Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 12:05 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. Í henni kemur fram að með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö ár. Endurskoðaða fjármálastefna felur í sér að dregið verði úr áformum um að afgang í afkomu ríkissjóðs en hagspár gera ráð fyrir verulegan samdrætti miðað við fyrri fjármálastefnu. „Það sem er að gerast hjá okkur í hagkerfinu er að við erum að sjá lítilsháttar samdrátt á þessu ári í staðinn fyrir hagvöxt sem áður var spáð og það leiðir til þess að tekjur dragast mjög verulega saman bæði á þessu ári og inn í komandi ár og þess vegna erum við að aðlaga stefnuna að þessum breyttu aðstæðum, þessum breyttu forsendum. Áður gerum við ráð fyrir að vera með mikinn afgang á ríkisfjármálunum, upp á um þrjátíu milljarða en við erum að segja að það sé óþarfi að gera það núna. Við ætlum að gefa frá okkur þau afkomumarkmið og reka ríkissjóð bara í jafnvægi á komandi árum og grípa til tiltekinna ráðstafanna til að koma í veg fyrir hallarekstur,“ segir Bjarni.Getur þú nefnt dæmi um til hvaða ráðstafana þið grípið?„Við erum að koma víða við í því efni. Við gerum kröfu um að tilteknar ríkistofnanir skili arði. Við ætlum að fara í hagræðingaraðgerðir. Bæði almennar aðgerðir en gerum eins líka ákveðna hagræðingar kröfu á kerfið í heild sinni. Það eru fjölþættar aðgerðir mundi ég segja sem við munum taka upp við fjárlaga nefnd við vinnslu fjármálaáætlunar,“ segir Bjarni.Vel í stakk búin Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að vegna lægri skuldastöðu og samfellds afgangs ríkisfjármálanna undanfarin ár sé þjóðarbúið vel í stakk búið til að takast á við tímabundinn mótvind. Bjarni segir að endurskoðun fjármálastefnunnar muni hafa áhrif á fjármálaáætlunina. „Já já, þetta hefur töluvert mikil áhrif og við erum í raun og veru að velta við hverjum steini í ríkisrekstrinum. Þetta snýr að öllu frá vaxtabyrði ríkissjóðs. Getum við gert eitthvað til þess að draga úr vaxtakostnaði? Hvar getum við nýtt fjármunina betur? Hver er staðan á einstökum verkefnum? Við höfum þurft að fara yfir þetta allt saman einu sinni en í aðdraganda þessarar vinnu og fjármálaáætlunin sem ég kynnti núna fyrir páska liggur inni í fjárlaganefnd og hún þarf að taka breytingum í samræmi við þetta,“ segir Bjarni. Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og minnkandi hagvaxtar hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða eins og í löggæslu og ferðaþjónustu en þar er búist við lengri og jafnvel dýpri samdrætti en áður hefur verið spáð. „Við erum að reyna verja þessi áform sem að við höfum haft um að styrkja hin ýmsu innviði bæði félagslega og efnahagslega innviði. Löggæslan er þar á meðal. Skólastarf í landinu er líka þar á meðal, sömuleiðis heilbrigðiskerfið. Við teljum að við höfum verið með sóknaráætlun fyrir þessa þætti en það breytir því ekki að við þurfum að fara vel með hverja krónu. Varðandi ferðaþjónustuna þá sjáum við það strax að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs þá er töluvert mikill samdráttur. Það geta verið sameiginlegir hagsmunir okkar allra og ferðaþjónustunnar að kanna hvað við getum gert til þess að ýta undir áframhaldandi vöxt í þeirri grein,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. Í henni kemur fram að með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö ár. Endurskoðaða fjármálastefna felur í sér að dregið verði úr áformum um að afgang í afkomu ríkissjóðs en hagspár gera ráð fyrir verulegan samdrætti miðað við fyrri fjármálastefnu. „Það sem er að gerast hjá okkur í hagkerfinu er að við erum að sjá lítilsháttar samdrátt á þessu ári í staðinn fyrir hagvöxt sem áður var spáð og það leiðir til þess að tekjur dragast mjög verulega saman bæði á þessu ári og inn í komandi ár og þess vegna erum við að aðlaga stefnuna að þessum breyttu aðstæðum, þessum breyttu forsendum. Áður gerum við ráð fyrir að vera með mikinn afgang á ríkisfjármálunum, upp á um þrjátíu milljarða en við erum að segja að það sé óþarfi að gera það núna. Við ætlum að gefa frá okkur þau afkomumarkmið og reka ríkissjóð bara í jafnvægi á komandi árum og grípa til tiltekinna ráðstafanna til að koma í veg fyrir hallarekstur,“ segir Bjarni.Getur þú nefnt dæmi um til hvaða ráðstafana þið grípið?„Við erum að koma víða við í því efni. Við gerum kröfu um að tilteknar ríkistofnanir skili arði. Við ætlum að fara í hagræðingaraðgerðir. Bæði almennar aðgerðir en gerum eins líka ákveðna hagræðingar kröfu á kerfið í heild sinni. Það eru fjölþættar aðgerðir mundi ég segja sem við munum taka upp við fjárlaga nefnd við vinnslu fjármálaáætlunar,“ segir Bjarni.Vel í stakk búin Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að vegna lægri skuldastöðu og samfellds afgangs ríkisfjármálanna undanfarin ár sé þjóðarbúið vel í stakk búið til að takast á við tímabundinn mótvind. Bjarni segir að endurskoðun fjármálastefnunnar muni hafa áhrif á fjármálaáætlunina. „Já já, þetta hefur töluvert mikil áhrif og við erum í raun og veru að velta við hverjum steini í ríkisrekstrinum. Þetta snýr að öllu frá vaxtabyrði ríkissjóðs. Getum við gert eitthvað til þess að draga úr vaxtakostnaði? Hvar getum við nýtt fjármunina betur? Hver er staðan á einstökum verkefnum? Við höfum þurft að fara yfir þetta allt saman einu sinni en í aðdraganda þessarar vinnu og fjármálaáætlunin sem ég kynnti núna fyrir páska liggur inni í fjárlaganefnd og hún þarf að taka breytingum í samræmi við þetta,“ segir Bjarni. Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og minnkandi hagvaxtar hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða eins og í löggæslu og ferðaþjónustu en þar er búist við lengri og jafnvel dýpri samdrætti en áður hefur verið spáð. „Við erum að reyna verja þessi áform sem að við höfum haft um að styrkja hin ýmsu innviði bæði félagslega og efnahagslega innviði. Löggæslan er þar á meðal. Skólastarf í landinu er líka þar á meðal, sömuleiðis heilbrigðiskerfið. Við teljum að við höfum verið með sóknaráætlun fyrir þessa þætti en það breytir því ekki að við þurfum að fara vel með hverja krónu. Varðandi ferðaþjónustuna þá sjáum við það strax að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs þá er töluvert mikill samdráttur. Það geta verið sameiginlegir hagsmunir okkar allra og ferðaþjónustunnar að kanna hvað við getum gert til þess að ýta undir áframhaldandi vöxt í þeirri grein,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40