Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 07:45 John Oliver varði rúmlega einni og hálfri mínútu af þætti sínum í gærkvöld til að ræða Hatara. Skjáskot Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. Háðfuglinn John Oliver, sem stýrir hinum vinsæla Last Week Tonight, gerði sér þannig mat úr framgöngu Hatara í þætti sínum í gærkvöldi. Eftir upptalningu á mörgum af áhugaverðari atriðum keppninnar, til að mynda lýsti Oliver ástralska keppandanum sem „Elsu úr Frozen á priki,“ sagði þáttastjórnandinn að ekkert atriði hefði þó verið jafn sláandi og hið íslenska - „sem tók allt aðra stefnu.“ Því næst spilaði hann brot úr laginu, við mikla kátínu áhorfenda. „Indælt! Loksins erum við komin með svarið við spurningunni: „Hvað myndi gerast ef þú myndir dreifa englaryki yfir sýningu hjá Chris Angel,“ sagði Oliver og vísaði þar til bandarísks töframanns.Þá greindi Oliver frá því að Hatari hefði farið á svig við reglur keppninnar, sem banna pólitískan áróður, og setti það í samhengi við fyrirætlanir Hatara um að knésetja kapítalismann. „Ef þú spyrð þig hvers vegna þau telja sig hæf til að ræða alþjóðastjórnmál, þá er það raunar í ættinni,“ sagði Oliver og vísaði þar til þess að Einar Hrafn Stefánsson, trommari sveitarinnar, er sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Eftir að hafa spilað brot úr „viðtali“ Good Morning Britain við Einar, sem tekið var á ströndinni í Tel Aviv á dögunum, sagði Oliver og lauk þannig innslagi sínu um Hatara: „Vá, þið gætuð verið að hugsa með ykkur að þetta sé vandræðalegasta barn stjórnmálamanns sem þið hafið nokkurn tímann séð. Leyfið mér þá að minna ykkur á tilvist Meghan McCain.“ Athygli vekur að John Oliver minntist ekki einu orði á palestínska fánann sem Hatari dró fram á úrslitakvöldinu, sem ætla má að hafi vakið hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla um helgina. Hér að ofan má sjá brotið með Hatara úr þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum. Eurovision Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. Háðfuglinn John Oliver, sem stýrir hinum vinsæla Last Week Tonight, gerði sér þannig mat úr framgöngu Hatara í þætti sínum í gærkvöldi. Eftir upptalningu á mörgum af áhugaverðari atriðum keppninnar, til að mynda lýsti Oliver ástralska keppandanum sem „Elsu úr Frozen á priki,“ sagði þáttastjórnandinn að ekkert atriði hefði þó verið jafn sláandi og hið íslenska - „sem tók allt aðra stefnu.“ Því næst spilaði hann brot úr laginu, við mikla kátínu áhorfenda. „Indælt! Loksins erum við komin með svarið við spurningunni: „Hvað myndi gerast ef þú myndir dreifa englaryki yfir sýningu hjá Chris Angel,“ sagði Oliver og vísaði þar til bandarísks töframanns.Þá greindi Oliver frá því að Hatari hefði farið á svig við reglur keppninnar, sem banna pólitískan áróður, og setti það í samhengi við fyrirætlanir Hatara um að knésetja kapítalismann. „Ef þú spyrð þig hvers vegna þau telja sig hæf til að ræða alþjóðastjórnmál, þá er það raunar í ættinni,“ sagði Oliver og vísaði þar til þess að Einar Hrafn Stefánsson, trommari sveitarinnar, er sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Eftir að hafa spilað brot úr „viðtali“ Good Morning Britain við Einar, sem tekið var á ströndinni í Tel Aviv á dögunum, sagði Oliver og lauk þannig innslagi sínu um Hatara: „Vá, þið gætuð verið að hugsa með ykkur að þetta sé vandræðalegasta barn stjórnmálamanns sem þið hafið nokkurn tímann séð. Leyfið mér þá að minna ykkur á tilvist Meghan McCain.“ Athygli vekur að John Oliver minntist ekki einu orði á palestínska fánann sem Hatari dró fram á úrslitakvöldinu, sem ætla má að hafi vakið hvað mesta athygli erlendra fjölmiðla um helgina. Hér að ofan má sjá brotið með Hatara úr þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum.
Eurovision Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37
Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00