Bretar segja rússnesk stjórnvöld þurfa að haga sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2019 08:00 Pútín vill hætta að tala um Skrípal. Nordicphotos/AFP Samband Bretlands og Rússlands batnar ekki nema rússnesk stjórnvöld breyti hegðun sinni. Þetta sagði upplýsingafulltrúi Theresu May, breska forsætisráðherrans, í gær. Samband ríkjanna hefur verið afar stirt að undanförnu og þá sérstaklega eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans í Salisbury á síðasta ári. „Við höfum verið afdráttarlaus og sagt að árásargirni og viðleitni Rússa til að skapa óreiðu grafi undan fullyrðingum þeirra um að ríkið geti verið ábyrgur samstarfsaðili,“ hafði Reuters eftir upplýsingafulltrúanum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist fyrr í gær vona að næsti forsætisráðherra Bretlands, valinn í komandi leiðtogakjöri Íhaldsflokksins, gæti leyft sér að gleyma efnavopnaárásinni í Salisbury og þannig einbeitt sér að því að bæta sambandið. Rússar hafa frá upphafi neitað ábyrgð í málinu en Bretar og fleiri ríki vísuðu rússneskum erindrekum úr landi vegna Skrípal-árásarinnar. Tveir Rússar hafa verið ákærðir í Bretlandi fyrir morðtilraun vegna málsins. „Hnattræn vandamál sem tengjast sameiginlegum hagsmunum á sviði efnahags-, félags- og varnarmála eru mun mikilvægari en leikir leyniþjónusta. Ég tala hér sem sérfræðingur, trúið mér. Við þurfum að hætta að einbeita okkur að smámálum sem þessu og fara að ræða það sem raunverulega skiptir máli,“ sagði Pútín og tók fram að bætt samskipti væru góð fyrir þau hundruð breskra fyrirtækja sem hafa starfsemi í Rússlandi. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Rússland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Samband Bretlands og Rússlands batnar ekki nema rússnesk stjórnvöld breyti hegðun sinni. Þetta sagði upplýsingafulltrúi Theresu May, breska forsætisráðherrans, í gær. Samband ríkjanna hefur verið afar stirt að undanförnu og þá sérstaklega eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans í Salisbury á síðasta ári. „Við höfum verið afdráttarlaus og sagt að árásargirni og viðleitni Rússa til að skapa óreiðu grafi undan fullyrðingum þeirra um að ríkið geti verið ábyrgur samstarfsaðili,“ hafði Reuters eftir upplýsingafulltrúanum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist fyrr í gær vona að næsti forsætisráðherra Bretlands, valinn í komandi leiðtogakjöri Íhaldsflokksins, gæti leyft sér að gleyma efnavopnaárásinni í Salisbury og þannig einbeitt sér að því að bæta sambandið. Rússar hafa frá upphafi neitað ábyrgð í málinu en Bretar og fleiri ríki vísuðu rússneskum erindrekum úr landi vegna Skrípal-árásarinnar. Tveir Rússar hafa verið ákærðir í Bretlandi fyrir morðtilraun vegna málsins. „Hnattræn vandamál sem tengjast sameiginlegum hagsmunum á sviði efnahags-, félags- og varnarmála eru mun mikilvægari en leikir leyniþjónusta. Ég tala hér sem sérfræðingur, trúið mér. Við þurfum að hætta að einbeita okkur að smámálum sem þessu og fara að ræða það sem raunverulega skiptir máli,“ sagði Pútín og tók fram að bætt samskipti væru góð fyrir þau hundruð breskra fyrirtækja sem hafa starfsemi í Rússlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Rússland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira