Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2019 12:16 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. AP/Jessica Hill Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, en tilefnið er að Bolton fordæmdi nýverið eldflaugaskot einræðisríkisins og sagði þau brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Á vef KCNA er haft eftir ónafngreindum talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að tilraunir Norður-Kóreu séu í samræmi við rétt þeirra til sjálfsvarna. Eldflaugarnar hafi ekki beinst gegn neinu ríki og hafi ekki ógnað neinum. Því sé Bolton að skipta sér af einhverju sem komi honum ekkert við.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildur Í yfirlýsingunni segir einnig að ekki sé rétt að kalla Bolton þjóðaröryggisráðgjafa. Réttara væri að kalla hann „öryggis-eyðileggingar“ ráðgjafa og hann sé þekktur fyrir „þráhyggju“ varðandi stríð í Mið-Austurlöndum og Suður-Ameríku. Það sé engin tilviljun að „stríðsmangarinn“ sé að hvísla um stríð í eyru forseta sem kom sér undan herþjónustu, sem segist ekki hafa viljað deyja á hrísgrjónaakri í suðaustur Asíu. „Það er alls ekki skrítið að svo öfugsnúin orð komi sífellt úr munni svo gallaðs gaurs, og svona mennskur galli á skilið að hverfa sem fyrst,“ segir í yfirlýsingunni. Norður-Kóreumenn skutu nokkrum eldflaugum á loft fyrr í mánuðinum og segja sérfræðinar mögulegt að einhverjar þeirra gætu verið notaðar til að komast hjá eldflaugavörnum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Donald Trump og starfsmenn hans í Hvíta húsinu hafa gert lítið úr eldflaugaskotunum. Þegar Trump var spurður út í þau á blaðamannafundi í Japan í morgun sagði hann ekki hafa áhyggjur. Trump sagði Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vera snjallan mann sem hafi skotið eldflaugunum á loft til að fá athygli. „Það eina sem ég veit er að það hafa ekki verið gerðar tilraunir með kjarnorkuvopn, né langdrægar eldflaugar. Engar langdrægar eldflaugar fóru á loft og ég held að einhvern daginn munum við ná samkomulagi,“ sagði Trump og bætti við að honum lægi ekki á. Það er þó ljóst að eldflaugaskotin vöktu áhyggjur í Japan og Suður-Kóreu og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan og gestgjafi Trump, fordæmdi þau harðlega. Hann sagði Japan stafa ógn af eldflaugum Norður-Kóreu en lofaði Trump fyrir nýja nálgun gagnvart einræðisríkinu. Þá lofaði Trump Kim enn einu sinni fyrir viðleitni hans til að byggja upp efnahag ríkisins og sagði einræðisríkið fátæka geta orðið efnahagslegt stórveldi.Við þetta má bæta að Norður-Kórea er eitt fátækasta ríki heims og þéna flestir íbúar þess um 400 krónur á mánuði. Hungursneyð eru tíð þar og glímir stór hluti þjóðarinnar við alvarlega vannæringu. Gífurlegum fjölda íbúa er haldið í þrælkunarbúðum við hræðilegar aðstæður. Nánast allar tekjur ríkisins fara í herinn og í kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu. Bandaríkin Donald Trump Japan Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. 26. maí 2019 22:32 Trump gaf risavaxinn verðlaunagrip fyrir sumo glímu Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Japan þar sem hann og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans reyna að komast að samkomulagi um viðskipti ríkjanna. 26. maí 2019 20:00 Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Trump sækir nýjan Japanskeisara heim Donald Trump Bandaríkjaforseti verði í morgun fyrsti þjóðhöfðingi heimsins sem hittir nýkrýndan Japanskeisara, Naruhito. 