Lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fer fram um helgina og nú rétt í þessu luku Ítalíumeistarar Juventus sér af þar sem þeir voru í heimsókn hjá Sampdoria.
Cristiano Ronaldo var ekki í leikmannahópi Juventus og er óhætt að segja að liðsfélagar hans virtust ekki hafa mikinn hug á að klára mótið með stæl enda fór að lokum svo að Sampdoria vann tveggja marka sigur.
Leikurinn var markalaus allt þar til á 84.mínútu þegar Gregoire Defrel kom heimamönnum á bragðið og í uppbótartíma gulltryggði Gianluca Caprari sigur Sampdoria sem lýkur keppni í 9.sæti deildarinnar.
