Andúð meirihlutans á einkabílnum er komin út í öfgar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. maí 2019 11:17 Andúð borgarmeirihlutans á einkabílnum birtist í því að allt skal gert til að útiloka ökutæki frá miðbænum sama hvort þau eru vistvæn eða ekki. Þeir sem vilja aka vistvænum bílum fá enga hvatningu en eins og menn muna voru reglur um bílastæðaklukku vistvænna bíla þrengdar verulega fyrir nokkrum árum. Ekki er heldur nein hvatning fyrir þá sem eiga eða vilja eignast rafbíla. Bíll er bíll í augum þeirra sem stýra borginni sama hvernig hann er knúinn og hann er ekki velkominn í miðbæinn. Nú er það komið í umræðuna að setja tafagjöld á þá staði þar sem verða miklar umferðarteppur á álagstíma, einnig á umhverfisvæna bíla. Þessa hugmynd kom formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur með heim af umhverfisráðstefnu frá Osló en þar vorum við oddvitar, borgarstjóri og fleiri sem tengjast skipulags- og umhverfismálum í Reykjavík. Samráð við borgarbúa? En Reykjavík er ekki Osló. Reykjavík er langt á eftir Osló hvað varðar t.d. almenningssamgöngur. Þessar borgir eru því engan veginn sambærilegar. Ég óttast mjög að meirihluti borgarinnar verði búinn að setja á tafagjöld áður en við náum að snúa okkur við og án mikils eða nokkurs samráðs við borgarbúa. Lítil hugsun virðist vera um hvernig slík gjöld munu koma við þá sem minnst hafa milli handanna eða þá sem koma akandi lengra frá eða þá sem vilja og þurfa að nota bílinn sinn og eiga erindi í bæinn ýmist í vinnu eða til að sinna öðrum erindum. Ekki má heldur gleyma þeim sem eiga erfitt með hreyfingu en langar af og til að koma í miðborgina. Aðgengi er nú þegar víða slæmt og tafir oft óhjákvæmilegar. Tafagjald er við þær aðstæður ekki sanngjarnt fyrir þennan hóp. Í samtali sem ég átti við nokkra ráðamenn í Osló um tafagjöld kom fram að það skiptir öllu máli þegar um svo stóra ákvörðun er að ræða sem snertir marga eins og að setja á tafagjald að það sé gert að vel athuguðu máli og í samráði og sátt við borgarbúa. Að ætla að keyra eitthvað í gegn með látum og hörku kallar á reiði fólks og veldur óöryggi. Kannski búa valdhafar borgarinnar meira og minna miðsvæðis og eiga því erfiðara með að setja sig í spor þeirra sem búa í úthverfum og vilja nota bílinn sinn? Loks er ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvað varð um loforð meirihlutans um að hafa notendasamráð ávallt að leiðarljósi við stjórn borgarinnar. Nýjasta dæmið um skort á samráði er ákvörðun um að loka götum í miðbænum varanlega án mikils samráðs. Hagsmuna- og rekstraraðilar fullyrða að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þá hvað varðar varanlega lokun vinsælustu gatnanna í miðbænum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Andúð borgarmeirihlutans á einkabílnum birtist í því að allt skal gert til að útiloka ökutæki frá miðbænum sama hvort þau eru vistvæn eða ekki. Þeir sem vilja aka vistvænum bílum fá enga hvatningu en eins og menn muna voru reglur um bílastæðaklukku vistvænna bíla þrengdar verulega fyrir nokkrum árum. Ekki er heldur nein hvatning fyrir þá sem eiga eða vilja eignast rafbíla. Bíll er bíll í augum þeirra sem stýra borginni sama hvernig hann er knúinn og hann er ekki velkominn í miðbæinn. Nú er það komið í umræðuna að setja tafagjöld á þá staði þar sem verða miklar umferðarteppur á álagstíma, einnig á umhverfisvæna bíla. Þessa hugmynd kom formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur með heim af umhverfisráðstefnu frá Osló en þar vorum við oddvitar, borgarstjóri og fleiri sem tengjast skipulags- og umhverfismálum í Reykjavík. Samráð við borgarbúa? En Reykjavík er ekki Osló. Reykjavík er langt á eftir Osló hvað varðar t.d. almenningssamgöngur. Þessar borgir eru því engan veginn sambærilegar. Ég óttast mjög að meirihluti borgarinnar verði búinn að setja á tafagjöld áður en við náum að snúa okkur við og án mikils eða nokkurs samráðs við borgarbúa. Lítil hugsun virðist vera um hvernig slík gjöld munu koma við þá sem minnst hafa milli handanna eða þá sem koma akandi lengra frá eða þá sem vilja og þurfa að nota bílinn sinn og eiga erindi í bæinn ýmist í vinnu eða til að sinna öðrum erindum. Ekki má heldur gleyma þeim sem eiga erfitt með hreyfingu en langar af og til að koma í miðborgina. Aðgengi er nú þegar víða slæmt og tafir oft óhjákvæmilegar. Tafagjald er við þær aðstæður ekki sanngjarnt fyrir þennan hóp. Í samtali sem ég átti við nokkra ráðamenn í Osló um tafagjöld kom fram að það skiptir öllu máli þegar um svo stóra ákvörðun er að ræða sem snertir marga eins og að setja á tafagjald að það sé gert að vel athuguðu máli og í samráði og sátt við borgarbúa. Að ætla að keyra eitthvað í gegn með látum og hörku kallar á reiði fólks og veldur óöryggi. Kannski búa valdhafar borgarinnar meira og minna miðsvæðis og eiga því erfiðara með að setja sig í spor þeirra sem búa í úthverfum og vilja nota bílinn sinn? Loks er ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvað varð um loforð meirihlutans um að hafa notendasamráð ávallt að leiðarljósi við stjórn borgarinnar. Nýjasta dæmið um skort á samráði er ákvörðun um að loka götum í miðbænum varanlega án mikils samráðs. Hagsmuna- og rekstraraðilar fullyrða að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þá hvað varðar varanlega lokun vinsælustu gatnanna í miðbænum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun