Halda börnum í yfirfullum skýlum lengur en lög gera ráð fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 10:31 Stríður straumur fólks hefur legið yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Hópur rúmlega þúsund manns var stöðvaður í El Paso í lok þessa mánaðar. AP/Landamæraeftirlit Bandaríkjanna Bandarísk innflytjendayfirvöld halda hundruðum barna sem hafa komið ein yfir landamærin að Mexíkó í yfirfullum skýlum meira en tvöfalt lengur en lög heimila. Sex börn hafa látist í haldi bandarískra alríkisyfirvalda frá því í september. Lög gera ráð fyrir að eftir að bandarískir landamæraverðir taka á móti bönum sem koma án forráðamanna yfir landamærin eigi að senda þau í umsjón heilbrigðisyfirvalda innan 72 klukkustunda. Þau reka skýli sem eru talin barnvænni en þau sem landamæraeftirlitið heldur úti. Gríðarlegur straumur flóttafólks frá Mið-Ameríku undanfarna mánuði og skriffinnska opinberra stofnana hefur þýtt að óafgreidd mál hafa hrannast upp. Washington Post segir að samkvæmt gögnum sem blaðið hefur undir höndum sé stór hluti þeirra um tvö þúsund barna sem komu ein yfir landamærin og eru í haldi landamæraeftirlitsins sitji í yfirfullum skýlum lengur en lögin heimila. Þeirra á meðal séu börn tólf ára eða yngri. Einn heimildarmaður blaðsins segir að um þúsund börn hafi verið í skýlunum lengur en þrjá sólahringa. Annar segir að fleiri en 250 börn tólf ára eða yngri hafi verið í haldi í sex daga að meðaltali. Sérfræðingar segja að börn séu sérstaklega viðkvæm fyrir því að vera haldið við aðstæður sem þessar. Vistin þar sé þeim andlegt áfall. Mörg þeirra upplifi síðar martraðir og endurlit um dvölina í skýlunum.Frá skýli fyrir unglinga sem hafa komið án fylgdar til Bandaríkjanna á Flórída.Vísir/GettySkýlin ekki byggð fyrir langtímavistun Að meðaltali hefur tugum þúsunda barna verið haldið í fjóra sólahringa að meðaltali undanfarna mánuði. Í sumum tilfellum séu allt að tvöfalt fleiri börn í skýlunum en þeim var ætlað að hýsa. Dæmi séu um að börn sofi á mottum á gólfinu. „Aðstaðan okkar er ekki byggð fyrir langtímavistun og hún er sannarlega ekki byggð til að hýsa börn í langan tíma,“ segir embættismaður landamæraeftirlitsins við Washington Post. Heilbrigðisyfirvöld segja að þau viti af um tvö þúsund börnum sem séu í haldi og bíði þess að vera flutt í betri aðstæður. Pláss sé til fyrir þau en ráðuneytið segist ekki bera ábyrgð á börnunum fyrr en þau eru flutt í hald þess. Landamærayfirvöld hafa aftur á móti ekki undan að taka við börnum og skrá þau. Alls hafa um 45.000 börn komið yfir landamærin án forráðamanna frá því í október samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkisstjórnarinnar. Af þeim segjast yfirvöld hafa sent áfram tæplega 41.000 börn í lok apríl. Um miðjan maí segjast heilbrigðisyfirvöld hafa haft um 13.200 börn í sinni vörslu. Mörg barnanna eru sögð veikjast í margmenninu í skýlunum. Hlaupabóla og maurakláði hefur komið upp í skýlunum undanfarnar vikur. Þá lést unglingur úr inflúensu í skýli landamærayfirvalda í Río Grande-dalnum í síðustu viku. Alls hafa sex börn látist í haldi yfirvalda frá því í haust. Fimm þeirra voru frá Gvatemala og eitt frá El Salvador. Auk barnanna sem hafa komið ein yfir landamærin eru bandarísk yfirvöld með í haldi börn sem þau skildu frá foreldrum sínum í fyrra. Það var gert samkvæmt nýrri stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem átti að fæla fólk frá því að reyna að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Málaferli hafa staðið yfir til að skikka yfirvöld til að koma börnunum aftur í hendur foreldra sinna. Þau hafa borið því við að þau eigi erfitt með það, meðal annars vegna þess hversu illa var haldið utan um skráningu á börnunum. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Grátandi og yfirgefinn í ókunnu landi Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. 24. apríl 2019 23:44 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Bandarísk innflytjendayfirvöld halda hundruðum barna sem hafa komið ein yfir landamærin að Mexíkó í yfirfullum skýlum meira en tvöfalt lengur en lög heimila. Sex börn hafa látist í haldi bandarískra alríkisyfirvalda frá því í september. Lög gera ráð fyrir að eftir að bandarískir landamæraverðir taka á móti bönum sem koma án forráðamanna yfir landamærin eigi að senda þau í umsjón heilbrigðisyfirvalda innan 72 klukkustunda. Þau reka skýli sem eru talin barnvænni en þau sem landamæraeftirlitið heldur úti. Gríðarlegur straumur flóttafólks frá Mið-Ameríku undanfarna mánuði og skriffinnska opinberra stofnana hefur þýtt að óafgreidd mál hafa hrannast upp. Washington Post segir að samkvæmt gögnum sem blaðið hefur undir höndum sé stór hluti þeirra um tvö þúsund barna sem komu ein yfir landamærin og eru í haldi landamæraeftirlitsins sitji í yfirfullum skýlum lengur en lögin heimila. Þeirra á meðal séu börn tólf ára eða yngri. Einn heimildarmaður blaðsins segir að um þúsund börn hafi verið í skýlunum lengur en þrjá sólahringa. Annar segir að fleiri en 250 börn tólf ára eða yngri hafi verið í haldi í sex daga að meðaltali. Sérfræðingar segja að börn séu sérstaklega viðkvæm fyrir því að vera haldið við aðstæður sem þessar. Vistin þar sé þeim andlegt áfall. Mörg þeirra upplifi síðar martraðir og endurlit um dvölina í skýlunum.Frá skýli fyrir unglinga sem hafa komið án fylgdar til Bandaríkjanna á Flórída.Vísir/GettySkýlin ekki byggð fyrir langtímavistun Að meðaltali hefur tugum þúsunda barna verið haldið í fjóra sólahringa að meðaltali undanfarna mánuði. Í sumum tilfellum séu allt að tvöfalt fleiri börn í skýlunum en þeim var ætlað að hýsa. Dæmi séu um að börn sofi á mottum á gólfinu. „Aðstaðan okkar er ekki byggð fyrir langtímavistun og hún er sannarlega ekki byggð til að hýsa börn í langan tíma,“ segir embættismaður landamæraeftirlitsins við Washington Post. Heilbrigðisyfirvöld segja að þau viti af um tvö þúsund börnum sem séu í haldi og bíði þess að vera flutt í betri aðstæður. Pláss sé til fyrir þau en ráðuneytið segist ekki bera ábyrgð á börnunum fyrr en þau eru flutt í hald þess. Landamærayfirvöld hafa aftur á móti ekki undan að taka við börnum og skrá þau. Alls hafa um 45.000 börn komið yfir landamærin án forráðamanna frá því í október samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkisstjórnarinnar. Af þeim segjast yfirvöld hafa sent áfram tæplega 41.000 börn í lok apríl. Um miðjan maí segjast heilbrigðisyfirvöld hafa haft um 13.200 börn í sinni vörslu. Mörg barnanna eru sögð veikjast í margmenninu í skýlunum. Hlaupabóla og maurakláði hefur komið upp í skýlunum undanfarnar vikur. Þá lést unglingur úr inflúensu í skýli landamærayfirvalda í Río Grande-dalnum í síðustu viku. Alls hafa sex börn látist í haldi yfirvalda frá því í haust. Fimm þeirra voru frá Gvatemala og eitt frá El Salvador. Auk barnanna sem hafa komið ein yfir landamærin eru bandarísk yfirvöld með í haldi börn sem þau skildu frá foreldrum sínum í fyrra. Það var gert samkvæmt nýrri stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem átti að fæla fólk frá því að reyna að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Málaferli hafa staðið yfir til að skikka yfirvöld til að koma börnunum aftur í hendur foreldra sinna. Þau hafa borið því við að þau eigi erfitt með það, meðal annars vegna þess hversu illa var haldið utan um skráningu á börnunum.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Grátandi og yfirgefinn í ókunnu landi Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. 24. apríl 2019 23:44 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48
Grátandi og yfirgefinn í ókunnu landi Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. 24. apríl 2019 23:44
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent