Allt í járnum í Austrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:30 Kyle Lowry var einbeittur og afskastamikill í leiknum í nótt. Getty/Frank Gunn Toronto Raptors jafnaði metin á móti Milwaukee Bucks í nótt með sannfærandi heimssigri og staðan er því 2-2 þegar liðin fara aftur yfir landamærin til Bandaríkjanna. Á meðan bíður Golden State Warriors heima í rólegheitum og safnar kröftum fyrir lokaúrslitin sem hefjast eftir átta daga. Toronto Raptors rétt marði leik þrjú eftir tvær framlengingar en þennan leik vann liðið örugglega 120-102. Toronto liðið var tíu stigum yfir í hálfleik, 65-55.@Klow7 helps the @Raptors tie the series 2-2 with 25 PTS, 6 AST, 5 REB in Game 4! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wA7G09RR8w — NBA (@NBA) May 22, 2019Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto Raptors liðsins, var maður leiksins en hann skoraði 25 stig. Kawhi Leonard var þreytulegur eftir tvíframlengda leikinn tveimur dögum fyrr en endaði með 19 stig. „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem ég vissi að Kawhi væri aðeins takmarkaður og ég varð að stíga fram og vera áræðinn fyrir hann,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. Hann skoraði 12 af fyrstu 17 stigum Toronto í leiknum.the BEST of the @Raptors (2-2) 32 team assists in the Game 4 home victory! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/SK3azx2F16 — NBA (@NBA) May 22, 2019Kawhi Leonard spilaði í 52 mínútur aðeins tveimur sólarhringum fyrr. „Mér líður vel. Ég ætla að halda áfram og halda áfram að berjast. Við eigum möguleika á að skrifa söguna saman,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. Kawhi Leonard hitti úr 6 af 13 skotum, tók 7 fráköst og stal 4 boltum. Spænski miðherjinn Marc Gasol er líka allur að koma til en hann var með 17 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar í nótt. Toronto fékk líka frábært framlag frá bekknum sínum því Serge Ibaka var með 17 stig og 13 fráköst, Norm Powell skoraði 18 stig og Fred VanVleet var með 13 stig. Í fyrri hálfleik fékk Raptors liðið 28 stig frá bekknum sínum en Bucks liðið aðeins 6 stig.#WeTheNorth@sergeibaka (17 PTS, 13 REB), @npowell2404 (18 PTS, 4 3PM) , & @FredVanVleet (13 PTS, 6 AST) come up big off the @Raptors bench in the Game 4 W! #NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wFt74lrF0u — NBA (@NBA) May 22, 2019Giannis Antetokounmpo skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Milwaukee Bucks og Khris Middleton var með 30 stig. Liðið vann sex leiki í röð í úrslitakeppninni en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Þetta er líklega í fyrsta sinn í úrslitakeppninni þar sem vörnin okkar var hvergi nærri því þar sem hún þarf að vera. Við fengum högg í kvöld. Þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks. „Við verðum að verjast betur. Allir í þeirra liði fannst mér fá að gera það sem þeir vildu. Þetta var allt of auðvelt fyrir þá,“ sagði Khris Middleton.Kawhi Leonard and the @Raptors head back to Milwaukee with the Eastern Conference Finals tied 2-2! #PhantomCam#WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/0Qw7XRzYRU — NBA (@NBA) May 22, 2019 NBA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Toronto Raptors jafnaði metin á móti Milwaukee Bucks í nótt með sannfærandi heimssigri og staðan er því 2-2 þegar liðin fara aftur yfir landamærin til Bandaríkjanna. Á meðan bíður Golden State Warriors heima í rólegheitum og safnar kröftum fyrir lokaúrslitin sem hefjast eftir átta daga. Toronto Raptors rétt marði leik þrjú eftir tvær framlengingar en þennan leik vann liðið örugglega 120-102. Toronto liðið var tíu stigum yfir í hálfleik, 65-55.@Klow7 helps the @Raptors tie the series 2-2 with 25 PTS, 6 AST, 5 REB in Game 4! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wA7G09RR8w — NBA (@NBA) May 22, 2019Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto Raptors liðsins, var maður leiksins en hann skoraði 25 stig. Kawhi Leonard var þreytulegur eftir tvíframlengda leikinn tveimur dögum fyrr en endaði með 19 stig. „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem ég vissi að Kawhi væri aðeins takmarkaður og ég varð að stíga fram og vera áræðinn fyrir hann,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. Hann skoraði 12 af fyrstu 17 stigum Toronto í leiknum.the BEST of the @Raptors (2-2) 32 team assists in the Game 4 home victory! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/SK3azx2F16 — NBA (@NBA) May 22, 2019Kawhi Leonard spilaði í 52 mínútur aðeins tveimur sólarhringum fyrr. „Mér líður vel. Ég ætla að halda áfram og halda áfram að berjast. Við eigum möguleika á að skrifa söguna saman,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. Kawhi Leonard hitti úr 6 af 13 skotum, tók 7 fráköst og stal 4 boltum. Spænski miðherjinn Marc Gasol er líka allur að koma til en hann var með 17 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar í nótt. Toronto fékk líka frábært framlag frá bekknum sínum því Serge Ibaka var með 17 stig og 13 fráköst, Norm Powell skoraði 18 stig og Fred VanVleet var með 13 stig. Í fyrri hálfleik fékk Raptors liðið 28 stig frá bekknum sínum en Bucks liðið aðeins 6 stig.#WeTheNorth@sergeibaka (17 PTS, 13 REB), @npowell2404 (18 PTS, 4 3PM) , & @FredVanVleet (13 PTS, 6 AST) come up big off the @Raptors bench in the Game 4 W! #NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wFt74lrF0u — NBA (@NBA) May 22, 2019Giannis Antetokounmpo skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Milwaukee Bucks og Khris Middleton var með 30 stig. Liðið vann sex leiki í röð í úrslitakeppninni en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Þetta er líklega í fyrsta sinn í úrslitakeppninni þar sem vörnin okkar var hvergi nærri því þar sem hún þarf að vera. Við fengum högg í kvöld. Þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks. „Við verðum að verjast betur. Allir í þeirra liði fannst mér fá að gera það sem þeir vildu. Þetta var allt of auðvelt fyrir þá,“ sagði Khris Middleton.Kawhi Leonard and the @Raptors head back to Milwaukee with the Eastern Conference Finals tied 2-2! #PhantomCam#WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/0Qw7XRzYRU — NBA (@NBA) May 22, 2019
NBA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira