Leyndi sér ekki að hann var búinn að ákveða hvernig hann ætlaði sér að fagna en það er ekkert slíkt upp á teningnum núna fyrir leikinn gegn Albaníu.
„Ég hef minna pælt í því en það er gott að vera kominn á blað í þessari keppni og það mun hjálpa mér,“ segir Viðar Örn léttur en hann býst við erfiðum leik gegn Albaníu.
„Þetta verður mjög erfitt verkefni og mikilvægir leikir. Ég undirbý mig alltaf eins og ég sé að fara að byrja leiki. Það er betra en við erum með gott lið og fullt af flottum leikmönnum sem geta byrjað þennan leik. Ég er samt klár ef að kallið kemur.“