Guðni forseti segist kunna að grilla en gerir þó ekki mikið af því Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2019 19:30 Kótiletturnar sem forseti Íslands grillaði á Selfossi í dag runnu ljúflega niður í hátíðargesta á bæjarhátíðunni Kótelettunni, sem fer fram um helgina. Guðni segist ekki grilla mikið en ef hann grilli þá verði lambakjöt fyrir valinu. Það var góð stemming í Sigtúnsgarði á Selfossi þar sem fjölskyldudagskrá Kótelettunnar fór fram með fjölbreyttum atriðum. Dagskráin heldur áfram í kvöld og nótt með stórtónleikum við Hvíta húsið og svo aftur á morgun með fjölskyldudagskrá í Sigtúnsgarði. „Já, hér er einvalalið og ég bættist í hópinn. Það fer nú tvennum sögum af því hvort ég kunni að grilla en mér finnst ég kunna að grilla, já,“ sagði Guðni. Hann var ánægður að fá að styrkja gott málefni en allur ágóði af grillsölunni rann til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti líka og grillaði í dag með Guðna forseta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðni segist vera hrifnastur af grilluðu lambakjöti og alltaf hefur hann eitthvað gott meðlæti með, meðal annars salat.En er ananas í því? „Það hlaut að koma að því að þú myndir spyrja að því, nei það er ekki ananas í því.“ Guðni var mjög ánægður með heimsóknina á Selfoss. „Já, mín er ánægjan, það er fullt af fólki, allir í góðu skapi og veðrið leikur við okkur, það er alltaf gott að vera á Selfossi, við vitum það bræðurnir,“ sagði Guðni og hló, en Patrekur, bróðir forseta, stýrði á dögunum handboltaliði Selfoss til Íslandsmeistaratitils. Ananas á pítsu Árborg Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Kótiletturnar sem forseti Íslands grillaði á Selfossi í dag runnu ljúflega niður í hátíðargesta á bæjarhátíðunni Kótelettunni, sem fer fram um helgina. Guðni segist ekki grilla mikið en ef hann grilli þá verði lambakjöt fyrir valinu. Það var góð stemming í Sigtúnsgarði á Selfossi þar sem fjölskyldudagskrá Kótelettunnar fór fram með fjölbreyttum atriðum. Dagskráin heldur áfram í kvöld og nótt með stórtónleikum við Hvíta húsið og svo aftur á morgun með fjölskyldudagskrá í Sigtúnsgarði. „Já, hér er einvalalið og ég bættist í hópinn. Það fer nú tvennum sögum af því hvort ég kunni að grilla en mér finnst ég kunna að grilla, já,“ sagði Guðni. Hann var ánægður að fá að styrkja gott málefni en allur ágóði af grillsölunni rann til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti líka og grillaði í dag með Guðna forseta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðni segist vera hrifnastur af grilluðu lambakjöti og alltaf hefur hann eitthvað gott meðlæti með, meðal annars salat.En er ananas í því? „Það hlaut að koma að því að þú myndir spyrja að því, nei það er ekki ananas í því.“ Guðni var mjög ánægður með heimsóknina á Selfoss. „Já, mín er ánægjan, það er fullt af fólki, allir í góðu skapi og veðrið leikur við okkur, það er alltaf gott að vera á Selfossi, við vitum það bræðurnir,“ sagði Guðni og hló, en Patrekur, bróðir forseta, stýrði á dögunum handboltaliði Selfoss til Íslandsmeistaratitils.
Ananas á pítsu Árborg Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira