Sigurður Örlygsson borinn til grafar í dag Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2019 10:34 Fjöldi vina og kollega minnast Sigurðar Örlygssonar sem verður jarðsunginn í dag. Þessi ljósmynd Stefáns Karlssonar er frá árinu 2005 þegar Sigurður sýndi í Gallerí Sævars Karls. fbl/stefán Sigurður Örlygsson, einn af merkari myndlistarmönnum þjóðarinnar, lést fyrir viku eftir erfið veikindi. Hann verður jarðsunginn í dag. En, Sigurður fæddist í Reykjavík 1946. Fjöldi vina og kollega minnast Sigurðar í minningargreinum Morgunblaðsins í dag sem og á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er listakonan Kogga sem segir nú genginn einn albesti vinur sinn „og mannsins míns, Magnúsar Kjartanssonar. Öll sú vinátta og samvera, fyrst með honum einum, en síðar einnig með Stellu og öllum þeirra börnum markaði djúp spor í mitt líf, Magnúsar og okkar barna. Siggi er og verður ógleymanlegur, öllum þeim er kynntust honum. Eldmóðurinn og geislandi gáfurnar kynntu bál.“Nú er genginn Sigurður Örlygsson, einn albesti vinur minn og mannsins míns, Magnúsar Kjartanssonar. Öll sú vinátta og... Posted by Kolbrún Björgólfsdóttir on Tuesday, June 4, 2019 Vernharður Linnet, segir af sameiginlegum jassáhuga þeirra í minningargrein hvar hann kallar Sigurð lífskúnstner. „Við höfðum báðir mikið dálæti á Miles Davis og er Siggi eini Íslendingurinn sem ég hef kynnst sem sló mér við í kunnáttu á tónlist Miles Davis eftir að raftímabil hans hófst. Ég átti erfitt með að fóta mig í tónlist Miles eftir »Bitches Brew«, en Siggi kenndi mér listina að skilja á milli snilldarinnar í trompetleik hans og rokkfönkaðs hrynleiksins og langra gítarsólóa. Sátum við oft á vinnustofu hans og ræddum og hlustuðum á rafskífur Miles.“Sigurður Ölygsson kollegi og vinur til margra ára verður jarðsettur í dag ég skrifaði nokkur fátækleg orð í... Posted by Daði Guðbjörnsson on Thursday, June 6, 2019 Drungaleg dystópía Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar jafnframt minningarorð um Sigurð og segist einhvern tíma hafa sagt við Sigurð í hálfkæringi að hann hefði getað orðið fyrirtaks fræðimaður af gamla skólanum, einn af þeim kostulegu karakterum, sérvitrum og mátulega ölkærum, sem Örlygur faðir hans fjallar um í bókum sínum. „Um leið hef ég engar efasemdir um framlag hans til íslenskrar myndlistar. Sigurður er ótvírætt helsti íslenski fulltrúi hinnar stórbrotnu bandarísku strangflatalistar sem oftast er kennd við þá Barnett Newman, Ellsworth Kelly og Kenneth Noland; þetta er myndlist sterkra órofa lita og stórra flata og hæfir þannig stórlyndum fulltrúa hennar hér uppi á Íslandi.Sigurður og nokkur verk hans.Facebooksíða SigurðarStröng myndlist hans er heldur ekki neins konar eftirlíking, heldur spyr áhorfandann spurninga á eigin forsendum. Annað markvert tímabil er einnig til í myndlist Sigurðar, gríðarlega umfangsmikill og óreiðukenndur sambræðingur þrívíðra hluta og ýmissa aðfanga úr bókum og blöðum. Þessi verk lýsa drungalegri dystópíu, þar sem uggvænlegir atburðir eru iðulega handan við sjónarrönd.“Málaði allt með hjartanu Egill Eðvarðsson listmálari og kvikmyndagerðarmaður segir, svo áfram sé vitnað til minningargreina Morgunblaðsins, að daginn „sem Siggi sýndi dúkana 7 á Kjarvalsstöðum í mars 1988 fékk íslensk myndlistarsaga ný viðmið. Hann hafði svo sem sýnt tilburði í þessa átt löngu áður, en með þessari sýningu var blásið í lúðra og hljómurinn var feitur. Hvílíkur kraftur, hvílíkt áræði, hugvit og handbragð,“ skrifar Egill og heldur áfram: „Þessi magnaði myndlistarmaður átti svo eftir að fylgja þessum stórviðburði eftir með alls kyns tilbrigðum ævina á enda, en höfundareinkenni Sigga leyndu sér þó aldrei jafnvel þótt myndflöturinn minnkaði og væri kannski bara á stærð við handarbak og penslarnir númer 4. Nei, Siggi var alltaf samur við sig. Siggi málaði allt...með hjartanu!“Þegar ég hóf nám í byggingalist á Konunglegu Listaakademiunni í Kaupmannahöfn hafði Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður... Posted by Hilmar Þór Björnsson on Thursday, June 6, 2019Geómetrían ráðandi í verkum hans Trausti Valsson skipulagsfræðingur segir Sigurð afar „metódískan“ málara. „Í seinni tíð notaði hann ásamt agaðri myndhugsun, flæði og tilviljanir til að gera myndir sínar meira spennandi. Þessi aðferð nýttist honum vel við að losna úr viðjum þess stífa í eldri geómetrískum verkum sínum. Upphaf málaralistar Sigga var í geómetríunni og eftir tímabil fantasíu landslags og tilfinningaþrunginna fjölskyldumynda, tók hann aftur til við geómetríuna. Nýja geómetríu-tímabilinu kom hann á framfæri í tveimur sýningum þegar hann varð sjötugur. Eftir þær sýningar tók Siggi til við nýja seríu geómetrískra mynda sem er, að mínu mati, það besta er eftir Sigga liggur.“ Kæru vinir. Elskulegur faðir minn, Sigurður Örlygsson, lést á Landspítalanum á fimmtudaginn síðastliðinn eftir erfið... Posted by Arnljótur Sigurðsson on Wednesday, June 5, 2019 Andlát Myndlist Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Sigurður Örlygsson, einn af merkari myndlistarmönnum þjóðarinnar, lést fyrir viku eftir erfið veikindi. Hann verður jarðsunginn í dag. En, Sigurður fæddist í Reykjavík 1946. Fjöldi vina og kollega minnast Sigurðar í minningargreinum Morgunblaðsins í dag sem og á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er listakonan Kogga sem segir nú genginn einn albesti vinur sinn „og mannsins míns, Magnúsar Kjartanssonar. Öll sú vinátta og samvera, fyrst með honum einum, en síðar einnig með Stellu og öllum þeirra börnum markaði djúp spor í mitt líf, Magnúsar og okkar barna. Siggi er og verður ógleymanlegur, öllum þeim er kynntust honum. Eldmóðurinn og geislandi gáfurnar kynntu bál.“Nú er genginn Sigurður Örlygsson, einn albesti vinur minn og mannsins míns, Magnúsar Kjartanssonar. Öll sú vinátta og... Posted by Kolbrún Björgólfsdóttir on Tuesday, June 4, 2019 Vernharður Linnet, segir af sameiginlegum jassáhuga þeirra í minningargrein hvar hann kallar Sigurð lífskúnstner. „Við höfðum báðir mikið dálæti á Miles Davis og er Siggi eini Íslendingurinn sem ég hef kynnst sem sló mér við í kunnáttu á tónlist Miles Davis eftir að raftímabil hans hófst. Ég átti erfitt með að fóta mig í tónlist Miles eftir »Bitches Brew«, en Siggi kenndi mér listina að skilja á milli snilldarinnar í trompetleik hans og rokkfönkaðs hrynleiksins og langra gítarsólóa. Sátum við oft á vinnustofu hans og ræddum og hlustuðum á rafskífur Miles.“Sigurður Ölygsson kollegi og vinur til margra ára verður jarðsettur í dag ég skrifaði nokkur fátækleg orð í... Posted by Daði Guðbjörnsson on Thursday, June 6, 2019 Drungaleg dystópía Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar jafnframt minningarorð um Sigurð og segist einhvern tíma hafa sagt við Sigurð í hálfkæringi að hann hefði getað orðið fyrirtaks fræðimaður af gamla skólanum, einn af þeim kostulegu karakterum, sérvitrum og mátulega ölkærum, sem Örlygur faðir hans fjallar um í bókum sínum. „Um leið hef ég engar efasemdir um framlag hans til íslenskrar myndlistar. Sigurður er ótvírætt helsti íslenski fulltrúi hinnar stórbrotnu bandarísku strangflatalistar sem oftast er kennd við þá Barnett Newman, Ellsworth Kelly og Kenneth Noland; þetta er myndlist sterkra órofa lita og stórra flata og hæfir þannig stórlyndum fulltrúa hennar hér uppi á Íslandi.Sigurður og nokkur verk hans.Facebooksíða SigurðarStröng myndlist hans er heldur ekki neins konar eftirlíking, heldur spyr áhorfandann spurninga á eigin forsendum. Annað markvert tímabil er einnig til í myndlist Sigurðar, gríðarlega umfangsmikill og óreiðukenndur sambræðingur þrívíðra hluta og ýmissa aðfanga úr bókum og blöðum. Þessi verk lýsa drungalegri dystópíu, þar sem uggvænlegir atburðir eru iðulega handan við sjónarrönd.“Málaði allt með hjartanu Egill Eðvarðsson listmálari og kvikmyndagerðarmaður segir, svo áfram sé vitnað til minningargreina Morgunblaðsins, að daginn „sem Siggi sýndi dúkana 7 á Kjarvalsstöðum í mars 1988 fékk íslensk myndlistarsaga ný viðmið. Hann hafði svo sem sýnt tilburði í þessa átt löngu áður, en með þessari sýningu var blásið í lúðra og hljómurinn var feitur. Hvílíkur kraftur, hvílíkt áræði, hugvit og handbragð,“ skrifar Egill og heldur áfram: „Þessi magnaði myndlistarmaður átti svo eftir að fylgja þessum stórviðburði eftir með alls kyns tilbrigðum ævina á enda, en höfundareinkenni Sigga leyndu sér þó aldrei jafnvel þótt myndflöturinn minnkaði og væri kannski bara á stærð við handarbak og penslarnir númer 4. Nei, Siggi var alltaf samur við sig. Siggi málaði allt...með hjartanu!“Þegar ég hóf nám í byggingalist á Konunglegu Listaakademiunni í Kaupmannahöfn hafði Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður... Posted by Hilmar Þór Björnsson on Thursday, June 6, 2019Geómetrían ráðandi í verkum hans Trausti Valsson skipulagsfræðingur segir Sigurð afar „metódískan“ málara. „Í seinni tíð notaði hann ásamt agaðri myndhugsun, flæði og tilviljanir til að gera myndir sínar meira spennandi. Þessi aðferð nýttist honum vel við að losna úr viðjum þess stífa í eldri geómetrískum verkum sínum. Upphaf málaralistar Sigga var í geómetríunni og eftir tímabil fantasíu landslags og tilfinningaþrunginna fjölskyldumynda, tók hann aftur til við geómetríuna. Nýja geómetríu-tímabilinu kom hann á framfæri í tveimur sýningum þegar hann varð sjötugur. Eftir þær sýningar tók Siggi til við nýja seríu geómetrískra mynda sem er, að mínu mati, það besta er eftir Sigga liggur.“ Kæru vinir. Elskulegur faðir minn, Sigurður Örlygsson, lést á Landspítalanum á fimmtudaginn síðastliðinn eftir erfið... Posted by Arnljótur Sigurðsson on Wednesday, June 5, 2019
Andlát Myndlist Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira