Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna í viðræðum við Samtök atvinnulífsins liggja fyrir. Aðeins munaði rúmu einu prósenti á þeim sem sögðu já hjá Rafniðnarsambandi Íslands og þeim sem sögðu nei.
Alls hafa fimm félög í samfloti í viðræðunum, GRAFÍA, MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag hársnyrtinema samþykkt samninginn.
Samningurinn var samþykktur meðafgerandi hætti hjá öllum félögum, að undanskildu Rafniðnaðarsambandi þar sem 49 prósent kusu með samningnum en 47,6 prósent sögðu nei. 3,3 prósent tóku ekki afstöðu. Kjörsókn var 47,97 prósent en alls greiddu 1.173 af 3.571 félagsmanni atkvæði.
94,1 prósent þeirra sem kusu hjá Grafíu sögðu já, 90,2 prósent hjá Félagi hársnyrtineuma 78,8 prósent hjá Matvís og 70,76 hjá Félagi vélstjóra og málmæknimanna.
