Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2019 22:45 Íslenski þristurinn Páll Sveinsson kominn í þristahópinn á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Stöð 2/KMU. Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Draumur þeirra, um að eini íslenski þristurinn kæmist til móts við bandaríska þristahópinn, hafði þar með ræst. Sýnt var frá vellinum í fréttum Stöðvar 2. Á flugvellinum biðu hans fimm aðrir þristar, sem rétt eins og Páll, höfðu þjónað Bandamönnum í stríðsrekstrinum á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.Margar flugvélanna, eins og þessi, Virginia Ann, eru málaðar í herlitum, eins og þeir voru í síðari heimsstyrjöldinni.Stöð 2/KMU.Eldri menn úr fluggeiranum töldu að fara þyrfti jafnvel sex áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á Reykjavíkurflugvelli. Flugvirkjar í sjálfboðavinnu fyrir Þristavinafélagið höfðu allt frá síðustu helgi unnið að viðgerð á öðrum hreyfli Páls á Akureyrarflugvelli. Olíuleki á erfiðum stað plagaði hreyfilinn og voru þristavinir að verða úrkula vonar um að verkinu lyki í tæka tíð. Það var svo loksins á sjötta tímanum í kvöld, þegar hreyfilinn hafði gengið drjúga stund, sem grænt ljós var gefið á að vélinni yrði flogið suður, og flugmennirnir voru einnig í sjálfboðavinnu.Páll Sveinsson á flugstæðinu með hinum þristunum.Stöð 2/KMU.Á sama tíma höfðu amerísku þristarnir lent hver af öðrum í Reykjavík í leiðangri sínum yfir Atlantshafið. Þeim er öllum stefnt til Normandi í Frakklandi þann 6. júní þegar þess verður minnst að 75 ár verða liðin frá D-deginum 1944. Í annað sinn í vikunni var í skyndi boðað til flugsýningar með litlum fyrirvara. Svæði norðan Loftleiðahótelsins var girt af. Þar var fólki boðið að skoða þessar sögufrægu vélar í návígi, ræða við áhafnarmeðlimi og ganga um borð í sumar þeirra. Fjöldi fólks mætti út á flugvöll í veðurblíðunni í kvöld til að skoða forngripina, sem sumir bera skemmtileg nöfn, eins og þessi; Betsy's Biscuit Bomber.Stöð 2/KMU.Það sýndi sig á þeim mannfjölda sem mætti, bæði núna og í fyrrakvöld, hver áhuginn er á leiðangri þristanna, sögu DC-3 og C-47-vélanna, sem og þessari ástsælu flugvélartegund. Auk Páls Sveinssonar bauðst gestum í kvöld að skoða flugvélar sem bera gælunöfnin Betsy’s Biscuit Bomber, Virginia Ann, Pan Am, Flabob Express og D-Day Doll. Rétt eins og þristarnir í fyrsta hópnum, sem kom í byrjun vikunnar, eiga þessir það flestir sammerkt að eiga áhugaverða og jafnvel ævintýralega rekstrarsögu.Þessi vél, sem nú heitir Flabob Express, hafði það verkefni í stríðinu að fljúga með æðstu ráðamenn Bretlands, þar á meðal sjálfan Winston Churchill og meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar.Stöð 2/KMU.Áformað er að erlendu þristarnir haldi áfram för sinni til Bretlands á morgun. Búast má við fyrsta flugtaki fyrir klukkan átta á fyrramálið og að þeir verði allir farnir fyrir hádegi. Enn eru þrír þristar ókomnir af þeim fjórtán, sem fljúga frá Bandaríkjunum til Evrópu, og er búist við þeim á næstu dögum. Lendingar nokkurra þristanna í dag mátti sjá í fréttum Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Draumur þeirra, um að eini íslenski þristurinn kæmist til móts við bandaríska þristahópinn, hafði þar með ræst. Sýnt var frá vellinum í fréttum Stöðvar 2. Á flugvellinum biðu hans fimm aðrir þristar, sem rétt eins og Páll, höfðu þjónað Bandamönnum í stríðsrekstrinum á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.Margar flugvélanna, eins og þessi, Virginia Ann, eru málaðar í herlitum, eins og þeir voru í síðari heimsstyrjöldinni.Stöð 2/KMU.Eldri menn úr fluggeiranum töldu að fara þyrfti jafnvel sex áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á Reykjavíkurflugvelli. Flugvirkjar í sjálfboðavinnu fyrir Þristavinafélagið höfðu allt frá síðustu helgi unnið að viðgerð á öðrum hreyfli Páls á Akureyrarflugvelli. Olíuleki á erfiðum stað plagaði hreyfilinn og voru þristavinir að verða úrkula vonar um að verkinu lyki í tæka tíð. Það var svo loksins á sjötta tímanum í kvöld, þegar hreyfilinn hafði gengið drjúga stund, sem grænt ljós var gefið á að vélinni yrði flogið suður, og flugmennirnir voru einnig í sjálfboðavinnu.Páll Sveinsson á flugstæðinu með hinum þristunum.Stöð 2/KMU.Á sama tíma höfðu amerísku þristarnir lent hver af öðrum í Reykjavík í leiðangri sínum yfir Atlantshafið. Þeim er öllum stefnt til Normandi í Frakklandi þann 6. júní þegar þess verður minnst að 75 ár verða liðin frá D-deginum 1944. Í annað sinn í vikunni var í skyndi boðað til flugsýningar með litlum fyrirvara. Svæði norðan Loftleiðahótelsins var girt af. Þar var fólki boðið að skoða þessar sögufrægu vélar í návígi, ræða við áhafnarmeðlimi og ganga um borð í sumar þeirra. Fjöldi fólks mætti út á flugvöll í veðurblíðunni í kvöld til að skoða forngripina, sem sumir bera skemmtileg nöfn, eins og þessi; Betsy's Biscuit Bomber.Stöð 2/KMU.Það sýndi sig á þeim mannfjölda sem mætti, bæði núna og í fyrrakvöld, hver áhuginn er á leiðangri þristanna, sögu DC-3 og C-47-vélanna, sem og þessari ástsælu flugvélartegund. Auk Páls Sveinssonar bauðst gestum í kvöld að skoða flugvélar sem bera gælunöfnin Betsy’s Biscuit Bomber, Virginia Ann, Pan Am, Flabob Express og D-Day Doll. Rétt eins og þristarnir í fyrsta hópnum, sem kom í byrjun vikunnar, eiga þessir það flestir sammerkt að eiga áhugaverða og jafnvel ævintýralega rekstrarsögu.Þessi vél, sem nú heitir Flabob Express, hafði það verkefni í stríðinu að fljúga með æðstu ráðamenn Bretlands, þar á meðal sjálfan Winston Churchill og meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar.Stöð 2/KMU.Áformað er að erlendu þristarnir haldi áfram för sinni til Bretlands á morgun. Búast má við fyrsta flugtaki fyrir klukkan átta á fyrramálið og að þeir verði allir farnir fyrir hádegi. Enn eru þrír þristar ókomnir af þeim fjórtán, sem fljúga frá Bandaríkjunum til Evrópu, og er búist við þeim á næstu dögum. Lendingar nokkurra þristanna í dag mátti sjá í fréttum Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15