Hæsti skýjakljúfur landsins Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 6. júní 2019 07:45 Hæsti skýjakljúfur á Íslandi, Hvannadalshnjúkur. Fjallaskíðahópur frá Ferðafélagi Íslands er mættur á toppinn. Í Reykjavík eru fáir skýjakljúfar en á Öræfajökli, hæsta og stærsta eldfjalli landsins, eru nokkrir slíkir. Þar ber fyrst að nefna hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk, og bróður hans Sveinstind (2.044 m) en líka Vestari Hnapp (1.849 m), Rótarfellshnjúk (1.820 m) og Efri Dyrhamar (1.917 m). Þessi risar eiga allir til að stinga sér í gegnum ský sem oft vilja leggjast að Öræfajökli. Það gerðist einmitt á uppstigningardag, göngu- og fjallaskíðafólki á jöklinum til mikillar ánægju. Framan af degi sást varla ský á himni en þegar kom að öskjubrúninni færðist yfir þéttur skýjabakki sem gengið var upp úr í 2.060 m hæð, rétt neðan við hátindinn. Það var ótrúlegt sjónarspil að fylgjast með tindunum kljúfa sig hver af öðrum í gegnum skýjateppi sem smám saman þynntist og lét undan. Hvannadalshnjúkur er nefndur eftir Hvannadal, afar fáförnu dalverpi upp af Svínafellsheiði. Þaðan er frábært útsýni upp á Hnjúkinn en einnig sést vel í Hvannadalshrygg og þverhníptan Dyrhamar. Fyrstur til að ganga á Hvannadalshnjúk var Norðmaðurinn Hans Frisak í júlí 1813 og var Jón Árnason, bóndi á Fagurhólsmýri, með í ferðinni sem þótti mikið afrek. Tæpum tveimur áratugum áður hafði Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, gert atlögu að Öræfajökli en náði ekki tindi sem síðar var nefndur eftir honum, Sveinstindi, en hann var þá talinn hæsti tindur landsins. Það var síðan 1904 að danskir landmælingamenn mældu út Hvannadalshnjúk, og fengu töluna 2.119 m, sem var 66 m betur en Sveinstindur sem varð að sætta sig við annað sætið. Rúmri öld síðar tilkynnti Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, með viðhöfn að jökulkollurinn efst hefði lækkað um 9 m frá fyrri mælingu og síðan hefur opinber hæð Hnjúksins verið 2.010 m. Austurhlíð Hvannadalshnjúks er tilkomumest en sjálfur tindurinn er ávalur. Algengasta gönguleiðin á Hvannadalshnjúk liggur upp Sandfell og þaðan áfram svokallaða Dauðabrekku uns komið er að rótum Hnjúksins suðvestanmegin. Hnappaleið upp af Fagurhólsmýri er einnig vinsæl, enda hægt að stytta gönguna með því að aka á vel búnum jeppa upp í 700 m hæð. Þaðan er haldið í norðurátt á Hnjúkinn, meðfram hrímuðum Vestari Hnapp. Brattari leið og sprungnari liggur upp Virkisjökul, austan við Dyrhamar, og þaðan að suðurhlíðum Hnjúksins. Þessar gönguleiðir eru jafnframt frábærar fjallaskíðaleiðir, ekki síst Sandfellsleið. Til þess að ganga á Hvannadalshnjúk eða hina skýjakljúfana þarf að vera í góðu formi en Sandfellsleið er 22 km báðar leiðir og tekur gangan 14-16 tíma. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Í Reykjavík eru fáir skýjakljúfar en á Öræfajökli, hæsta og stærsta eldfjalli landsins, eru nokkrir slíkir. Þar ber fyrst að nefna hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk, og bróður hans Sveinstind (2.044 m) en líka Vestari Hnapp (1.849 m), Rótarfellshnjúk (1.820 m) og Efri Dyrhamar (1.917 m). Þessi risar eiga allir til að stinga sér í gegnum ský sem oft vilja leggjast að Öræfajökli. Það gerðist einmitt á uppstigningardag, göngu- og fjallaskíðafólki á jöklinum til mikillar ánægju. Framan af degi sást varla ský á himni en þegar kom að öskjubrúninni færðist yfir þéttur skýjabakki sem gengið var upp úr í 2.060 m hæð, rétt neðan við hátindinn. Það var ótrúlegt sjónarspil að fylgjast með tindunum kljúfa sig hver af öðrum í gegnum skýjateppi sem smám saman þynntist og lét undan. Hvannadalshnjúkur er nefndur eftir Hvannadal, afar fáförnu dalverpi upp af Svínafellsheiði. Þaðan er frábært útsýni upp á Hnjúkinn en einnig sést vel í Hvannadalshrygg og þverhníptan Dyrhamar. Fyrstur til að ganga á Hvannadalshnjúk var Norðmaðurinn Hans Frisak í júlí 1813 og var Jón Árnason, bóndi á Fagurhólsmýri, með í ferðinni sem þótti mikið afrek. Tæpum tveimur áratugum áður hafði Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, gert atlögu að Öræfajökli en náði ekki tindi sem síðar var nefndur eftir honum, Sveinstindi, en hann var þá talinn hæsti tindur landsins. Það var síðan 1904 að danskir landmælingamenn mældu út Hvannadalshnjúk, og fengu töluna 2.119 m, sem var 66 m betur en Sveinstindur sem varð að sætta sig við annað sætið. Rúmri öld síðar tilkynnti Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, með viðhöfn að jökulkollurinn efst hefði lækkað um 9 m frá fyrri mælingu og síðan hefur opinber hæð Hnjúksins verið 2.010 m. Austurhlíð Hvannadalshnjúks er tilkomumest en sjálfur tindurinn er ávalur. Algengasta gönguleiðin á Hvannadalshnjúk liggur upp Sandfell og þaðan áfram svokallaða Dauðabrekku uns komið er að rótum Hnjúksins suðvestanmegin. Hnappaleið upp af Fagurhólsmýri er einnig vinsæl, enda hægt að stytta gönguna með því að aka á vel búnum jeppa upp í 700 m hæð. Þaðan er haldið í norðurátt á Hnjúkinn, meðfram hrímuðum Vestari Hnapp. Brattari leið og sprungnari liggur upp Virkisjökul, austan við Dyrhamar, og þaðan að suðurhlíðum Hnjúksins. Þessar gönguleiðir eru jafnframt frábærar fjallaskíðaleiðir, ekki síst Sandfellsleið. Til þess að ganga á Hvannadalshnjúk eða hina skýjakljúfana þarf að vera í góðu formi en Sandfellsleið er 22 km báðar leiðir og tekur gangan 14-16 tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira