Fækka ferðum í sumar vegna MAX-vélanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 18:38 Vél Icelandair lendir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en áður hafði verið áætlað og hefur flugáætlun Icelandair verið uppfærð í samræmi við það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en sætaframboð félagsins mun dragast saman um 5% frá því sem áður var. Icelandair hefur nú þegar tekið þrjár leiguvélar í notkun til þess að lágmarka áhrif kyrrsetningar vélanna á farþega. Þessu til viðbótar er unnið að lokafrágangi samnings um leigu á einni Boeing 767-300 vél til viðbótar, að því er segir í tilkynningu. Vinna varðandi þessar breytingar mun hefjast á næstu dögum og munu starfsmenn Icelandair hafa samband við viðkomandi farþega. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að einhver flug verði felld niður á tímabilinu vegna MAX-vélanna en reynt verði að finna aðrar lausnir fyrir farþega og lágmarka allt rask sem þeir kunni að verða fyrir. Þá verði einblínt á að halda áætlun á ferðum til og frá Íslandi. Sætaframboð félagsins á tímabilinu 15. júlí til 15. september dregst saman um 5% frá því sem áður var áætlað við þessar breytingar. Samt sem áður verði framboðsaukning milli ára á þessu tímabili 10%. Þá eigi 30% fleiri farþegar bókað með félaginu til Íslands á tímabilinu júní til ágúst en á sama tíma í fyrra. Þá séu fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en áður hafði verið áætlað og hefur flugáætlun Icelandair verið uppfærð í samræmi við það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en sætaframboð félagsins mun dragast saman um 5% frá því sem áður var. Icelandair hefur nú þegar tekið þrjár leiguvélar í notkun til þess að lágmarka áhrif kyrrsetningar vélanna á farþega. Þessu til viðbótar er unnið að lokafrágangi samnings um leigu á einni Boeing 767-300 vél til viðbótar, að því er segir í tilkynningu. Vinna varðandi þessar breytingar mun hefjast á næstu dögum og munu starfsmenn Icelandair hafa samband við viðkomandi farþega. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að einhver flug verði felld niður á tímabilinu vegna MAX-vélanna en reynt verði að finna aðrar lausnir fyrir farþega og lágmarka allt rask sem þeir kunni að verða fyrir. Þá verði einblínt á að halda áætlun á ferðum til og frá Íslandi. Sætaframboð félagsins á tímabilinu 15. júlí til 15. september dregst saman um 5% frá því sem áður var áætlað við þessar breytingar. Samt sem áður verði framboðsaukning milli ára á þessu tímabili 10%. Þá eigi 30% fleiri farþegar bókað með félaginu til Íslands á tímabilinu júní til ágúst en á sama tíma í fyrra. Þá séu fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00