Segir grafalvarlegt að tala mannréttindadómstól niður Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 06:30 Sigríður Andersen er harðlega gagnrýnd fyrir ummæli um Mannréttindadómstól Evrópu. Vísir/vilhelm „Það er sorglegt að horfa upp á þessi viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Mannréttindadómstóls Evrópu á níutíu ára afmæli flokksins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um nýfallin ummæli Sigríðar Á. Andersen um Mannréttindadómstól Evrópu og dóm hans í Landsréttarmálinu. Í grein í Morgunblaðinu í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins kallaði Sigríður nýfallinn dóm MDE atlögu frá pólitískt kjörnum dómurum í Strassborg. Í greininni segir Sigríður það hafa verið sér sár vonbrigði „að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekkert umboð hefur frá sjálfstæðum Íslendingum gerði atlögu að dómskerfi okkar Íslendinga.“ Svo lýsir Sigríður því að aldrei í sögunni hafi handhafar ríkisvaldsins fest nýja stofnun í sessi með jafn afgerandi hætti og hún treysti því að þegar frá líði verði litið á atlöguna frá Strassborg sem umboðslaust pólitískt at. „Þetta er dapurleg afmæliskveðja Sjálfstæðismanna til landsmanna,“ segir Þorgerður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tekur í sama streng. „Það er grafalvarlegt að fyrrverandi dómsmálaráðherra tali dómstólinn niður á þann hátt sem hún gerir í greininni. Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu í áratugi og hann hefur fært okkur ýmiss konar réttarbót frá stofnun sem Sigríði, sem er löglærð, ætti að vera kunnugt um,“ segir Helga Vala. Helga Vala og Þorgerður velta einnig fyrir sér áhrifum þessa viðhorfa ráðherrans fyrrverandi á meðferð málsins hjá ríkisstjórninni. „Ég hef líka vissar áhyggjur af því að ríkisstjórnin kunni að láta þessa afstöðu Sigríðar til dómstólsins afvegaleiða sig í nauðsynlegri vinnu við endurreisn okkar dómskerfis sem ekki má bíða lengur með að hefja,“ segir Helga Vala. Þorgerður segir að í ljósi þeirra viðhorfa sem komi fram hjá fyrrverandi dómsmálaráðherra sé ekki að undra hve illa ríkisstjórnin var undir dóminn búin þegar hann féll. „Þessi viðhorf skýra af hverju ríkisstjórnin var ekki betur undirbúin með ýmsum sviðsmyndum eftir því hver niðurstaðan yrði.“Saga Íslands og Mannréttindadómstólsins Fréttablaðið fór yfir sextíu ára sögu sambands Íslands við Mannréttindadómstólsins á laugardaginn, sama dag og grein Sigríðar birtist í Morgunblaðinu. Þar voru rifjuð upp nokkur markverð mál, þeirra á meðal mál Jóns Kristjánssonar sem ók yfir á rauðu ljósi á Akureyri og neitaði að lúta því að sýslumaður bæði rannsakaði málið og dæmdi það. Dómsátt hans og íslenskra stjórnvalda í Strassborg leiddi til umfangsmikilla breytinga á íslensku réttarkerfi með aðskilnaði framkvæmdarvalds og dómsvalds í héraði. Farið var yfir áhrif dóma MDE á innlenda dómaframkvæmd um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs en flest mál sem íslenskir borgarar hafa unnið í Strassborg eru tjáningarfrelsismál íslenskra blaðamanna. Þá eru rifjaðir upp dómar um ólögmætar frelsisskerðingar, brot á rétti manna til að standa utan félaga og fleiri mál. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Sjá meira
„Það er sorglegt að horfa upp á þessi viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Mannréttindadómstóls Evrópu á níutíu ára afmæli flokksins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um nýfallin ummæli Sigríðar Á. Andersen um Mannréttindadómstól Evrópu og dóm hans í Landsréttarmálinu. Í grein í Morgunblaðinu í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins kallaði Sigríður nýfallinn dóm MDE atlögu frá pólitískt kjörnum dómurum í Strassborg. Í greininni segir Sigríður það hafa verið sér sár vonbrigði „að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekkert umboð hefur frá sjálfstæðum Íslendingum gerði atlögu að dómskerfi okkar Íslendinga.“ Svo lýsir Sigríður því að aldrei í sögunni hafi handhafar ríkisvaldsins fest nýja stofnun í sessi með jafn afgerandi hætti og hún treysti því að þegar frá líði verði litið á atlöguna frá Strassborg sem umboðslaust pólitískt at. „Þetta er dapurleg afmæliskveðja Sjálfstæðismanna til landsmanna,“ segir Þorgerður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tekur í sama streng. „Það er grafalvarlegt að fyrrverandi dómsmálaráðherra tali dómstólinn niður á þann hátt sem hún gerir í greininni. Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu í áratugi og hann hefur fært okkur ýmiss konar réttarbót frá stofnun sem Sigríði, sem er löglærð, ætti að vera kunnugt um,“ segir Helga Vala. Helga Vala og Þorgerður velta einnig fyrir sér áhrifum þessa viðhorfa ráðherrans fyrrverandi á meðferð málsins hjá ríkisstjórninni. „Ég hef líka vissar áhyggjur af því að ríkisstjórnin kunni að láta þessa afstöðu Sigríðar til dómstólsins afvegaleiða sig í nauðsynlegri vinnu við endurreisn okkar dómskerfis sem ekki má bíða lengur með að hefja,“ segir Helga Vala. Þorgerður segir að í ljósi þeirra viðhorfa sem komi fram hjá fyrrverandi dómsmálaráðherra sé ekki að undra hve illa ríkisstjórnin var undir dóminn búin þegar hann féll. „Þessi viðhorf skýra af hverju ríkisstjórnin var ekki betur undirbúin með ýmsum sviðsmyndum eftir því hver niðurstaðan yrði.“Saga Íslands og Mannréttindadómstólsins Fréttablaðið fór yfir sextíu ára sögu sambands Íslands við Mannréttindadómstólsins á laugardaginn, sama dag og grein Sigríðar birtist í Morgunblaðinu. Þar voru rifjuð upp nokkur markverð mál, þeirra á meðal mál Jóns Kristjánssonar sem ók yfir á rauðu ljósi á Akureyri og neitaði að lúta því að sýslumaður bæði rannsakaði málið og dæmdi það. Dómsátt hans og íslenskra stjórnvalda í Strassborg leiddi til umfangsmikilla breytinga á íslensku réttarkerfi með aðskilnaði framkvæmdarvalds og dómsvalds í héraði. Farið var yfir áhrif dóma MDE á innlenda dómaframkvæmd um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs en flest mál sem íslenskir borgarar hafa unnið í Strassborg eru tjáningarfrelsismál íslenskra blaðamanna. Þá eru rifjaðir upp dómar um ólögmætar frelsisskerðingar, brot á rétti manna til að standa utan félaga og fleiri mál.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Sjá meira