Stóraukin aðsókn í kennaranám Guðríður Arnardóttir skrifar 22. maí 2019 08:15 Þau ánægjulegu tíðindi berast nú að aðsókn í kennaranám hefur stóraukist þar sem heildarfjöldi umsækjenda um M.Ed nám hefur aukist úr 186 í 264. Þetta er aukning um ríflega 40%. Án efa má þakka aðgerðaráætlun stjórnvalda um þennan aukna áhuga þar sem fimmta árið verður nú launað starfsnám að hluta, nemar munu njóta sérkjara hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og síðast en ekki síst geta kennaranemar sótt um allt að 800 þúsund króna námsstyrk. Lofa skal það sem vel er gert og hér má glögglega sjá að skýr markmið og raunhæfar aðgerðir skila okkur strax árangri. Fyrir Alþingi liggur hins vegar frumvarp um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara. Umdeilt frumvarp sem er um margt gallað. Meðal annars er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi kennara í leik-, grunn- og framhaldsskóla með tilheyrandi gjaldfellingu sérhæfingar á þessum þremur skólastigum. Framhaldsskólakennarar hafa bent á að frumvarpið þarfnist vandaðri rýni og alls ekki óvíst að sátt megi skapa meðal kennarastéttanna um ný frumvarpsdrög á nýju þingi á komandi hausti. Félag framhaldsskólakennara ásamt okkar helstu sérfræðingum í menntun kennara hafa eindregið varað við frumvarpinu og teljum við það þokkalega byrjun á máli sem þarf að vinna betur. En Alþingi getur án afleiðinga frestað afgreiðslu frumvarpsins og gefið okkur svigrúm til að rýna það frekar og skoða þá ágalla sem á málinu eru. Aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra stendur óhögguð hvort sem er enda um sjálfstæða aðgerð að ræða.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi berast nú að aðsókn í kennaranám hefur stóraukist þar sem heildarfjöldi umsækjenda um M.Ed nám hefur aukist úr 186 í 264. Þetta er aukning um ríflega 40%. Án efa má þakka aðgerðaráætlun stjórnvalda um þennan aukna áhuga þar sem fimmta árið verður nú launað starfsnám að hluta, nemar munu njóta sérkjara hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og síðast en ekki síst geta kennaranemar sótt um allt að 800 þúsund króna námsstyrk. Lofa skal það sem vel er gert og hér má glögglega sjá að skýr markmið og raunhæfar aðgerðir skila okkur strax árangri. Fyrir Alþingi liggur hins vegar frumvarp um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara. Umdeilt frumvarp sem er um margt gallað. Meðal annars er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi kennara í leik-, grunn- og framhaldsskóla með tilheyrandi gjaldfellingu sérhæfingar á þessum þremur skólastigum. Framhaldsskólakennarar hafa bent á að frumvarpið þarfnist vandaðri rýni og alls ekki óvíst að sátt megi skapa meðal kennarastéttanna um ný frumvarpsdrög á nýju þingi á komandi hausti. Félag framhaldsskólakennara ásamt okkar helstu sérfræðingum í menntun kennara hafa eindregið varað við frumvarpinu og teljum við það þokkalega byrjun á máli sem þarf að vinna betur. En Alþingi getur án afleiðinga frestað afgreiðslu frumvarpsins og gefið okkur svigrúm til að rýna það frekar og skoða þá ágalla sem á málinu eru. Aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra stendur óhögguð hvort sem er enda um sjálfstæða aðgerð að ræða.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar