Fyrirtæki gagnrýnt fyrir að borga kvenkyns starfsmönnum fyrir að klæðast pilsum Andri Eysteinsson skrifar 30. maí 2019 20:48 Auglýsing Tatuprof um kvenleikaátak Mynd/Tatuprof „Kvenleika-átak“ rússneska álframleiðandans Tatuprof hefur verið harðlega gagnrýnt ytra, sér í lagi sá hluti sem snýr að því að fá kvenkyns starfsmenn til þess að klæðast pilsum eða stuttum kjólum til vinnu. BBC greinir frá. Konum sem starfa innan Tatuprof er boðinn 100 rúblu (um 190 krónur) bónus fyrir hvern dag sem þær mæta til vinnu klæddar pilsi eða kjól sem nær ekki meira en fimm sentimetrum ofan við hné. Starfsmennirnir þurfa að senda inn myndir til sönnunar vilji þær fá bónusinn greiddan. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir gamaldags viðhorf í garð kvenna. Talsmaður fyrirtækisins sagði í útvarpsviðtali í Moskvu að átakið bæri ekki vott um kynjamisrétti fyrirtækisins. „Við vildum gera vinnuna skemmtilegri, 70% starfsfólks okkar eru karlmenn. Svona átök hjálpa okkar við að slaka á og hvílast. Þetta er frábær leið til að hrista hópinn saman. Konurnar sem vinna hjá okkur velja oftast að klæðast síðbuxum, sagði talsmaðurinn í viðtali við Govorit Moskva útvarpsstöðina. Að sögn Anastasiu Kirillovu innan mannauðsdeildar fyrirtækisins, mun hugmyndin að átakinu, sem standa á yfir út júní, hafa komið frá forstjóra fyrirtækisins, Sergei Rachkov. „Hann vill að konur á vinnustaðnum haldi í kvenleika sinn, séu ekki með „karla-hárgreiðslur“, klæðist ekki buxum, njóti sín við handavinnu og í að ala upp börn,“ sagði Kirillova í samtali við staðarmiðilinn Business Online. Rússland Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
„Kvenleika-átak“ rússneska álframleiðandans Tatuprof hefur verið harðlega gagnrýnt ytra, sér í lagi sá hluti sem snýr að því að fá kvenkyns starfsmenn til þess að klæðast pilsum eða stuttum kjólum til vinnu. BBC greinir frá. Konum sem starfa innan Tatuprof er boðinn 100 rúblu (um 190 krónur) bónus fyrir hvern dag sem þær mæta til vinnu klæddar pilsi eða kjól sem nær ekki meira en fimm sentimetrum ofan við hné. Starfsmennirnir þurfa að senda inn myndir til sönnunar vilji þær fá bónusinn greiddan. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir gamaldags viðhorf í garð kvenna. Talsmaður fyrirtækisins sagði í útvarpsviðtali í Moskvu að átakið bæri ekki vott um kynjamisrétti fyrirtækisins. „Við vildum gera vinnuna skemmtilegri, 70% starfsfólks okkar eru karlmenn. Svona átök hjálpa okkar við að slaka á og hvílast. Þetta er frábær leið til að hrista hópinn saman. Konurnar sem vinna hjá okkur velja oftast að klæðast síðbuxum, sagði talsmaðurinn í viðtali við Govorit Moskva útvarpsstöðina. Að sögn Anastasiu Kirillovu innan mannauðsdeildar fyrirtækisins, mun hugmyndin að átakinu, sem standa á yfir út júní, hafa komið frá forstjóra fyrirtækisins, Sergei Rachkov. „Hann vill að konur á vinnustaðnum haldi í kvenleika sinn, séu ekki með „karla-hárgreiðslur“, klæðist ekki buxum, njóti sín við handavinnu og í að ala upp börn,“ sagði Kirillova í samtali við staðarmiðilinn Business Online.
Rússland Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira