Herjólfur á heimleið Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2019 13:03 Lagt af stað úr höfn í Gdynia Mynd/Sigmar Logi Hinriksson Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir viðkomu í Færeyjum til þess að taka olíu. Heimkoma er áætluð laugardaginn næsta í Vestmannaeyjum með hátíðlegri viðhöfn enda sé ekki á hverjum degi sem ný ferja kemur til Vestmannaeyja. „Við erum með þrjá skipstjóra og þrjá vélstjóra, þessi tími er notaður í að þjálfa sig á skipið enda er búnaðurinn gjörólíkur núverandi Herjólfi. Það er verið að ganga frá og gera allt klárt,“ segir Guðbjartur. Heimkoma Herjólfs er, eins og áður sagði, áætluð laugardaginn næsta. Ferjan hefur þó ekki farþegasiglingar umsvifalaust en ganga þarf frá ýmsum atriðum áður en áætlunarsiglingar hefjast. „Það þarf að fá haffæri, farþegaleyfi og ganga frá ýmsum skráningum og merkingum. Svo þarf að máta skipið á þær hafnir sem við siglum á. Það er smá tími sem fer í æfingar og að gera skipið klárt í rekstur, segir Guðbjartur en vonir standa til að því ferli verði lokið um næstu mánaðamót.Sjá einnig: Herjólfur afhentur og íslenskur fáni dreginn að húniAfhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega.Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni. Einnig eru um borð vélar sem alla jafna hlaða geyma skipsins sem síðan knýja skrúfurnar. Reikna má með að við siglingar til Þorlákshafnar þurfi að nota vélarnar til að framleiða rafmagnið.„Við fengum skipið afhent á þriðjudaginn og það var í ýmsu að snúast í pappírsvinnu og að gera skipið sjóklárt. Við vorum með það á teikniborðinu að fara af stað á sunnudegi, það tókst,“ sagði Guðbjartur glaður í bragði.Svona verður útsýnið úr brúnni í Herjólfi næstu sex sólarhringana.Mynd/Sigmar Logi Hinriksson Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnt að því að nýi Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja eftir mánuð Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. 29. maí 2019 17:07 Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir viðkomu í Færeyjum til þess að taka olíu. Heimkoma er áætluð laugardaginn næsta í Vestmannaeyjum með hátíðlegri viðhöfn enda sé ekki á hverjum degi sem ný ferja kemur til Vestmannaeyja. „Við erum með þrjá skipstjóra og þrjá vélstjóra, þessi tími er notaður í að þjálfa sig á skipið enda er búnaðurinn gjörólíkur núverandi Herjólfi. Það er verið að ganga frá og gera allt klárt,“ segir Guðbjartur. Heimkoma Herjólfs er, eins og áður sagði, áætluð laugardaginn næsta. Ferjan hefur þó ekki farþegasiglingar umsvifalaust en ganga þarf frá ýmsum atriðum áður en áætlunarsiglingar hefjast. „Það þarf að fá haffæri, farþegaleyfi og ganga frá ýmsum skráningum og merkingum. Svo þarf að máta skipið á þær hafnir sem við siglum á. Það er smá tími sem fer í æfingar og að gera skipið klárt í rekstur, segir Guðbjartur en vonir standa til að því ferli verði lokið um næstu mánaðamót.Sjá einnig: Herjólfur afhentur og íslenskur fáni dreginn að húniAfhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega.Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni. Einnig eru um borð vélar sem alla jafna hlaða geyma skipsins sem síðan knýja skrúfurnar. Reikna má með að við siglingar til Þorlákshafnar þurfi að nota vélarnar til að framleiða rafmagnið.„Við fengum skipið afhent á þriðjudaginn og það var í ýmsu að snúast í pappírsvinnu og að gera skipið sjóklárt. Við vorum með það á teikniborðinu að fara af stað á sunnudegi, það tókst,“ sagði Guðbjartur glaður í bragði.Svona verður útsýnið úr brúnni í Herjólfi næstu sex sólarhringana.Mynd/Sigmar Logi Hinriksson
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnt að því að nýi Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja eftir mánuð Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. 29. maí 2019 17:07 Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Stefnt að því að nýi Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja eftir mánuð Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. 29. maí 2019 17:07
Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45
Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46