Fjórir Íslendingar í varðhaldi vegna umfangsmikils kókaínsmygls Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2019 18:30 Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að rannsókn málsins. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum og segir að unnið sé að umfangsmikilli rannsókn er varðar innflutning fíkniefna. Hann segir að lögregla hafi lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna og fjármuna í tenglsum við málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um kókaín að ræða og er magnið með því mesta sem haldlagt hefur verið hér á landi í einu, eða meira en tíu kíló. Jón Halldór vildi ekki staðfesta þetta. Ljóst er að götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur samkvæmt verðlagskönnun SÁÁ. Þannig eru tíu kíló virði 146 milljóna króna. Mikið hefur verið fjallð um aukið framboð og eftirpurn eftir kókaíni hér á landi á síðustu mánuðum. Til að mynda sýnir nýleg rannsókn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eiturefnafræðum að magn kókaíns í frárennslisvatni í Reykjavík hafi rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Þá hefur mikil fjölgun orðið á innlögnum kókaínfíkla á sjúkrahúsinu Vogi en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Þá hefur neysla ungmenna á kókaíni aukist mikið samkvæmt upplýsingum frá Vogi og efnin að verða sterkari. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um styrkleika kókaínsins í umræddu máli. Fólkið sem er í gæsluvarðahaldi vegna málsins eru Íslendingar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel en verst frekari frétta af rannsókn þess. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að rannsókn málsins. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum og segir að unnið sé að umfangsmikilli rannsókn er varðar innflutning fíkniefna. Hann segir að lögregla hafi lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna og fjármuna í tenglsum við málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um kókaín að ræða og er magnið með því mesta sem haldlagt hefur verið hér á landi í einu, eða meira en tíu kíló. Jón Halldór vildi ekki staðfesta þetta. Ljóst er að götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur samkvæmt verðlagskönnun SÁÁ. Þannig eru tíu kíló virði 146 milljóna króna. Mikið hefur verið fjallð um aukið framboð og eftirpurn eftir kókaíni hér á landi á síðustu mánuðum. Til að mynda sýnir nýleg rannsókn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eiturefnafræðum að magn kókaíns í frárennslisvatni í Reykjavík hafi rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Þá hefur mikil fjölgun orðið á innlögnum kókaínfíkla á sjúkrahúsinu Vogi en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Þá hefur neysla ungmenna á kókaíni aukist mikið samkvæmt upplýsingum frá Vogi og efnin að verða sterkari. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um styrkleika kókaínsins í umræddu máli. Fólkið sem er í gæsluvarðahaldi vegna málsins eru Íslendingar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel en verst frekari frétta af rannsókn þess.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira