Vara við því að fólk hlaði rafbíla í heimilistenglum að staðaldri Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 13:00 Hitamynd sem Jónas tók af tenglinum eftir að hann tók tvinnbílinn úr sambandi. Hitinn inni í tenglinum fór yfir sjötíu gráður. Jónas Hallgrímsson Afar algengt er að rafbílaeigendur hlaði bíla sína í venjulegum heimilistengjum þrátt fyrir að þau séu ekki hönnuð fyrir svo langa og mikla notkun. Sérfræðingur hjá Orku náttúrunnar segir dæmi um kviknað hafi í húsum erlendis af þessum sökum en svo alvarleg atvik hafi ekki átt sér stað á Íslandi. Rafbílaeign hefur færst í aukana á Íslandi á undanförnum árum. Ekki virðast þó allir eigendur rafbíla átta sig á að venjuleg heimilisrafmagnstengi eru ekki hönnuð til að hlaða orkufreka bílana. Hætta er á að tengin ofhitni og skemmist. Í verstu tilfellum getur skapast eldhætta af þeim. Jónas Hallgrímsson, rafvirkjameistari, tók á dögunum myndir með hitamyndavél af heimilistengli sem hann tengdi tvinnbíl sinn við í heimahúsi með millisnúru. Eftir að hann hafði tekið bílinn úr sambandi var hitinn inni í tenglinum yfir sjötíu gráður. „Aðalhitamyndunin er í tenglinum sjálfum. Ef hann er til dæmis inni í einangrun, frauðplasteinangrun eins og er algengt í húsum, eða timburvegg þá getur þú bara verið í stórhættu,“ segir Jónas við Vísi. Sjálfur segist hann hafa séð fólk stinga rafbíl í hleðslu inn um glugga í venjulegt fjöltengi þar sem önnur raftæki eins og fartölva og lampi eru fyrir í sambandi. Venjulegir heimilistenglar þola ekki langtímaálag yfir tíu amperum þó að þeir séu gefnir upp fyrir sextán amper. „Svona tengill dugar kannski fyrir þvottavél en svona stöðugt álag það bara gengur ekki,“ segir Jónas.Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hlaða hjá Orku náttúrunnar.Orka náttúrunnarNotar jafnmikla orku og öll hin raftækin til samans Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hlaða hjá Orku náttúrunnar, segir að tilfellið sem Jónas myndaði sé eins slæmt og það verður af hans reynslu að dæma. Hætta sé til staðar enda fari mikil orka á rafbíla. Dæmi séu þannig um að kviknað hafi í út frá heimilistenglum sem notaðir voru til að hlaða rafbíla erlendis. Eina dæmið sem hann þekki hérlendis hafi farið vel þar sem húsráðandi hafi áttað sig á því þegar lítill bruni kom upp í heimilistengli í geymslu. Þá hafi kviknað í tveimur bílum út frá framlengingarsnúrum á Grandanum í Reykjavík fyrr á þessu ári. Rafhlöður bílanna sluppu þó óskemmdar. Þetta sé ástæðan fyrir því að bæði Orka náttúrunnar og Veitur vari rafbílaeigendur við því að nota heimilistengla til að hlaða bíla sína og mæla með því að þeir noti þar til gerðar hleðslustöðvar. „Venjulegur tengill er ekki gerður fyrir svona langa notkun á svona miklu afli,“ segir Guðjón og bendir á að rafbíll noti jafnmikla orku og öll önnur raftæki á venjulegu heimili á mánuði. Engum dytti í hug að taka út alla orku heimilisins á einum tengli. Guðjón mælir með því að rafbílaeigendur fái fagmenn til að setja upp heimahleðslustöðvar svo allt sé rétt sett upp. Hann bendir á að í öllum nýrri íbúðum séu settir upp sérstakir rafmagnstenglar fyrir þvottavélar og þurrkara. „Þau taka svipað afl en bara í brotabrot af tímanum. Það þykir það öllum eðlilegt að fá rafvirkja til að leggja fyrir þvottavél og þurrkara þannig að manni finnst hitt ekki óeðlileg krafa að fá fagmann til að leggja fyrir stærsta raftækinu á heimilinu sem er bíllinn þinn,“ segir hann. Hann líkir því að hlaða í heimilistengli við það að keyra um á varadekki. „Það er ekki gert ráð fyrir að þú keyrir á því alla daga ársins. Þetta er bara svona ef manni vantar hleðslu einhvers staðar en ekki til daglegrar notkunar. Það er ekki ætlast til þess,“ segir Guðjón. Bílar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Afar algengt er að rafbílaeigendur hlaði bíla sína í venjulegum heimilistengjum þrátt fyrir að þau séu ekki hönnuð fyrir svo langa og mikla notkun. Sérfræðingur hjá Orku náttúrunnar segir dæmi um kviknað hafi í húsum erlendis af þessum sökum en svo alvarleg atvik hafi ekki átt sér stað á Íslandi. Rafbílaeign hefur færst í aukana á Íslandi á undanförnum árum. Ekki virðast þó allir eigendur rafbíla átta sig á að venjuleg heimilisrafmagnstengi eru ekki hönnuð til að hlaða orkufreka bílana. Hætta er á að tengin ofhitni og skemmist. Í verstu tilfellum getur skapast eldhætta af þeim. Jónas Hallgrímsson, rafvirkjameistari, tók á dögunum myndir með hitamyndavél af heimilistengli sem hann tengdi tvinnbíl sinn við í heimahúsi með millisnúru. Eftir að hann hafði tekið bílinn úr sambandi var hitinn inni í tenglinum yfir sjötíu gráður. „Aðalhitamyndunin er í tenglinum sjálfum. Ef hann er til dæmis inni í einangrun, frauðplasteinangrun eins og er algengt í húsum, eða timburvegg þá getur þú bara verið í stórhættu,“ segir Jónas við Vísi. Sjálfur segist hann hafa séð fólk stinga rafbíl í hleðslu inn um glugga í venjulegt fjöltengi þar sem önnur raftæki eins og fartölva og lampi eru fyrir í sambandi. Venjulegir heimilistenglar þola ekki langtímaálag yfir tíu amperum þó að þeir séu gefnir upp fyrir sextán amper. „Svona tengill dugar kannski fyrir þvottavél en svona stöðugt álag það bara gengur ekki,“ segir Jónas.Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hlaða hjá Orku náttúrunnar.Orka náttúrunnarNotar jafnmikla orku og öll hin raftækin til samans Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hlaða hjá Orku náttúrunnar, segir að tilfellið sem Jónas myndaði sé eins slæmt og það verður af hans reynslu að dæma. Hætta sé til staðar enda fari mikil orka á rafbíla. Dæmi séu þannig um að kviknað hafi í út frá heimilistenglum sem notaðir voru til að hlaða rafbíla erlendis. Eina dæmið sem hann þekki hérlendis hafi farið vel þar sem húsráðandi hafi áttað sig á því þegar lítill bruni kom upp í heimilistengli í geymslu. Þá hafi kviknað í tveimur bílum út frá framlengingarsnúrum á Grandanum í Reykjavík fyrr á þessu ári. Rafhlöður bílanna sluppu þó óskemmdar. Þetta sé ástæðan fyrir því að bæði Orka náttúrunnar og Veitur vari rafbílaeigendur við því að nota heimilistengla til að hlaða bíla sína og mæla með því að þeir noti þar til gerðar hleðslustöðvar. „Venjulegur tengill er ekki gerður fyrir svona langa notkun á svona miklu afli,“ segir Guðjón og bendir á að rafbíll noti jafnmikla orku og öll önnur raftæki á venjulegu heimili á mánuði. Engum dytti í hug að taka út alla orku heimilisins á einum tengli. Guðjón mælir með því að rafbílaeigendur fái fagmenn til að setja upp heimahleðslustöðvar svo allt sé rétt sett upp. Hann bendir á að í öllum nýrri íbúðum séu settir upp sérstakir rafmagnstenglar fyrir þvottavélar og þurrkara. „Þau taka svipað afl en bara í brotabrot af tímanum. Það þykir það öllum eðlilegt að fá rafvirkja til að leggja fyrir þvottavél og þurrkara þannig að manni finnst hitt ekki óeðlileg krafa að fá fagmann til að leggja fyrir stærsta raftækinu á heimilinu sem er bíllinn þinn,“ segir hann. Hann líkir því að hlaða í heimilistengli við það að keyra um á varadekki. „Það er ekki gert ráð fyrir að þú keyrir á því alla daga ársins. Þetta er bara svona ef manni vantar hleðslu einhvers staðar en ekki til daglegrar notkunar. Það er ekki ætlast til þess,“ segir Guðjón.
Bílar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira