Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 17:26 Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, skrifar undir yfirlýsinguna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár í tengslum við akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. Yfirlýsingin er send út í tilefni af umræðu á þingfundi í gær, 21. maí, þar sem Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, hélt því fram að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér almannafé og að engin viðbrögð hafi verið í þá átt að setja á fót rannsókn á því. Þannig endurtók Björn Leví nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, samflokksmaður hans, sem siðanefnd Alþingis dæmdi brotlega við siðareglur þingmanna.Sjá einnig: „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Í yfirlýsingunni segir að skrifstofa Alþingis hafi þann 5. desember 2018 skilað greinargerð um þróun og framkvæmd laga og reglna um þingfararkostnað og var hún birt á vef Alþingis. Engar vísbendingar hafi fundist í akstursbók Ásmundar sem vöktu grun um misferli. „Skrifstofan hefur engin gögn sem benda til þess að rangt hafi verið haft við og röngum eða tilhæfulausum reikningum verið skilað inn til endurgreiðslu. Skrifstofan gerir athugasemdir ef skil á gögnum eru ekki í samræmi við gildandi reglur hverju sinni. Þegar þetta tiltekna mál kom til forsætisnefndar í annað sinn gerði skrifstofan á ný athugun á akstursbók Ásmundar en þar var ekkert að finna sem vakti grun um misferli,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sé rétt að Ásmundur hafi endurgreitt að eigin frumkvæði akstursgreiðslur sem hann hafði fengið þegar hann var í þáttagerð fyrir ÍNN. Þingmaðurinn hafi jafnframt viðurkennt að það hefðu verið mistök að leggja inn beiðni um endurgreiðslu fyrir þann akstur. „Hafa ber í huga að akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar eru tvíþættar. Annars vegar samningsbundinn „heimanakstur“, þ.e. akstur frá heimili að þingstað yfir þingtímann, eins og gildir um marga landsbyggðarþingmenn nærri höfuðborgarsvæðinu, gegn því að þeir afsali sér greiðslu húsnæðiskostnaðar, og hins vegar endurgreiðslur fyrir akstur á fundi og viðburði í kjördæmi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár í tengslum við akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. Yfirlýsingin er send út í tilefni af umræðu á þingfundi í gær, 21. maí, þar sem Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, hélt því fram að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér almannafé og að engin viðbrögð hafi verið í þá átt að setja á fót rannsókn á því. Þannig endurtók Björn Leví nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, samflokksmaður hans, sem siðanefnd Alþingis dæmdi brotlega við siðareglur þingmanna.Sjá einnig: „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Í yfirlýsingunni segir að skrifstofa Alþingis hafi þann 5. desember 2018 skilað greinargerð um þróun og framkvæmd laga og reglna um þingfararkostnað og var hún birt á vef Alþingis. Engar vísbendingar hafi fundist í akstursbók Ásmundar sem vöktu grun um misferli. „Skrifstofan hefur engin gögn sem benda til þess að rangt hafi verið haft við og röngum eða tilhæfulausum reikningum verið skilað inn til endurgreiðslu. Skrifstofan gerir athugasemdir ef skil á gögnum eru ekki í samræmi við gildandi reglur hverju sinni. Þegar þetta tiltekna mál kom til forsætisnefndar í annað sinn gerði skrifstofan á ný athugun á akstursbók Ásmundar en þar var ekkert að finna sem vakti grun um misferli,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sé rétt að Ásmundur hafi endurgreitt að eigin frumkvæði akstursgreiðslur sem hann hafði fengið þegar hann var í þáttagerð fyrir ÍNN. Þingmaðurinn hafi jafnframt viðurkennt að það hefðu verið mistök að leggja inn beiðni um endurgreiðslu fyrir þann akstur. „Hafa ber í huga að akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar eru tvíþættar. Annars vegar samningsbundinn „heimanakstur“, þ.e. akstur frá heimili að þingstað yfir þingtímann, eins og gildir um marga landsbyggðarþingmenn nærri höfuðborgarsvæðinu, gegn því að þeir afsali sér greiðslu húsnæðiskostnaðar, og hins vegar endurgreiðslur fyrir akstur á fundi og viðburði í kjördæmi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00