27. maí 2019 07:20 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, en tilefnið er að Bolton fordæmdi nýverið eldflaugaskot einræðisríkisins og sagði þau brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Á vef KCNA er haft eftir ónafngreindum talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að tilraunir Norður-Kóreu séu í samræmi við rétt þeirra til sjálfsvarna. Eldflaugarnar hafi ekki beinst gegn neinu ríki og hafi ekki ógnað neinum. Því sé Bolton að skipta sér af einhverju sem komi honum ekkert við.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildur Í yfirlýsingunni segir einnig að ekki sé rétt að kalla Bolton þjóðaröryggisráðgjafa. Réttara væri að kalla hann „öryggis-eyðileggingar“ ráðgjafa og hann sé þekktur fyrir „þráhyggju“ varðandi stríð í Mið-Austurlöndum og Suður-Ameríku. Það sé engin tilviljun að „stríðsmangarinn“ sé að hvísla um stríð í eyru forseta sem kom sér undan herþjónustu, sem segist ekki hafa viljað deyja á hrísgrjónaakri í suðaustur Asíu. „Það er alls ekki skrítið að svo öfugsnúin orð komi sífellt úr munni svo gallaðs gaurs, og svona mennskur galli á skilið að hverfa sem fyrst,“ segir í yfirlýsingunni. Norður-Kóreumenn skutu nokkrum eldflaugum á loft fyrr í mánuðinum og segja sérfræðinar mögulegt að einhverjar þeirra gætu verið notaðar til að komast hjá eldflaugavörnum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Donald Trump og starfsmenn hans í Hvíta húsinu hafa gert lítið úr eldflaugaskotunum. Þegar Trump var spurður út í þau á blaðamannafundi í Japan í morgun sagði hann ekki hafa áhyggjur. Trump sagði Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vera snjallan mann sem hafi skotið eldflaugunum á loft til að fá athygli. „Það eina sem ég veit er að það hafa ekki verið gerðar tilraunir með kjarnorkuvopn, né langdrægar eldflaugar. Engar langdrægar eldflaugar fóru á loft og ég held að einhvern daginn munum við ná samkomulagi,“ sagði Trump og bætti við að honum lægi ekki á. Það er þó ljóst að eldflaugaskotin vöktu áhyggjur í Japan og Suður-Kóreu og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan og gestgjafi Trump, fordæmdi þau harðlega. Hann sagði Japan stafa ógn af eldflaugum Norður-Kóreu en lofaði Trump fyrir nýja nálgun gagnvart einræðisríkinu. Þá lofaði Trump Kim enn einu sinni fyrir viðleitni hans til að byggja upp efnahag ríkisins og sagði einræðisríkið fátæka geta orðið efnahagslegt stórveldi.Við þetta má bæta að Norður-Kórea er eitt fátækasta ríki heims og þéna flestir íbúar þess um 400 krónur á mánuði. Hungursneyð eru tíð þar og glímir stór hluti þjóðarinnar við alvarlega vannæringu. Gífurlegum fjölda íbúa er haldið í þrælkunarbúðum við hræðilegar aðstæður. Nánast allar tekjur ríkisins fara í herinn og í kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu.
Bandaríkin Donald Trump Japan Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. 26. maí 2019 22:32 Trump gaf risavaxinn verðlaunagrip fyrir sumo glímu Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Japan þar sem hann og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans reyna að komast að samkomulagi um viðskipti ríkjanna. 26. maí 2019 20:00 Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Trump sækir nýjan Japanskeisara heim Donald Trump Bandaríkjaforseti verði í morgun fyrsti þjóðhöfðingi heimsins sem hittir nýkrýndan Japanskeisara, Naruhito. 27. maí 2019 07:20 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. 26. maí 2019 22:32
Trump gaf risavaxinn verðlaunagrip fyrir sumo glímu Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Japan þar sem hann og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans reyna að komast að samkomulagi um viðskipti ríkjanna. 26. maí 2019 20:00
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Trump sækir nýjan Japanskeisara heim Donald Trump Bandaríkjaforseti verði í morgun fyrsti þjóðhöfðingi heimsins sem hittir nýkrýndan Japanskeisara, Naruhito. 27. maí 2019 07:20
Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24