Stephen Curry og Draymond Green buðu upp á sögulega frammistöðu en þetta var í fyrsta sinn sem tveir liðsfélagar ná þrennu í sama leiknum í úrslitakeppni NBA.
Stephen Curry var með 37 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Draymond Green skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 17 stig.
20 PTS | 13 REB | 12 AST
18 PTS | 14 REB | 11 AST
The BEST PLAYS from @Money23Green's back-to-back triple-doubles in the @warriors Game 3 and Game 4 victories! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/vkb4og48cU
— NBA (@NBA) May 21, 2019
Golden State þurfti virkilega á þeim Curry og Green að halda þar sem liðið var án þeirra Kevin Durant, Andre Iguodala og DeMarcus Cousins sem allir hafa meiðst í úrslitakeppninni.
Golden State ætti að fá góðan tíma til að safna kröftum og ná sér heilum fyrir lokaúrslitin um titilinn. Staðan í hinu einvíginu í Austurdeildinni er 2-1 fyrir Milwaukee Bucks á móti Toronto Raptors en fjórði leikurinn er í nótt.
Lokaúrslitin byrja ekki fyrr en eftir níu daga eða 30. maí. Eitt er víst að þá byrjar Golden State á útivelli þar sem Milwaukee Bucks og Toronto Raptors voru bæði með betra sigurhlutfall í deildinni í vetur.
the best buckets down the stretch as the @warriors top POR to advance to their 5th consecutive #NBAFinals presented by YouTube TV! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/Ryr28HYA3L
— NBA (@NBA) May 21, 2019
Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Golden State vinnur upp gott forskot Portland. Að þessu sinni komst Trail Blazers liðið sautján stigum yfir en var mest 18 stigum yfir í leik þrjú og mest sautján stigum yfir í leik tvö.
„Við höfum verið hér áður og við höfum séð allt, upplifað allt sem hægt er að ímynda sér. Við notfærðum okkur þá reynslu,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn.
"Everybody stepped up..."@StephenCurry30 speaks on the @warriors team effort in the Game 4 OT win! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/EhFDH6babv
— NBA (@NBA) May 21, 2019
Golden State er fyrsta NBA-liðið sem kemst í lokaúrslitin fimm ár í röð síðan að Boston Celtics fór tíu ár í röð alla leið frá 1957 til 1966.
Damian Lillard var með 28 stig og 12 stoðsendingar fyrir Portland Trail Blazers en það var ekki nóg. Meyers Leonard var síðan með 30 stig og 12 fráköst.
The #GLeagueAlum duo of Kevon Looney & Alfonzo McKinnie made key contributions in the Game 4 win, helping the @warriors secure their 5th straight trip to the #NBAFinals! @Loon_Rebel5: 12 PTS, 14 REB@_Alvo_: 12 PTS, 2 REB#NBAPlayoffspic.twitter.com/hSK1AVeXCF
— NBA G League (@nbagleague) May 21, 2019
The @warriors are presented their 5th straight Western Conference Finals trophy! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/VdcBrIetpf
— NBA (@NBA) May 21, 2019