Gunnar Nelson og Eygló Ósk eru andlit samfélagsmiðlaherferðarinnar „Hreinn árangur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 16:00 Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun. Mynd/hreinnarangur.is. Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“. Átakið snýst um að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvoru tveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna og eru félög hvött til þess að dreifa skilaboðunum áfram innan sinna raða. Það kemur fram á heimasíðu herferðarinnar að notkun sé algengari en margir halda og hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Ólögleg lyfjanotkun er líka ekki einkamál og skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Nánar má lesa um átakið á slóðinni hreinnarangur.is og á Facebook-síðu verkefnisins. ÍSÍ hvetur fólk til þess að kíkja á facebookfilterinn, en þar er hægt að nota filterinn Hreinn árangur. Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun og eru að sjálfsögðu búin að prófa filterinn. Hér fyrir neðan má sjá útskýringar á heimasíðu herferðarinnar hreinnarangur.is.Hreinn árangur Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri - það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir. Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna.Notkun er algengari en margir halda Lyfjamisnotkun tíðkast hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Notkun anabólískra stera er algengasta og þekktasta lyfjamisnotkunin. Hvatar að baki notkun stera er oft löngun til að bæta árangur í íþróttum og/eða til að hafa áhrif á útlit. Öll efni sem veita tilætluð áhrif geta einnig valdið aukaverkunum.Ólögleg lyfjanotkun er ekki einkamál Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð. Vöðvavöxtur sem fylgir lyfjamisnotkun gengur til baka þegar notkun er hætt en skaðlegar aukaverkanir geta þó verið viðvarandi.Þekktar aukaverkanir Líkamlegar aukaverkanir anabólískra stera og annarra hormóna hafa lengi verið þekktar. Nýlegar rannsóknir sýna að auk líkamlegra aukaverkana geta andlegar aukaverkanir haft gríðarlega alvarleg áhrif á heilsu. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“. Átakið snýst um að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvoru tveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna og eru félög hvött til þess að dreifa skilaboðunum áfram innan sinna raða. Það kemur fram á heimasíðu herferðarinnar að notkun sé algengari en margir halda og hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Ólögleg lyfjanotkun er líka ekki einkamál og skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Nánar má lesa um átakið á slóðinni hreinnarangur.is og á Facebook-síðu verkefnisins. ÍSÍ hvetur fólk til þess að kíkja á facebookfilterinn, en þar er hægt að nota filterinn Hreinn árangur. Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun og eru að sjálfsögðu búin að prófa filterinn. Hér fyrir neðan má sjá útskýringar á heimasíðu herferðarinnar hreinnarangur.is.Hreinn árangur Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri - það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir. Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna.Notkun er algengari en margir halda Lyfjamisnotkun tíðkast hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Notkun anabólískra stera er algengasta og þekktasta lyfjamisnotkunin. Hvatar að baki notkun stera er oft löngun til að bæta árangur í íþróttum og/eða til að hafa áhrif á útlit. Öll efni sem veita tilætluð áhrif geta einnig valdið aukaverkunum.Ólögleg lyfjanotkun er ekki einkamál Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð. Vöðvavöxtur sem fylgir lyfjamisnotkun gengur til baka þegar notkun er hætt en skaðlegar aukaverkanir geta þó verið viðvarandi.Þekktar aukaverkanir Líkamlegar aukaverkanir anabólískra stera og annarra hormóna hafa lengi verið þekktar. Nýlegar rannsóknir sýna að auk líkamlegra aukaverkana geta andlegar aukaverkanir haft gríðarlega alvarleg áhrif á heilsu. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira