann nafnið mitt skráð fyrir tveimur fyrirtækjum í Bretlandi þegar hann fletti eftirnafninu mínu upp á Google,“ segir Edmunds í samtali við Vísi. Fyrirtækin voru skráð í apríl árið 2017 en sjálfur hefur Edmunds hvorki verið í Bretlandi né skráð nokkur fyrirtæki þar. Heimilisfang fyrirtækjanna hafði einnig verið skráð sem hans heimilisfang. Lítil hjálp í lögreglunni í Lincolnskíri Hann setti sig í samband við yfirvöld sem sjá um skráningu fyrirtækja þar í landi og voru fyrirtækin leyst upp í september á síðasta ári og tekin af skrá. Á þessu ári bættist enn eitt málið við þegar Edmunds fann nafn sitt á málaskrá hjá dómstólum í Lincolnskíri. „Ég hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í fyrra og var sektaður um 660 pund og eitthvað aukalega og fékk sex punkta,“ segir Edmunds. Hann segist þó aldrei hafa borgað sektina, enda veit hann ekki hvernig yfirvöld ættu að senda honum reikninginn. Aðspurður hvort hann hafi sett sig í samband við lögreglu þar í landi svarar hann játandi en það hafi ekki skilað miklu. „Ég reyndi að setja mig í samband við þau en símtölin voru alltaf áframsend og allir bentu á hvorn annan. Sama hvað ég reyndi þá var mér bara alltaf gefið samband við næsta mann og þannig hélt þetta áfram,“ segir Edmunds sem gafst að lokum upp. „Enginn vildi hjálpa mér né gefa mér upplýsingar varðandi málið.“ Hann segist nú bíða næstu skrefa en hann hefur skrifað lögreglunni í Lincolnskíri og beðið þá um að rannsaka auðkennisþjófnaðinn. Þá hefur hann einnig látið lögreglu í heimalandinu vita. Bretland Lettland Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Edmunds Brikainis, 23 ára gamall Letti sem hefur verið búsettur hér á landi í tæplega þrjú ár, komst að því í apríl á þessu ári að hann hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot í Bretlandi. Hið furðulega er að Edmunds hefur aldrei komið til Bretlands. Fyrst var greint frá málinu á LincolnshireLive en forsaga málsins er sú að árið 2016 lenti Edmunds í þeirri óheppilegu lífsreynslu að veski hans var stolið í heimalandinu. Veskið innihélt meðal annars nafnskírteini og ökuskírteini. Telur hann að einhver sé að notast við nafn hans í Bretlandi og hann sé fórnarlamb auðkennisþjófnaðar. „Vinur minn fann nafnið mitt skráð fyrir tveimur fyrirtækjum í Bretlandi þegar hann fletti eftirnafninu mínu upp á Google,“ segir Edmunds í samtali við Vísi. Fyrirtækin voru skráð í apríl árið 2017 en sjálfur hefur Edmunds hvorki verið í Bretlandi né skráð nokkur fyrirtæki þar. Heimilisfang fyrirtækjanna hafði einnig verið skráð sem hans heimilisfang. Lítil hjálp í lögreglunni í Lincolnskíri Hann setti sig í samband við yfirvöld sem sjá um skráningu fyrirtækja þar í landi og voru fyrirtækin leyst upp í september á síðasta ári og tekin af skrá. Á þessu ári bættist enn eitt málið við þegar Edmunds fann nafn sitt á málaskrá hjá dómstólum í Lincolnskíri. „Ég hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í fyrra og var sektaður um 660 pund og eitthvað aukalega og fékk sex punkta,“ segir Edmunds. Hann segist þó aldrei hafa borgað sektina, enda veit hann ekki hvernig yfirvöld ættu að senda honum reikninginn. Aðspurður hvort hann hafi sett sig í samband við lögreglu þar í landi svarar hann játandi en það hafi ekki skilað miklu. „Ég reyndi að setja mig í samband við þau en símtölin voru alltaf áframsend og allir bentu á hvorn annan. Sama hvað ég reyndi þá var mér bara alltaf gefið samband við næsta mann og þannig hélt þetta áfram,“ segir Edmunds sem gafst að lokum upp. „Enginn vildi hjálpa mér né gefa mér upplýsingar varðandi málið.“ Hann segist nú bíða næstu skrefa en hann hefur skrifað lögreglunni í Lincolnskíri og beðið þá um að rannsaka auðkennisþjófnaðinn. Þá hefur hann einnig látið lögreglu í heimalandinu vita.
Bretland Lettland Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira