Guðni forseti segist kunna að grilla en gerir þó ekki mikið af því Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2019 19:30 Kótiletturnar sem forseti Íslands grillaði á Selfossi í dag runnu ljúflega niður í hátíðargesta á bæjarhátíðunni Kótelettunni, sem fer fram um helgina. Guðni segist ekki grilla mikið en ef hann grilli þá verði lambakjöt fyrir valinu. Það var góð stemming í Sigtúnsgarði á Selfossi þar sem fjölskyldudagskrá Kótelettunnar fór fram með fjölbreyttum atriðum. Dagskráin heldur áfram í kvöld og nótt með stórtónleikum við Hvíta húsið og svo aftur á morgun með fjölskyldudagskrá í Sigtúnsgarði. „Já, hér er einvalalið og ég bættist í hópinn. Það fer nú tvennum sögum af því hvort ég kunni að grilla en mér finnst ég kunna að grilla, já,“ sagði Guðni. Hann var ánægður að fá að styrkja gott málefni en allur ágóði af grillsölunni rann til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti líka og grillaði í dag með Guðna forseta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðni segist vera hrifnastur af grilluðu lambakjöti og alltaf hefur hann eitthvað gott meðlæti með, meðal annars salat.En er ananas í því? „Það hlaut að koma að því að þú myndir spyrja að því, nei það er ekki ananas í því.“ Guðni var mjög ánægður með heimsóknina á Selfoss. „Já, mín er ánægjan, það er fullt af fólki, allir í góðu skapi og veðrið leikur við okkur, það er alltaf gott að vera á Selfossi, við vitum það bræðurnir,“ sagði Guðni og hló, en Patrekur, bróðir forseta, stýrði á dögunum handboltaliði Selfoss til Íslandsmeistaratitils. Ananas á pítsu Árborg Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Kótiletturnar sem forseti Íslands grillaði á Selfossi í dag runnu ljúflega niður í hátíðargesta á bæjarhátíðunni Kótelettunni, sem fer fram um helgina. Guðni segist ekki grilla mikið en ef hann grilli þá verði lambakjöt fyrir valinu. Það var góð stemming í Sigtúnsgarði á Selfossi þar sem fjölskyldudagskrá Kótelettunnar fór fram með fjölbreyttum atriðum. Dagskráin heldur áfram í kvöld og nótt með stórtónleikum við Hvíta húsið og svo aftur á morgun með fjölskyldudagskrá í Sigtúnsgarði. „Já, hér er einvalalið og ég bættist í hópinn. Það fer nú tvennum sögum af því hvort ég kunni að grilla en mér finnst ég kunna að grilla, já,“ sagði Guðni. Hann var ánægður að fá að styrkja gott málefni en allur ágóði af grillsölunni rann til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti líka og grillaði í dag með Guðna forseta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðni segist vera hrifnastur af grilluðu lambakjöti og alltaf hefur hann eitthvað gott meðlæti með, meðal annars salat.En er ananas í því? „Það hlaut að koma að því að þú myndir spyrja að því, nei það er ekki ananas í því.“ Guðni var mjög ánægður með heimsóknina á Selfoss. „Já, mín er ánægjan, það er fullt af fólki, allir í góðu skapi og veðrið leikur við okkur, það er alltaf gott að vera á Selfossi, við vitum það bræðurnir,“ sagði Guðni og hló, en Patrekur, bróðir forseta, stýrði á dögunum handboltaliði Selfoss til Íslandsmeistaratitils.
Ananas á pítsu Árborg Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira