Vill að Sólveig Anna skýri orð sín Baldur Guðmundsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 22. maí 2019 06:00 Halldór Benjamín segist ekki kippa sér upp við gífuryrði. Fréttablaðið/GVA Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Þetta kemur fram á vef Eflingar. Þetta hefur Efling gert „vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns“ eftir samþykkt kjarasamninganna. Þá sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við Ríkisútvarpið að SA ættu að láta sína félagsmenn vita að þetta væri með öllu ólíðandi. Að öðrum kosti væri aðeins það eitt í stöðunni að rifta samningum. Halldór segir í samtali við Fréttablaðið að honum þætti áhugavert ef Sólveig Anna myndi skýra orð sín, það er að segja gagnvart hverjum samningi væri rift og með hvaða hætti. „Að öðru leyti hafna ég þessum málatilbúnaði með öllu og stend við allt sem fram kemur í svarbréfi Samtaka atvinnulífsins. Ég er hættur að kippa mér upp við gífuryrði forystu Eflingar en vísa til þess að allt sem kemur fram í svarbréfinu stenst fullkomlega skoðun,“ segir Halldór. Þá segir Halldór að hann hafi komið þeim skilaboðum til Eflingar í gegnum fjölmiðla að það væri óþarfi að senda út fréttatilkynningar, nóg væri að hringja í framkvæmdastjóra SA og óska eftir fundi. Hann væri boðinn og búinn að ræða mistúlkanir á einstaka atriðum kjarasamnings. Að sama skapi sæi hann ekki hvert hlutverk Ríkissáttasemjara væri í þessu tilliti. Það stæði líka upp á formann Eflingar að útskýra það. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. 21. maí 2019 15:04 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Sjá meira
Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Þetta kemur fram á vef Eflingar. Þetta hefur Efling gert „vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns“ eftir samþykkt kjarasamninganna. Þá sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við Ríkisútvarpið að SA ættu að láta sína félagsmenn vita að þetta væri með öllu ólíðandi. Að öðrum kosti væri aðeins það eitt í stöðunni að rifta samningum. Halldór segir í samtali við Fréttablaðið að honum þætti áhugavert ef Sólveig Anna myndi skýra orð sín, það er að segja gagnvart hverjum samningi væri rift og með hvaða hætti. „Að öðru leyti hafna ég þessum málatilbúnaði með öllu og stend við allt sem fram kemur í svarbréfi Samtaka atvinnulífsins. Ég er hættur að kippa mér upp við gífuryrði forystu Eflingar en vísa til þess að allt sem kemur fram í svarbréfinu stenst fullkomlega skoðun,“ segir Halldór. Þá segir Halldór að hann hafi komið þeim skilaboðum til Eflingar í gegnum fjölmiðla að það væri óþarfi að senda út fréttatilkynningar, nóg væri að hringja í framkvæmdastjóra SA og óska eftir fundi. Hann væri boðinn og búinn að ræða mistúlkanir á einstaka atriðum kjarasamnings. Að sama skapi sæi hann ekki hvert hlutverk Ríkissáttasemjara væri í þessu tilliti. Það stæði líka upp á formann Eflingar að útskýra það.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. 21. maí 2019 15:04 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Sjá meira
Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. 21. maí 2019 15:04