Fortíðarþrá Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. maí 2019 07:00 „Ekki spila með framtíðina okkar,“ eru skilaboð 272 ungmenna sem keyptu auglýsingu í vikunni til stuðnings áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum sem af óskiljanlegum ástæðum er víða talaður niður um þessar mundir. Svo mjög, að þessum hópi ungs fólks blöskrar. Hópurinn segir umræðu um EES-samninginn undanfarið hafa verið knúna áfram af ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann. Þau segjast draga lærdóm af aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr ESB og forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, að ungt fólk hafi sofið á verðinum. Afleiðingarnar blasi við: Brexit og Trump. Þess vegna láti þau í sér heyra nú. Áhugaverða dæmisögu í þessu samhengi ritaði Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fyrir stuttu. Umfjöllunarefnið var hvernig EES-samningurinn breytti starfsumhverfi arkitekta. Þar segir Hilmar frá þeim veruleika sem blasti við þegar hann kom heim úr námi, ungur að árum. Á níunda áratugnum hafi verið hér starfandi örfáar sjálfstæðar arkitektastofur, við hlið ríkisteiknistofanna þriggja; teiknistofu Húsnæðismálastofnunar, Teiknistofu landbúnaðarins og teiknistofu Húsameistara ríkisins. Þessar teiknistofur hins opinbera niðurgreiddu arkitektateikningar og skekktu samkeppni, svo ungir arkitektar sem vildu hasla sér völl um 1980 áttu erfitt uppdráttar. Arkitekt sem ekki laut höfði fyrir húsameistara ríkisins átti í grunninn enga möguleika. Þær örfáu teiknistofur sem þó voru sjálfstæðar tengdust flestar, ef ekk i allar, valdablokkum; flestar Framsókn og Sjálfstæðisflokki, embættis- og stjórnmálamönnum. Tengsl og klíka voru forsenda þess að reka teiknistofu. Valdamenn og fylgitungl þjöppuðu sér saman og létu aðrar klíkur að mestu í friði með sitt. Svokölluð helmingaskipti. Eftir að EES-samningurinn tók gildi 1994 breyttist allt, að sögn Hilmars. Skylda var að bjóða út verk á vegum hins opinbera. Klíkurnar misstu smám saman tökin á opinberum verkum. Nokkrum árum eftir gildistöku samningsins voru ríkisteiknistofurnar lagðar niður. Byggingarlistin varð betri – markaðurinn sanngjarnari. Þessi dæmisaga sýnir svart á hvítu ástæðu þess að afturhaldsöflin sakna gamla tímans. Þegar þau deildu og drottnuðu og réðu öllu um það hverjir fengu stóru dílana, hvort sem um var að ræða vöru eða þjónustu. Framtak hópsins sem fylkti sér á opnu Fréttablaðsins er mikilvægt. Stærstur hluti lífsgæða sem við teljum sjálfsögð er tilkominn vegna samskipta við umheiminn. Fátt hefur skipt meira máli í því en EES. Ekki þarf annað en að líta í kringum sig til að sjá það, hvort sem um ræðir úrval í matvöruverslunum eða snjallsímann í lófanum. Eitt er ljóst. Fortíðarþrá afturhaldsaflanna snýst um eitthvað allt annað en hagsmuni heildarinnar. Það má hins vegar ekki gleyma því að ungur arkitekt í sömu sporum í dag myndi einfaldlega kjósa með fótunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekki spila með framtíðina okkar,“ eru skilaboð 272 ungmenna sem keyptu auglýsingu í vikunni til stuðnings áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum sem af óskiljanlegum ástæðum er víða talaður niður um þessar mundir. Svo mjög, að þessum hópi ungs fólks blöskrar. Hópurinn segir umræðu um EES-samninginn undanfarið hafa verið knúna áfram af ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann. Þau segjast draga lærdóm af aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr ESB og forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, að ungt fólk hafi sofið á verðinum. Afleiðingarnar blasi við: Brexit og Trump. Þess vegna láti þau í sér heyra nú. Áhugaverða dæmisögu í þessu samhengi ritaði Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fyrir stuttu. Umfjöllunarefnið var hvernig EES-samningurinn breytti starfsumhverfi arkitekta. Þar segir Hilmar frá þeim veruleika sem blasti við þegar hann kom heim úr námi, ungur að árum. Á níunda áratugnum hafi verið hér starfandi örfáar sjálfstæðar arkitektastofur, við hlið ríkisteiknistofanna þriggja; teiknistofu Húsnæðismálastofnunar, Teiknistofu landbúnaðarins og teiknistofu Húsameistara ríkisins. Þessar teiknistofur hins opinbera niðurgreiddu arkitektateikningar og skekktu samkeppni, svo ungir arkitektar sem vildu hasla sér völl um 1980 áttu erfitt uppdráttar. Arkitekt sem ekki laut höfði fyrir húsameistara ríkisins átti í grunninn enga möguleika. Þær örfáu teiknistofur sem þó voru sjálfstæðar tengdust flestar, ef ekk i allar, valdablokkum; flestar Framsókn og Sjálfstæðisflokki, embættis- og stjórnmálamönnum. Tengsl og klíka voru forsenda þess að reka teiknistofu. Valdamenn og fylgitungl þjöppuðu sér saman og létu aðrar klíkur að mestu í friði með sitt. Svokölluð helmingaskipti. Eftir að EES-samningurinn tók gildi 1994 breyttist allt, að sögn Hilmars. Skylda var að bjóða út verk á vegum hins opinbera. Klíkurnar misstu smám saman tökin á opinberum verkum. Nokkrum árum eftir gildistöku samningsins voru ríkisteiknistofurnar lagðar niður. Byggingarlistin varð betri – markaðurinn sanngjarnari. Þessi dæmisaga sýnir svart á hvítu ástæðu þess að afturhaldsöflin sakna gamla tímans. Þegar þau deildu og drottnuðu og réðu öllu um það hverjir fengu stóru dílana, hvort sem um var að ræða vöru eða þjónustu. Framtak hópsins sem fylkti sér á opnu Fréttablaðsins er mikilvægt. Stærstur hluti lífsgæða sem við teljum sjálfsögð er tilkominn vegna samskipta við umheiminn. Fátt hefur skipt meira máli í því en EES. Ekki þarf annað en að líta í kringum sig til að sjá það, hvort sem um ræðir úrval í matvöruverslunum eða snjallsímann í lófanum. Eitt er ljóst. Fortíðarþrá afturhaldsaflanna snýst um eitthvað allt annað en hagsmuni heildarinnar. Það má hins vegar ekki gleyma því að ungur arkitekt í sömu sporum í dag myndi einfaldlega kjósa með fótunum.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun