Flensburg varði titilinn | Alfreð kvaddi með silfri og Guðjón með tíu mörkum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2019 14:39 Meistarinn þakkar fyrir sig. vísir/getty SG Flensburg-Handewitt er þýskur meistari í handbolta eftir að hafa unnið 27-24 sigur á Bergrischer í síðustu umferð deildarinnar í dag. Flensburg var fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, en mest náðu Bergrischer að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik. Nær komust þeir ekki og mikill fögnuður Flensburg í leikslok.Die SG Flensburg-Handewitt ist Deutscher Handballmeister 2019. Glückwunsch! pic.twitter.com/M3aigIq2nd — Christian Woop (@ChristianWoop) June 9, 2019 Svíinn Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Flensburg með sex mörk en markahæstur Bergrischer var Arnór Þór Gunnarsson með átta mörk. Bergrischer endar í sjöunda sætinu. Alfreð Gíslason kveður þýska boltann með silfri en Kiel endaði tveimur stigum á eftir Flensburg á toppnum. Alfreð og lærisveinar hans unnu 30-26 sigur á Hannover-Burgdorf í síðustu umferðinni. Alfreð hefur verið þjálfari Kiel frá því 2008 en tilkynnti að nú væri hann hættur eftir þetta tímabil. Kiel tapaði einungis þremur leijkum í deildinni en náði hins vegar ekki að vinna titilinn.pic.twitter.com/ym3J0FV9t4 — THW Kiel (@thw_handball) June 9, 2019 Guðjón Valur Sigurðsson var einnig að kveðja þýska boltann en hann er að ganga í raðir PSG. Rhein-Neckar Löwen tapaði 28-26 gegn Leipzig en Guðjón endaði með stæl; var markahæstur með tíu mörk. Löwen endar í fjórða sætinu. Það verður enginn Evrópubolti í Berlín á næsta ár en Füchse Berlin tapaði fyrir Wetzlar, 27-25, í lokaumferðinni í dag og endar Berlínarliðið því í sjötta sætinu. Bjarki Már Elísson er að kveðja Refina en hann gengur í raðir Lemgo en landsliðsmaðurinn skoraði eitt mark í kveðjuleiknum sínum í dag.Wir treten heute zum letzten Spieltag der Saison beim SC DHfK Leipzig an. Das Spiel wird live von Sky übertragen, wie immer tickern wir aber auch hier für euch mit. Impressionen aus der Halle gibt's auf Instagram.#1team1ziel#loewenlivepic.twitter.com/K94589UnHD — Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) June 9, 2019 Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen enda í 9. sæti deildarinnar eftir 28-27 sigur á 1898 Stuttgart. Flottur árangur hjá Erlingi. Hannes Jón Jónsson og félagar í Bietigheim eru fallnir niður í þýsku B-deildina eftir jafntefli gegn Gummersbach í lokaumferðinni. Bæði lið falla um deild eftir jafnteflið eftir að Friesenheim vann eins marks sigur á Minden. Þetta er í fyrsta sinn sem Gummersbach spilar í B-deildinni. Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
SG Flensburg-Handewitt er þýskur meistari í handbolta eftir að hafa unnið 27-24 sigur á Bergrischer í síðustu umferð deildarinnar í dag. Flensburg var fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, en mest náðu Bergrischer að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik. Nær komust þeir ekki og mikill fögnuður Flensburg í leikslok.Die SG Flensburg-Handewitt ist Deutscher Handballmeister 2019. Glückwunsch! pic.twitter.com/M3aigIq2nd — Christian Woop (@ChristianWoop) June 9, 2019 Svíinn Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Flensburg með sex mörk en markahæstur Bergrischer var Arnór Þór Gunnarsson með átta mörk. Bergrischer endar í sjöunda sætinu. Alfreð Gíslason kveður þýska boltann með silfri en Kiel endaði tveimur stigum á eftir Flensburg á toppnum. Alfreð og lærisveinar hans unnu 30-26 sigur á Hannover-Burgdorf í síðustu umferðinni. Alfreð hefur verið þjálfari Kiel frá því 2008 en tilkynnti að nú væri hann hættur eftir þetta tímabil. Kiel tapaði einungis þremur leijkum í deildinni en náði hins vegar ekki að vinna titilinn.pic.twitter.com/ym3J0FV9t4 — THW Kiel (@thw_handball) June 9, 2019 Guðjón Valur Sigurðsson var einnig að kveðja þýska boltann en hann er að ganga í raðir PSG. Rhein-Neckar Löwen tapaði 28-26 gegn Leipzig en Guðjón endaði með stæl; var markahæstur með tíu mörk. Löwen endar í fjórða sætinu. Það verður enginn Evrópubolti í Berlín á næsta ár en Füchse Berlin tapaði fyrir Wetzlar, 27-25, í lokaumferðinni í dag og endar Berlínarliðið því í sjötta sætinu. Bjarki Már Elísson er að kveðja Refina en hann gengur í raðir Lemgo en landsliðsmaðurinn skoraði eitt mark í kveðjuleiknum sínum í dag.Wir treten heute zum letzten Spieltag der Saison beim SC DHfK Leipzig an. Das Spiel wird live von Sky übertragen, wie immer tickern wir aber auch hier für euch mit. Impressionen aus der Halle gibt's auf Instagram.#1team1ziel#loewenlivepic.twitter.com/K94589UnHD — Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) June 9, 2019 Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen enda í 9. sæti deildarinnar eftir 28-27 sigur á 1898 Stuttgart. Flottur árangur hjá Erlingi. Hannes Jón Jónsson og félagar í Bietigheim eru fallnir niður í þýsku B-deildina eftir jafntefli gegn Gummersbach í lokaumferðinni. Bæði lið falla um deild eftir jafnteflið eftir að Friesenheim vann eins marks sigur á Minden. Þetta er í fyrsta sinn sem Gummersbach spilar í B-deildinni.
Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira