Nánd og innblástur á Patreksfirði Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. júní 2019 09:00 Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona skipuleggur Skjaldborgarhátíðina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Dagskráin er afskaplega fjölbreytt í ár,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir annar skipuleggjanda Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda. Á hátíðinni verða sýndar fimmtán heimildamyndir af mjög fjölbreyttu tagi. Laila Pakalnina er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hún er margverðlaunuð kvikmyndagerðakona og býr í Riga í Lettlandi. „Myndirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, þannig hefur það alltaf verið. Það er virkilega skemmtilegt að við frumsýnum Vasúlka áhrifin því hjónin voru heiðursgestir á hátíðinni fyrir tveimur árum, þá var myndin um þau kynnt sem verk í vinnslu,“ segir Helga Rakel. „Myndin sem lokar hátíðinni er líka mjög áhugaverð. Hún heitir In touch og er pólsk, hún gerist að hluta til á Íslandi. Þetta er saga fólks frá smábæ í Póllandi sem heitir Stary Juchy (Gamla Blóð). Þegar verksmiðju er lokað í bænum fluttu um 400 manns þaðan til Íslands og búa hér enn. Þarna er falleg og skapandi heimildamyndagerð á ferð, segir Helga Rakel og segir hverja einustu mynd á hátíðinni vel valda enda sæki um tvöfalt fleiri um en komast að á hverju ári. „Hátíðin er haldin í þrettánda sinn, við höfum marga fjöruna sopið. Hátíðin lifði af kreppuna og alls kyns aðra hluti.“ Sumum gæti fundist freistandi að stækka hátíðina vegna vinsælda og aðsóknar en Helga Rakel segist það óhugsandi. „Hátíðin má ekki stækka mikið, síðustu tvö ár hefur verið fullsetið í Skjaldborgarbíó og hún er ekki haldin í neinni stórborg heldur á Patreksfirði. En það er rík ástæða fyrir því að hún er haldin þar. Fólk er búið að leggja á sig fimm klukkustunda langa ökuferð og komið saman á þennan stað. Þar sem það borðar saman, gistir í sömu húsunum og horfir saman á bíó. Hér myndast einstök stemning, fólk er saman í þessu, það verður til ákveðin nánd og pásurnar eru mikilvægar, þá er staðið fyrir utan bíóið og spjallað.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Vesturbyggð Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Dagskráin er afskaplega fjölbreytt í ár,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir annar skipuleggjanda Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda. Á hátíðinni verða sýndar fimmtán heimildamyndir af mjög fjölbreyttu tagi. Laila Pakalnina er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hún er margverðlaunuð kvikmyndagerðakona og býr í Riga í Lettlandi. „Myndirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, þannig hefur það alltaf verið. Það er virkilega skemmtilegt að við frumsýnum Vasúlka áhrifin því hjónin voru heiðursgestir á hátíðinni fyrir tveimur árum, þá var myndin um þau kynnt sem verk í vinnslu,“ segir Helga Rakel. „Myndin sem lokar hátíðinni er líka mjög áhugaverð. Hún heitir In touch og er pólsk, hún gerist að hluta til á Íslandi. Þetta er saga fólks frá smábæ í Póllandi sem heitir Stary Juchy (Gamla Blóð). Þegar verksmiðju er lokað í bænum fluttu um 400 manns þaðan til Íslands og búa hér enn. Þarna er falleg og skapandi heimildamyndagerð á ferð, segir Helga Rakel og segir hverja einustu mynd á hátíðinni vel valda enda sæki um tvöfalt fleiri um en komast að á hverju ári. „Hátíðin er haldin í þrettánda sinn, við höfum marga fjöruna sopið. Hátíðin lifði af kreppuna og alls kyns aðra hluti.“ Sumum gæti fundist freistandi að stækka hátíðina vegna vinsælda og aðsóknar en Helga Rakel segist það óhugsandi. „Hátíðin má ekki stækka mikið, síðustu tvö ár hefur verið fullsetið í Skjaldborgarbíó og hún er ekki haldin í neinni stórborg heldur á Patreksfirði. En það er rík ástæða fyrir því að hún er haldin þar. Fólk er búið að leggja á sig fimm klukkustunda langa ökuferð og komið saman á þennan stað. Þar sem það borðar saman, gistir í sömu húsunum og horfir saman á bíó. Hér myndast einstök stemning, fólk er saman í þessu, það verður til ákveðin nánd og pásurnar eru mikilvægar, þá er staðið fyrir utan bíóið og spjallað.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Vesturbyggð Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira