Tryggingasvik vaxandi vandi hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 19:00 Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum. Tryggingasvik er sú háttsemi þegar aðilar setja á svið t.d. bílslys eða annars konar slys í von um að fá greiddar út bætur. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að í samanburði við tölur frá nágrannaríkjum okkar séu tryggingasvik um tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum. „Á síðasta ári á Íslandi voru útgreiddar bætur frá tryggingafélögum 43 milljarðar og það mætti þá gera ráð fyrir því hér á landi, ef við horfum á sömu stærðir, að þetta séu um 4,3 milljarðar á ári. Það er risa stór pakki fyrir iðgjaldagreiðendur. Það er að segja fólkið í landinu og fyrirtæki sem eru að greiða iðgjöldin. Þetta hefur áhrif á þau,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Á síðasta ári var tekinn í gagnið tjónagrunnur. „Í gegnum hann er hægt að sjá ákveðið mynstur í hegðun fólks. Það er hægt að sjá ef að sömu aðilar eru að lenda ítrekað í tjónum. Ég veit að lögreglan er að taka þessi mál mjög föstum tökum og er að ljóstra upp um hópa sem eru beinlínis í þessu, þannig það er margt sem verið er að reyna að gera í þessu því það er svo mikið í húfi fyrir viðskiptavini tryggingafélaganna,“ sagði Katrín. Þá segir hún að í nágrannaríkjum okkar þar sem tjónagrunni hefur verið komið á fót sé hægt að sjá lækkun á þessum svikum um allt að 3-5% „Ef við setjum það í íslenskt samhengi gæti það verið lækkun um tvo milljarða. Við ætlum á næstunni að vekja athygli á þessum málum og vonandi hefur það ákveðinn fælingarmátt þegar fólk áttar sig á því að við erum að fylgjast svona markvisst með þessu í samstarfi við lögreglu,“ sagði Katrín.Katrín segir lögregluna taka málin föstum tökumVísir/Vilhelm Lögreglan Lögreglumál Tryggingar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum. Tryggingasvik er sú háttsemi þegar aðilar setja á svið t.d. bílslys eða annars konar slys í von um að fá greiddar út bætur. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að í samanburði við tölur frá nágrannaríkjum okkar séu tryggingasvik um tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum. „Á síðasta ári á Íslandi voru útgreiddar bætur frá tryggingafélögum 43 milljarðar og það mætti þá gera ráð fyrir því hér á landi, ef við horfum á sömu stærðir, að þetta séu um 4,3 milljarðar á ári. Það er risa stór pakki fyrir iðgjaldagreiðendur. Það er að segja fólkið í landinu og fyrirtæki sem eru að greiða iðgjöldin. Þetta hefur áhrif á þau,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Á síðasta ári var tekinn í gagnið tjónagrunnur. „Í gegnum hann er hægt að sjá ákveðið mynstur í hegðun fólks. Það er hægt að sjá ef að sömu aðilar eru að lenda ítrekað í tjónum. Ég veit að lögreglan er að taka þessi mál mjög föstum tökum og er að ljóstra upp um hópa sem eru beinlínis í þessu, þannig það er margt sem verið er að reyna að gera í þessu því það er svo mikið í húfi fyrir viðskiptavini tryggingafélaganna,“ sagði Katrín. Þá segir hún að í nágrannaríkjum okkar þar sem tjónagrunni hefur verið komið á fót sé hægt að sjá lækkun á þessum svikum um allt að 3-5% „Ef við setjum það í íslenskt samhengi gæti það verið lækkun um tvo milljarða. Við ætlum á næstunni að vekja athygli á þessum málum og vonandi hefur það ákveðinn fælingarmátt þegar fólk áttar sig á því að við erum að fylgjast svona markvisst með þessu í samstarfi við lögreglu,“ sagði Katrín.Katrín segir lögregluna taka málin föstum tökumVísir/Vilhelm
Lögreglan Lögreglumál Tryggingar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira