Bæta úr aðgengi fyrir fatlaða í sjóböðunum Sveinn Arnarsson skrifar 6. júní 2019 08:30 Sjóböðin við Húsavík hafa verið afar fjölsótt upp á síðkastið og hafa vakið verðskuldaða athygli og lof ferðalanga, erlendra sem íslenskra. MYND/GEOSEA Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings fer fram á að útbúnaður í búningsklefum verði lagaður svo að hann henti fötluðu fólki, til samræmis við hönnun hússins. Sjálfsbjörg kvartaði til byggingarfulltrúa varðandi aðgengi og upplifun fatlaðra í sjóböðunum. Taldi sambandið ýmsa vankanta á þar sem um baðstað væri að ræða sem opinn væri öllum. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, segir stutt síðan staðurinn var opnaður og að unnið sé að endurbótum. „Við viljum leggja okkur fram um að aðgengi allra að sjóböðunum sé sem best. Við erum að vinna í lagfæringum til að koma til móts við þennan hóp fólks. Mikilvægt er að vinna þær umbætur hratt og örugglega,“ segir Sigurjón. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings svaraði Sjálfsbjörg í byrjun júní. Byggingarfulltrúi fer fram á í skýrslu að búningsklefar sjóbaðanna verði útbúnir þannig að það henti fötluðum sem allra fyrst þar sem stuðningshandföng hafi ekki verið sett upp. Einnig var gert ráð fyrir að ein sturta ætti að vera í hvorum klefa sem hentaði fötluðum einstaklingum. „Þó er enn hvorki búið að setja upp sæti né stuðningshandföng til samræmis við hönnun.“ Byggingarfulltrúi fer einnig fram á það við fyrirtækið að sturtur verði útbúnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnun. Einnig segir í skýrslunni að við hönnun hússins hafi verið lagt í gerð ramps af bílastæðum sem ætti að þjónusta fatlaða sem ófatlaða. „ Þannig stenst núverandi aðkoma að húsinu ákvæði reglugerðar að mestu en raunar ekki að alveg öllu leyti þar sem hluti hans telst of brattur,“ segir í skýrslu byggingarfulltrúans. Hægt er að aka fólki í hjólastólum inn að sunnanverðu. Hins vegar telur Sigurjón, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, að „ekki sé æskilegt að aka ökutækjum nema í undantekningartilvikum nærri baðstað til að vernda upplifun gesta.“ Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir eðlilegt að hugað sé að þörfum allra áður en staðir eins og sjóböðin séu opnaðir. „Ég er búinn að vera í samskiptum við fyrirtækið sem rekur sjóböðin nú í nokkuð langan tíma. Það er hvimleitt að við þurfum að standa í þessu því þetta ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál,“ segir Bergur Þorri. „Það sem skiptir máli er að hugað sé að málum sem þessum áður en haldið er í svo stórar framkvæmdir.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings fer fram á að útbúnaður í búningsklefum verði lagaður svo að hann henti fötluðu fólki, til samræmis við hönnun hússins. Sjálfsbjörg kvartaði til byggingarfulltrúa varðandi aðgengi og upplifun fatlaðra í sjóböðunum. Taldi sambandið ýmsa vankanta á þar sem um baðstað væri að ræða sem opinn væri öllum. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, segir stutt síðan staðurinn var opnaður og að unnið sé að endurbótum. „Við viljum leggja okkur fram um að aðgengi allra að sjóböðunum sé sem best. Við erum að vinna í lagfæringum til að koma til móts við þennan hóp fólks. Mikilvægt er að vinna þær umbætur hratt og örugglega,“ segir Sigurjón. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings svaraði Sjálfsbjörg í byrjun júní. Byggingarfulltrúi fer fram á í skýrslu að búningsklefar sjóbaðanna verði útbúnir þannig að það henti fötluðum sem allra fyrst þar sem stuðningshandföng hafi ekki verið sett upp. Einnig var gert ráð fyrir að ein sturta ætti að vera í hvorum klefa sem hentaði fötluðum einstaklingum. „Þó er enn hvorki búið að setja upp sæti né stuðningshandföng til samræmis við hönnun.“ Byggingarfulltrúi fer einnig fram á það við fyrirtækið að sturtur verði útbúnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnun. Einnig segir í skýrslunni að við hönnun hússins hafi verið lagt í gerð ramps af bílastæðum sem ætti að þjónusta fatlaða sem ófatlaða. „ Þannig stenst núverandi aðkoma að húsinu ákvæði reglugerðar að mestu en raunar ekki að alveg öllu leyti þar sem hluti hans telst of brattur,“ segir í skýrslu byggingarfulltrúans. Hægt er að aka fólki í hjólastólum inn að sunnanverðu. Hins vegar telur Sigurjón, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, að „ekki sé æskilegt að aka ökutækjum nema í undantekningartilvikum nærri baðstað til að vernda upplifun gesta.“ Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir eðlilegt að hugað sé að þörfum allra áður en staðir eins og sjóböðin séu opnaðir. „Ég er búinn að vera í samskiptum við fyrirtækið sem rekur sjóböðin nú í nokkuð langan tíma. Það er hvimleitt að við þurfum að standa í þessu því þetta ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál,“ segir Bergur Þorri. „Það sem skiptir máli er að hugað sé að málum sem þessum áður en haldið er í svo stórar framkvæmdir.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira