Dómari í Bólivíu lést í þunna loftinu á Municipal Stadium í El Alto en völlurinn er í 3.900 metra hæð yfir sjávarmáli.
Það var á 47. mínútu leiksins sem Victor Hugo Hurtado féll til jarðar. Hann fékk þá hjartaáfall og fékk svo annað hjartaáfall er hann var á leið á sjúkrahús. Hið seinna banaði honum.
Eftir talsverða íhugun var ákveðið að halda áfram að spila leikinn sem var á milli Always Ready og Oriente Petrolero.
Það var markalaust er dómarinn féll til jarðar en áfallið með dómarann fór verr í leikmenn Petrolero sem voru annars hugar það sem eftir lifði leiks en hinir voru tilbúnir að halda áfram og unnu 5-0.
