ADHD með útgáfutónleika Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 21. maí 2019 07:00 Hljómsveitin hefur verið starfandi í áratug en hefur mest spilað erlendis síðustu ár. Mynd/Spessi Hjómsveitin ADHD er með tónleika á Akureyri og í Reyjavík í lok vikunnar. Þeir hafa mest spilað erlendis síðustu ár. Hljómsveitin varð til á djass- og blúshátíð fyrir tíu árum. Hljómsveitin ADHD er skipuð þeim Magnúsi Trygvasyni Eliassen, Tómasi Jónssyni og bræðrunum Óskari og Ómari Guðjónssonum. Hljómsveitin hefur spilað út um allan heim og er tónlistin sem þeir spila tilraunakennd. Þeir eru með tónleika í tilefni af útgáfu sjöundu plötu þeirra sem ber einfaldlega heitið ADHD 7. Tónleikarnir verða á Græna hattinum á Akureyri þann 23. maí og 24. maí í Kaldalóni í Hörpu. Fréttablaðið náði tali af Óskari Guðjónssyni, saxófónleikara sveitarinnar.Lengst farið til Tyrklands „Jú, jú, það stendur vel á mér. Ég er bara með kattarsandsskófluna í hendinni en legg hana þá bara frá mér,“ svarar Óskar hlæjandi. Hann segir að hljómsveitarmeðlimir séu spenntir fyrir því að halda tónleika hérlendis. Hér sé ekki eins stór markaður fyrir djassskotna tónlist án söngs, eins og í mörgum öðrum löndum Evrópu. „Við höfum lítið spilað á Íslandi síðustu ár. Kannski einu til tvisvar sinnum á ári, alveg skammarlega lítið. Það vildi bara svo til að það var þýsk bókunarskrifstofa sem hafði mikinn áhuga á okkur fyrir tæplega sjö árum. Því höfum við spilað mest erlendis síðan þá, í Þýskalandi og Norður-Evrópu.“ Óskar segir að svæðið sem þeir spili mest á sé þó að stækka. „Áhuginn er að aukast í Skandinavíu. Við förum til dæmis tvisvar til Noregs í þessum mánuði. Lengsta sem við höfum farið er líklega til Tyrklands.“Ekki hefðbundinn djass ADHD var stofnuð árið 2009 þegar meðlimir sveitarinnar spiluðu saman á djass- og blúshátíð á Höfn í Hornafirði. „Út frá þeim tónleikum varð hljómsveitin til. Það er samt ekki hægt að staðsetja endilega þá tónlistarstefnu sem við tilheyrum. Við erum svolítið úti um allt en erum þó mikið í að spinna þegar við spilum sem er auðvitað mjög tengt djassinum. Við spilum í hinum ýmsu stílum, þetta er ekki mikið þessi hefðbundni ,,svingandi“ djass,“ segir Óskar. Hann segir sjálfan sig eflaust verst til þess fallinn að skilgreina nákvæmlega stílinn. „Það verður einhver annar utanaðkomandi að taka það að sér.“Þýska skipulagið reynist vel Allir hafa meðlimirnir verið áberandi í íslensku músíksenunni og vafalaust hægt að kalla þá alla kanónur, hvort sem það er bara í djassinum eða á heildina litið. Óskar segir þeim þó hafa gengið þokkalega vel að púsla saman dagskrá meðlimanna. „Við erum allir mjög virkir músíkantar. Svo er auðvitað ákveðinn kostur að mest af því sem við spilum erlendis sé í gegnum þýsku bókunarskrifstofuna. Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir, bókaðir tónleikar erlendis eru oft komnir á hreint rúmu ári áður. Það getur reynst mjög þægilegt.“ Hann segir Íslendingana vera að lagast með þetta og byrjaðir að bóka lengra fram í tímann. „En við erum allir með sveitina ofarlega á okkar dagskrárplönum líka.“Flæðið skiptir mestu Óskar segist engan veginn viss um hvaða efni, né af hvaða plötum, sveitin taki á tónleikunum. „Þegar kemur að okkur er engin leið að fullyrða um hvað verður á boðstólum. Við förum flestir upp á svið kannski með einhverja hugmynd um hvað við munum taka en það er aldrei fullmótað. Við erum svo mikið í spuna og spilum jafnóðum það sem liggur vel við.“ Hann segir flæðið hjá þeim skipta mestu. Hver meðlimur byrjar að spila lag sem hann vill taka og hinir fylgja með. „Einhver er kannski fljótastur að byrja á lagi, hinir svo bara fylgja. Svo er einhver annar fyrstur næst og svo koll af kolli. Þannig verður þetta að einhverjum hrærigraut, við stoppum helst aldrei á milli. Reynum að fljóta úr einu lagi í annað með spunaköflum á milli.“Engir tónleikar eins Óskar segir að því séu engir tónleikar sveitarinnar alveg eins. „Heildarútkoman breytist oft og við erum stöðugt að þróast og spila sömu lögin á öðruvísi máta. Við gefum okkur mikið frelsi til að spila bæði inn á áhorfendur og líka bara okkur sjálfa, hvað okkur langar að spila og hvernig hverju sinni.“ Hann segir salinn sjálfan hafa mikil áhrif. „Hljóðfærin sjálf geta hljómað svo ólíkt frá einum sal til annars. Ég er viss um að það hefur töluvert mikil áhrif á útkomuna og hvað við spilum. Samspilið getur þá líka breyst mikið eftir því hvar þú ert að spila,“ segir Óskar og bætir svo við að lokum: „Það er gefandi fyrir okkur sem tónlistarmenn að takast á við þetta, vinna saman og svo höfum við spilað saman fleiri en 100 tónleika. Svo þetta verður alltaf skemmtilegt og við vonumst bara til að sjá sem flesta á tónleikunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Hjómsveitin ADHD er með tónleika á Akureyri og í Reyjavík í lok vikunnar. Þeir hafa mest spilað erlendis síðustu ár. Hljómsveitin varð til á djass- og blúshátíð fyrir tíu árum. Hljómsveitin ADHD er skipuð þeim Magnúsi Trygvasyni Eliassen, Tómasi Jónssyni og bræðrunum Óskari og Ómari Guðjónssonum. Hljómsveitin hefur spilað út um allan heim og er tónlistin sem þeir spila tilraunakennd. Þeir eru með tónleika í tilefni af útgáfu sjöundu plötu þeirra sem ber einfaldlega heitið ADHD 7. Tónleikarnir verða á Græna hattinum á Akureyri þann 23. maí og 24. maí í Kaldalóni í Hörpu. Fréttablaðið náði tali af Óskari Guðjónssyni, saxófónleikara sveitarinnar.Lengst farið til Tyrklands „Jú, jú, það stendur vel á mér. Ég er bara með kattarsandsskófluna í hendinni en legg hana þá bara frá mér,“ svarar Óskar hlæjandi. Hann segir að hljómsveitarmeðlimir séu spenntir fyrir því að halda tónleika hérlendis. Hér sé ekki eins stór markaður fyrir djassskotna tónlist án söngs, eins og í mörgum öðrum löndum Evrópu. „Við höfum lítið spilað á Íslandi síðustu ár. Kannski einu til tvisvar sinnum á ári, alveg skammarlega lítið. Það vildi bara svo til að það var þýsk bókunarskrifstofa sem hafði mikinn áhuga á okkur fyrir tæplega sjö árum. Því höfum við spilað mest erlendis síðan þá, í Þýskalandi og Norður-Evrópu.“ Óskar segir að svæðið sem þeir spili mest á sé þó að stækka. „Áhuginn er að aukast í Skandinavíu. Við förum til dæmis tvisvar til Noregs í þessum mánuði. Lengsta sem við höfum farið er líklega til Tyrklands.“Ekki hefðbundinn djass ADHD var stofnuð árið 2009 þegar meðlimir sveitarinnar spiluðu saman á djass- og blúshátíð á Höfn í Hornafirði. „Út frá þeim tónleikum varð hljómsveitin til. Það er samt ekki hægt að staðsetja endilega þá tónlistarstefnu sem við tilheyrum. Við erum svolítið úti um allt en erum þó mikið í að spinna þegar við spilum sem er auðvitað mjög tengt djassinum. Við spilum í hinum ýmsu stílum, þetta er ekki mikið þessi hefðbundni ,,svingandi“ djass,“ segir Óskar. Hann segir sjálfan sig eflaust verst til þess fallinn að skilgreina nákvæmlega stílinn. „Það verður einhver annar utanaðkomandi að taka það að sér.“Þýska skipulagið reynist vel Allir hafa meðlimirnir verið áberandi í íslensku músíksenunni og vafalaust hægt að kalla þá alla kanónur, hvort sem það er bara í djassinum eða á heildina litið. Óskar segir þeim þó hafa gengið þokkalega vel að púsla saman dagskrá meðlimanna. „Við erum allir mjög virkir músíkantar. Svo er auðvitað ákveðinn kostur að mest af því sem við spilum erlendis sé í gegnum þýsku bókunarskrifstofuna. Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir, bókaðir tónleikar erlendis eru oft komnir á hreint rúmu ári áður. Það getur reynst mjög þægilegt.“ Hann segir Íslendingana vera að lagast með þetta og byrjaðir að bóka lengra fram í tímann. „En við erum allir með sveitina ofarlega á okkar dagskrárplönum líka.“Flæðið skiptir mestu Óskar segist engan veginn viss um hvaða efni, né af hvaða plötum, sveitin taki á tónleikunum. „Þegar kemur að okkur er engin leið að fullyrða um hvað verður á boðstólum. Við förum flestir upp á svið kannski með einhverja hugmynd um hvað við munum taka en það er aldrei fullmótað. Við erum svo mikið í spuna og spilum jafnóðum það sem liggur vel við.“ Hann segir flæðið hjá þeim skipta mestu. Hver meðlimur byrjar að spila lag sem hann vill taka og hinir fylgja með. „Einhver er kannski fljótastur að byrja á lagi, hinir svo bara fylgja. Svo er einhver annar fyrstur næst og svo koll af kolli. Þannig verður þetta að einhverjum hrærigraut, við stoppum helst aldrei á milli. Reynum að fljóta úr einu lagi í annað með spunaköflum á milli.“Engir tónleikar eins Óskar segir að því séu engir tónleikar sveitarinnar alveg eins. „Heildarútkoman breytist oft og við erum stöðugt að þróast og spila sömu lögin á öðruvísi máta. Við gefum okkur mikið frelsi til að spila bæði inn á áhorfendur og líka bara okkur sjálfa, hvað okkur langar að spila og hvernig hverju sinni.“ Hann segir salinn sjálfan hafa mikil áhrif. „Hljóðfærin sjálf geta hljómað svo ólíkt frá einum sal til annars. Ég er viss um að það hefur töluvert mikil áhrif á útkomuna og hvað við spilum. Samspilið getur þá líka breyst mikið eftir því hvar þú ert að spila,“ segir Óskar og bætir svo við að lokum: „Það er gefandi fyrir okkur sem tónlistarmenn að takast á við þetta, vinna saman og svo höfum við spilað saman fleiri en 100 tónleika. Svo þetta verður alltaf skemmtilegt og við vonumst bara til að sjá sem flesta á tónleikunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira