Saka fulltrúa Miðflokks um brask á bæjarstjórnarfundi Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2019 06:00 Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Áfram Árborg og Samfylkingin mynda meirihluta í Árborg. Fréttablaðið/Eyþór Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg, saka Tómas Ellert Tómasson, fulltrúa Miðflokksins, um að hafa staðið í lóðabraski þegar fyrirtæki fékk úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Fulltrúar allra annarra flokka vilja að Samband sveitarfélaga úrskurði hvort Sjálfstæðismennirnir hafi farið á svig við siðareglur. Forsaga málsins er sú að Sjálfstæðismennirnir telja að fyrirtæki í eigu Tómasar Ellerts hafi fengið atvinnuhúsnæðislóð í Álalæk í Árborg á síðasta kjörtímabili. „Hann fékk þessa lóð og gerði ekkert við hana og seldi síðan og græddi peninga á því, Við erum ekki tilbúnir til að draga þessi ummæli til baka,“ segir Ari. Eggert Valur Guðmundsson er formaður bæjarráðs í meirihluta Árborgar. Hann segir ummæli um lóðabrask vera ósannindi. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar„Við vildum að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Það var dapurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Eggert Valur en á síðasta fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn sem sýndu að Tómas Ellert átti engan hlut í því fyrirtæki sem fékk umrædda lóð. „Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt,“ segir Eggert Valur. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar er það talið eðlilegt að samband sveitarfélaga kanni hvort ummæli bæjarfulltrúanna hafi brotið í bága við siðareglur. „Það er alveg ljóst að gögnin sem voru lögð fram sýna að hann átti ekki umrætt fyrirtæki og því ekki hægt að saka hann um að vera í lóðabraski.“ Ari Björn Thorarensen segist standa við orð sín. „Við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili og þar kom það skýrt fram að hann hafi verið að sækjast eftir lóð. Við gætum átt tölvupósta því til staðfestingar.“ Sjálfstæðisflokkurinn var í síðustu bæjarstjórn með hreinan meirihluta; fimm bæjarfulltrúa af níu. Meirihlutinn féll hins vegar í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Nú eru í meirihluta Áfram Árborg, Framsókn, Miðflokkur og Samfylkingin. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg, saka Tómas Ellert Tómasson, fulltrúa Miðflokksins, um að hafa staðið í lóðabraski þegar fyrirtæki fékk úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Fulltrúar allra annarra flokka vilja að Samband sveitarfélaga úrskurði hvort Sjálfstæðismennirnir hafi farið á svig við siðareglur. Forsaga málsins er sú að Sjálfstæðismennirnir telja að fyrirtæki í eigu Tómasar Ellerts hafi fengið atvinnuhúsnæðislóð í Álalæk í Árborg á síðasta kjörtímabili. „Hann fékk þessa lóð og gerði ekkert við hana og seldi síðan og græddi peninga á því, Við erum ekki tilbúnir til að draga þessi ummæli til baka,“ segir Ari. Eggert Valur Guðmundsson er formaður bæjarráðs í meirihluta Árborgar. Hann segir ummæli um lóðabrask vera ósannindi. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar„Við vildum að þeir myndu draga þessi orð til baka en þeir höfðu ekki áhuga á því. Það var dapurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Eggert Valur en á síðasta fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn sem sýndu að Tómas Ellert átti engan hlut í því fyrirtæki sem fékk umrædda lóð. „Það er alveg ljóst að kjörnum fulltrúum ber að haga störfum sínum og orðræðu í samræmi við settar siðareglur sem þessir bæjarfulltrúar hafa skrifað undir og samþykkt,“ segir Eggert Valur. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar er það talið eðlilegt að samband sveitarfélaga kanni hvort ummæli bæjarfulltrúanna hafi brotið í bága við siðareglur. „Það er alveg ljóst að gögnin sem voru lögð fram sýna að hann átti ekki umrætt fyrirtæki og því ekki hægt að saka hann um að vera í lóðabraski.“ Ari Björn Thorarensen segist standa við orð sín. „Við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili og þar kom það skýrt fram að hann hafi verið að sækjast eftir lóð. Við gætum átt tölvupósta því til staðfestingar.“ Sjálfstæðisflokkurinn var í síðustu bæjarstjórn með hreinan meirihluta; fimm bæjarfulltrúa af níu. Meirihlutinn féll hins vegar í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018. Nú eru í meirihluta Áfram Árborg, Framsókn, Miðflokkur og Samfylkingin.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira