Umgengni í höfninni í Eyjum til skammar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2019 08:00 Síðast á föstudag lak gasolía í Vestmannaeyjahöfn þegar verið var að dæla á milli tanka. Hafnarstjóri vill vandvirkni. Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson „Við erum að reyna að brýna fyrir mönnum að vanda sig betur. Þess vegna ákváðum við að hafa þessa bókun svolítið harðorða“ segir Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, um bókun um slæma umgengni um höfnina. „Ljóst er að umgengni um höfnina er að mörgu leyti til skammar og að ákveðin vitundarvakning þarf að eiga sér stað hjá notendum hennar,“ segir í bókun framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja sem samþykkti á þriðjudag að láta skoða kostnað við að koma upp eftirlitmyndavélakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina. Ólafur hafnarstjóri segir mengunarslysin oftast óviljaverk. „Við höfum lent í óhöppum hér og erum að reyna að höfða til manna að passa sig betur. Þetta eru yfirleitt óhöpp,“ segir hann. Tilvikin sem um ræðir snúast fyrst og fremst um úrgang úr lestum skipa, eftir að afla hefur verið skipað í land, og olíu sem fer í höfnina. „Við lentum í því að fá smá olíu á föstudaginn. Það voru mannleg mistök,“ segir hafnarstjórinn. Þar hafi gasolía lekið í höfnina þegar verið var að dæla á milli tanka í skipinu. Magnið hafi ekki verið mikið. „En það verður leiðinda filma af þessu og vinna að þrífa þetta upp.“ Snorri segir verst að fá grút og fitu í höfnina. „Það er svo mikil sjónmengun að fitunni og kostnaður við að hreinsa þetta upp,“ segir . Framkvæmda- og hafnarráðið ræddi tiltæk úrræði þegar mengunarslys verður í Vestmannaeyjahöfn. Ákveðið var að uppfæra mengunarvarnaáætlun hafnarinnar „með tilliti til breyttra aðstæðna og tíðrar mengunar undanfarið og sjá til þess að fullnægjandi búnaður sé fyrir hendi“. Að sögn Snorra hefur menguninni stundum nánast verið mokað upp með færibandi sem komið er fyrir að báti. Höfnin sé svo lokuð að mengunin safnist í hornin og verði mjög áberandi fyrir vikið. „Það aftur á móti gerir okkur auðveldara að þrífa upp. Svo erum við með dælu líka, svokallaðan fleyti, til að taka olíu sem flýtur ofan á,“ segir hafnarstjórinn í Vestmannaeyjum. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Við erum að reyna að brýna fyrir mönnum að vanda sig betur. Þess vegna ákváðum við að hafa þessa bókun svolítið harðorða“ segir Ólafur Þór Snorrason, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, um bókun um slæma umgengni um höfnina. „Ljóst er að umgengni um höfnina er að mörgu leyti til skammar og að ákveðin vitundarvakning þarf að eiga sér stað hjá notendum hennar,“ segir í bókun framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja sem samþykkti á þriðjudag að láta skoða kostnað við að koma upp eftirlitmyndavélakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina. Ólafur hafnarstjóri segir mengunarslysin oftast óviljaverk. „Við höfum lent í óhöppum hér og erum að reyna að höfða til manna að passa sig betur. Þetta eru yfirleitt óhöpp,“ segir hann. Tilvikin sem um ræðir snúast fyrst og fremst um úrgang úr lestum skipa, eftir að afla hefur verið skipað í land, og olíu sem fer í höfnina. „Við lentum í því að fá smá olíu á föstudaginn. Það voru mannleg mistök,“ segir hafnarstjórinn. Þar hafi gasolía lekið í höfnina þegar verið var að dæla á milli tanka í skipinu. Magnið hafi ekki verið mikið. „En það verður leiðinda filma af þessu og vinna að þrífa þetta upp.“ Snorri segir verst að fá grút og fitu í höfnina. „Það er svo mikil sjónmengun að fitunni og kostnaður við að hreinsa þetta upp,“ segir . Framkvæmda- og hafnarráðið ræddi tiltæk úrræði þegar mengunarslys verður í Vestmannaeyjahöfn. Ákveðið var að uppfæra mengunarvarnaáætlun hafnarinnar „með tilliti til breyttra aðstæðna og tíðrar mengunar undanfarið og sjá til þess að fullnægjandi búnaður sé fyrir hendi“. Að sögn Snorra hefur menguninni stundum nánast verið mokað upp með færibandi sem komið er fyrir að báti. Höfnin sé svo lokuð að mengunin safnist í hornin og verði mjög áberandi fyrir vikið. „Það aftur á móti gerir okkur auðveldara að þrífa upp. Svo erum við með dælu líka, svokallaðan fleyti, til að taka olíu sem flýtur ofan á,“ segir hafnarstjórinn í Vestmannaeyjum.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira