Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Forseti Alþingis segir hljóð í ýmsum þingmönnum farið að þyngjast. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. Umræða um þriðja orkupakka ESB hélt áfram á þingfundi í gær. Hófst umræðan klukkan 15.30 og var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Var búist við því að fundurinn stæði fram á morgun eins og síðustu daga og þráðurinn tekinn upp eftir helgi. Eins og undanfarið voru það þingmenn Miðflokksins sem báru umræðuna uppi. Þó tók Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra til máls og ræddi við Miðflokksmenn í andsvörum. Hafði ítrekað verið óskað eftir viðveru ráðherrans í umræðunni. Í upphafi fundarins lagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, það til að umræðu um málið yrði frestað til hausts. Þannig gætu hann og þeir sem væru hlynntir málinu eftir að hafa kynnt sér það fengið tíma til að þrífa upp vitleysuna sem hefði verið ríkjandi í umræðunni. „Það er mitt mat að það muni taka marga mánuði að leiðrétta vitleysuna sem hefur verið lögð fram í þessari umræðu,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Steingrímur kvaðst á sínum langa þingferli ekki muna eftir slíku málþófi sem borið væri uppi af einum flokki. „Ég held að í öllum umræðum sem hafa komist eitthvað í líkingu við þetta hafi verið um sameinaða stjórnarandstöðu að ræða, eða allavega stærstan hluta hennar.“ Steingrímur benti á að í gærkvöldi væri umræðan komin inn á áttunda tuginn í klukkutímum talið. „Þetta fer að nálgast tvær heilar vinnuvikur. En við verðum bara að sjá hvað setur um framhaldið.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. Umræða um þriðja orkupakka ESB hélt áfram á þingfundi í gær. Hófst umræðan klukkan 15.30 og var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Var búist við því að fundurinn stæði fram á morgun eins og síðustu daga og þráðurinn tekinn upp eftir helgi. Eins og undanfarið voru það þingmenn Miðflokksins sem báru umræðuna uppi. Þó tók Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra til máls og ræddi við Miðflokksmenn í andsvörum. Hafði ítrekað verið óskað eftir viðveru ráðherrans í umræðunni. Í upphafi fundarins lagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, það til að umræðu um málið yrði frestað til hausts. Þannig gætu hann og þeir sem væru hlynntir málinu eftir að hafa kynnt sér það fengið tíma til að þrífa upp vitleysuna sem hefði verið ríkjandi í umræðunni. „Það er mitt mat að það muni taka marga mánuði að leiðrétta vitleysuna sem hefur verið lögð fram í þessari umræðu,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Steingrímur kvaðst á sínum langa þingferli ekki muna eftir slíku málþófi sem borið væri uppi af einum flokki. „Ég held að í öllum umræðum sem hafa komist eitthvað í líkingu við þetta hafi verið um sameinaða stjórnarandstöðu að ræða, eða allavega stærstan hluta hennar.“ Steingrímur benti á að í gærkvöldi væri umræðan komin inn á áttunda tuginn í klukkutímum talið. „Þetta fer að nálgast tvær heilar vinnuvikur. En við verðum bara að sjá hvað setur um framhaldið.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira