Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2019 19:00 Félag íslenskra leikara fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. Vísir greindi ítarlega frá ólgu milli formanns Félags íslenskra leikara og þjóðleikhússtjóra í dag. Vandinn hófst fyrir alvöru í febrúar á síðasta ári við undirritun kjarasamninga leikara Þjóðleikshússins. „Við undirritun samninga í fyrra þó tókumst við Birna Hafstein formaður FÍL í hendur og hún vildi faðma mig, ég braut faðmlagið og ég sá að hún tók þetta nærri sér. Ég fór því til hennar og bað hana afsökunar og hún tók við afsökunarbeiðninni og ég gerði ráð fyrir að málinu væri lokið,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Greinir á um hvort Birna hafi hrasað Aðspurður um hvort Birna hafi hrasað við þetta kveðst Ari svo ekki hafa verið. Birna Hafstein segist hins vegar hafa hrasað og framkoma Ara hafi staðfest margar kvartanir sem hún hafi fengið vegna skapbresta hans. „Þjóðleikhússtjóri greinilega missti stjórn á skapi sínu og stjakaði harkalega við mér og þá blasti við mér að það rýmaði við allar þær kvartanir sem mér höfðu borist gegnum tíðina,“ segir Birna. Stjórn félags íslenskra leikara og sviðslistafólks sendi bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins í kjölfarið vegna framkomu þjóðleikhússtjóra við listamenn og formanninn. Birna Hafstein segir að málið hafi reynst sér afar erfitt persónulega. „Núna er ég búin að verða fyrir árásum í næstum eitt og hálft ár, nokkuð sem ég kalla ofbeldi og ég sætti mig hvorki við að verða fyrir því sjálf né að félagsmenn FÍL verði fyrir slíku,“ segir Birna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug. Segist lítið vita um kvartanirnar „Í sjálfu sér veit ég ekkert um þessar kvartanir annað en mér hefur verið sagt en ég veit að þær voru teknar fyrir og þeim var vísað frá,“ segir Ari. Ari bendir jafnframt á að starfsánægjukönnun leikhússins hafi komið afar vel út og deildarstjórar hafi sent stuðningsyfirlýsingu til mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Það er annað hljóð í strokkunum hjá FÍL en eftir fjölmennan fund hjá Félagi íslenskra leikara í síðustu viku var ákveðið að senda ráðuneytinu nýtt erindi þar sem óskað er eftir fagfólki í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið og var það sent út í dag. „Það hlýtur að vera kominn tími á að yfirvöld taki á þessum málum af einhverri festu og fái þarna inn fagfólk í mannauðsmálum,“ segir Birna Hafstein. Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra kvaðst ekki tjá sig um málið í ljósi þess að embætti þjóðleikhússtjóra hefur nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningaferli þess. Leikhús Menning Stjórnsýsla Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Félag íslenskra leikara fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. Vísir greindi ítarlega frá ólgu milli formanns Félags íslenskra leikara og þjóðleikhússtjóra í dag. Vandinn hófst fyrir alvöru í febrúar á síðasta ári við undirritun kjarasamninga leikara Þjóðleikshússins. „Við undirritun samninga í fyrra þó tókumst við Birna Hafstein formaður FÍL í hendur og hún vildi faðma mig, ég braut faðmlagið og ég sá að hún tók þetta nærri sér. Ég fór því til hennar og bað hana afsökunar og hún tók við afsökunarbeiðninni og ég gerði ráð fyrir að málinu væri lokið,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Greinir á um hvort Birna hafi hrasað Aðspurður um hvort Birna hafi hrasað við þetta kveðst Ari svo ekki hafa verið. Birna Hafstein segist hins vegar hafa hrasað og framkoma Ara hafi staðfest margar kvartanir sem hún hafi fengið vegna skapbresta hans. „Þjóðleikhússtjóri greinilega missti stjórn á skapi sínu og stjakaði harkalega við mér og þá blasti við mér að það rýmaði við allar þær kvartanir sem mér höfðu borist gegnum tíðina,“ segir Birna. Stjórn félags íslenskra leikara og sviðslistafólks sendi bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins í kjölfarið vegna framkomu þjóðleikhússtjóra við listamenn og formanninn. Birna Hafstein segir að málið hafi reynst sér afar erfitt persónulega. „Núna er ég búin að verða fyrir árásum í næstum eitt og hálft ár, nokkuð sem ég kalla ofbeldi og ég sætti mig hvorki við að verða fyrir því sjálf né að félagsmenn FÍL verði fyrir slíku,“ segir Birna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug. Segist lítið vita um kvartanirnar „Í sjálfu sér veit ég ekkert um þessar kvartanir annað en mér hefur verið sagt en ég veit að þær voru teknar fyrir og þeim var vísað frá,“ segir Ari. Ari bendir jafnframt á að starfsánægjukönnun leikhússins hafi komið afar vel út og deildarstjórar hafi sent stuðningsyfirlýsingu til mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Það er annað hljóð í strokkunum hjá FÍL en eftir fjölmennan fund hjá Félagi íslenskra leikara í síðustu viku var ákveðið að senda ráðuneytinu nýtt erindi þar sem óskað er eftir fagfólki í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið og var það sent út í dag. „Það hlýtur að vera kominn tími á að yfirvöld taki á þessum málum af einhverri festu og fái þarna inn fagfólk í mannauðsmálum,“ segir Birna Hafstein. Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra kvaðst ekki tjá sig um málið í ljósi þess að embætti þjóðleikhússtjóra hefur nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningaferli þess.
Leikhús Menning Stjórnsýsla Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira