„Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 13:25 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/Vilhelm Lögmenn bandarísku flugvélaleigunnar ALC og Isavia tókust enn á um farþegaflugvél sem Isavia kyrrsetti til að tryggja skuldir Wow air í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Leigan krefst þess að Isavia afhendi þotuna en Isavia vill bíða úrskurðar Landsréttar um fyrra mál. Lögmaður ALC segir málið í „réttarfarslegri klemmu“. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar Wow air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, ekki fyrir allri skuld Wow air sem sögð er um tveir milljarðar króna. Isavia kærði úrskurð héraðsdóms frá 2. maí til Landsréttar. Eftir að úrskurðurinn í héraði lá fyrir greiddi ALC Isavia um 87 milljónir króna sem flugvélaleigan taldi að væri sá hluti skuldar Wow air sem væri tilkominn vegna þotunnar. Þá lagði það fram aðra aðfararbeiðni um að fá þotuna afhenta.Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Vísir/VilhelmIsavia segist enn hafa rétt til tryggja alla skuldina Tekist var á um seinni aðfararbeiðnina í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir að fyrirtækið telji sig hafa forræði til að haga sér í samræmi við forsendur fyrri úrskurðar héraðsdóms. Isavia hafi ekki rétt á að kæra úrskurðinn til Landsréttar til að reyna að fá forsendum hans hnekkt. „Þetta er svona réttarfarsleg klemma má segja sem málið er í sem verður væntanlega leyst úr á næstu dögum,“ segir Oddur sem telur að næst á dagskrá sé að undirbúa skaðabótamál gegn Isavia vegna tjóns sem ALC hafi orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar.Grímur Sigurðsson, lögmaður Isavia.Vísir/VilhelmGrímur Sigurðsson, lögmaður Isavia, segist hafa öll sömu rök uppi og þegar upphaflega aðfararbeiðnin var tekin fyrir. Isavia telji sér heimilt samkvæmt lögum að aftra för loftfars þar til öll skuld umráðamanns þess hafi verið greidd. Óumdeilt sé að hún hafi ekki verið greidd að fullu og á meðan megi Isavia aftra för þotunnar. Málið segir hann snúast um tvennt í grófum dráttum. Annars vegar hvort að ALC geti höfðað tvö mál á sama tíma og hins vegar hvort að greiðslan sem fyrirtækið innti af hendi sé nóg til að fá þotuna lausa. Varðandi féð sem ALC greiddi Isavia segir Grímur að upphæðin hafi byggst á útreikningi flugvélaleigunnar á skuld Wow air vegna þotunnar. Isavia telji hins vegar vonlaust að sjá af þeim útreikningum hvort það sé rétt. Ítarlegri greiningar sé þörf en hægt sé að gera í aðfararbeiðni af þessu tagi. „Isavia hefur ekki farið í þá vinnu af því að Isavia telur að þeir útreikningar skipti ekki máli því allur málflutningurinn byggir á því að flugvélin tryggi alla skuldina,“ segir Grímur. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Lögmenn bandarísku flugvélaleigunnar ALC og Isavia tókust enn á um farþegaflugvél sem Isavia kyrrsetti til að tryggja skuldir Wow air í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Leigan krefst þess að Isavia afhendi þotuna en Isavia vill bíða úrskurðar Landsréttar um fyrra mál. Lögmaður ALC segir málið í „réttarfarslegri klemmu“. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar Wow air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, ekki fyrir allri skuld Wow air sem sögð er um tveir milljarðar króna. Isavia kærði úrskurð héraðsdóms frá 2. maí til Landsréttar. Eftir að úrskurðurinn í héraði lá fyrir greiddi ALC Isavia um 87 milljónir króna sem flugvélaleigan taldi að væri sá hluti skuldar Wow air sem væri tilkominn vegna þotunnar. Þá lagði það fram aðra aðfararbeiðni um að fá þotuna afhenta.Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.Vísir/VilhelmIsavia segist enn hafa rétt til tryggja alla skuldina Tekist var á um seinni aðfararbeiðnina í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir að fyrirtækið telji sig hafa forræði til að haga sér í samræmi við forsendur fyrri úrskurðar héraðsdóms. Isavia hafi ekki rétt á að kæra úrskurðinn til Landsréttar til að reyna að fá forsendum hans hnekkt. „Þetta er svona réttarfarsleg klemma má segja sem málið er í sem verður væntanlega leyst úr á næstu dögum,“ segir Oddur sem telur að næst á dagskrá sé að undirbúa skaðabótamál gegn Isavia vegna tjóns sem ALC hafi orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar.Grímur Sigurðsson, lögmaður Isavia.Vísir/VilhelmGrímur Sigurðsson, lögmaður Isavia, segist hafa öll sömu rök uppi og þegar upphaflega aðfararbeiðnin var tekin fyrir. Isavia telji sér heimilt samkvæmt lögum að aftra för loftfars þar til öll skuld umráðamanns þess hafi verið greidd. Óumdeilt sé að hún hafi ekki verið greidd að fullu og á meðan megi Isavia aftra för þotunnar. Málið segir hann snúast um tvennt í grófum dráttum. Annars vegar hvort að ALC geti höfðað tvö mál á sama tíma og hins vegar hvort að greiðslan sem fyrirtækið innti af hendi sé nóg til að fá þotuna lausa. Varðandi féð sem ALC greiddi Isavia segir Grímur að upphæðin hafi byggst á útreikningi flugvélaleigunnar á skuld Wow air vegna þotunnar. Isavia telji hins vegar vonlaust að sjá af þeim útreikningum hvort það sé rétt. Ítarlegri greiningar sé þörf en hægt sé að gera í aðfararbeiðni af þessu tagi. „Isavia hefur ekki farið í þá vinnu af því að Isavia telur að þeir útreikningar skipti ekki máli því allur málflutningurinn byggir á því að flugvélin tryggi alla skuldina,“ segir Grímur.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05
Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26
Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03
ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45