Birkir Már Sævarsson er ekki í hóp í dag. Hörður Björgvin Magnússon er á bekknum en Ari Freyr Skúlason og Hjörtur Hermannsson eru í bakvörðunum í dag.
Rúnar Már Sigurjónsson fær tækifærið á miðjunni ásamt Aroni Einari, Jóhanni Berg og Birki Bjarnasyni. Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, er ekki í byrjunarliðinu.
Viðar Örn Kjartansson mun leiða línuna í dag, í fjarveru Alfreðs Finnbogasonar, en byrjunarlið Íslands má sjá hér að neðan. Vísir mun fylgjast vel með leiknum í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag!
Our starting lineup for the game today against Albania.#fyririslandpic.twitter.com/sw7TsmIYsx
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2019
Byrjunarlið Íslands (4-4-1-1):
Hannes Þór Halldórsson
Hjörtur Hermannsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Ari Freyr Skúlason
Birkir Bjarnason
Aron Einar Gunnarsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Gylfi Sigurðsson
Viðar Örn Kjartansson