Jón Axel við bandarísku blaðamennina: Pabbi spilaði á móti Dirk Nowitzki þegar hann var 17 ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 10:30 Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson háskólaliðinu. Getty/ Lance King Jón Axel Guðmundsson hitti blaðamenn eftir æfingu með Sacramento Kings og félagið sýndi viðtalið við íslenska bakvörðinn á samfélagsmiðlum sínum. Jón Axel Guðmundsson æfði hjá Sacramento Kings í gær en hann er að kynna sig fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar sem fer fram 20. júní næstkomandi. Jón Axel er 22 ára gamall og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Davidson háskólaliðinu en Steph Curry spilaði einnig með þeim skóla. Jón Axel var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jón Axel."It's a wonderful opportunity."@DavidsonMBB's Jon Axel Gudmundsson on his approach during today's workout pic.twitter.com/izOcyJZQ9y — Sacramento Kings (@SacramentoKings) May 20, 2019„Mér finnst ég vera leikmaður sem getur gert allt. Ég get skorað ef þörf er á því en ég get líka gefið boltann. Ég er tilbúinn að leggja mig fram í öllu sem ég geri og hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Jón Axel. Hann var einnig spurður út í það hvernig hann byrjaði í körfubolta á Íslandi. „Foreldrar mínir spiluðu bæði körfubolta og pabbi minn var atvinnumaður í Þýskalandi. Hann spilaði meðal annars á móti Dirk Nowitzki þegar hann var sautján ára. Körfuboltinn kemur frá foreldrum mínum,“ sagði Jón Axel. Foreldrar hans eru Guðmundur Bragason og Stefanía Sigríður Jónsdóttir sem bæði léku A-landsleiki fyrir Íslands. Stefanía Sigríður lék sex landsleiki og Guðmundur er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 170 leiki fyrir A-landslið karla. Jón Axel sagði hafa fylgst vel með liði Sacramento Kings enda hefur hann haft lengi áhuga á NBA-deildinni. „Mér finnst Kings-liðið vera lið á uppleið og ég held að þeir verði í úrslitakeppninni á næsta tímabili. Það er björt framtíð hjá félaginu,“ sagði Jón Axel en það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson hitti blaðamenn eftir æfingu með Sacramento Kings og félagið sýndi viðtalið við íslenska bakvörðinn á samfélagsmiðlum sínum. Jón Axel Guðmundsson æfði hjá Sacramento Kings í gær en hann er að kynna sig fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar sem fer fram 20. júní næstkomandi. Jón Axel er 22 ára gamall og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Davidson háskólaliðinu en Steph Curry spilaði einnig með þeim skóla. Jón Axel var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á sínu þriðja tímabili með liðinu. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jón Axel."It's a wonderful opportunity."@DavidsonMBB's Jon Axel Gudmundsson on his approach during today's workout pic.twitter.com/izOcyJZQ9y — Sacramento Kings (@SacramentoKings) May 20, 2019„Mér finnst ég vera leikmaður sem getur gert allt. Ég get skorað ef þörf er á því en ég get líka gefið boltann. Ég er tilbúinn að leggja mig fram í öllu sem ég geri og hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Jón Axel. Hann var einnig spurður út í það hvernig hann byrjaði í körfubolta á Íslandi. „Foreldrar mínir spiluðu bæði körfubolta og pabbi minn var atvinnumaður í Þýskalandi. Hann spilaði meðal annars á móti Dirk Nowitzki þegar hann var sautján ára. Körfuboltinn kemur frá foreldrum mínum,“ sagði Jón Axel. Foreldrar hans eru Guðmundur Bragason og Stefanía Sigríður Jónsdóttir sem bæði léku A-landsleiki fyrir Íslands. Stefanía Sigríður lék sex landsleiki og Guðmundur er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 170 leiki fyrir A-landslið karla. Jón Axel sagði hafa fylgst vel með liði Sacramento Kings enda hefur hann haft lengi áhuga á NBA-deildinni. „Mér finnst Kings-liðið vera lið á uppleið og ég held að þeir verði í úrslitakeppninni á næsta tímabili. Það er björt framtíð hjá félaginu,“ sagði Jón Axel en það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira