Upphitun: Mercedes mætir enn sterkara til Kanada Bragi Þórðarson skrifar 6. júní 2019 19:45 Mercedes mætir með nýjar vélar til Kanada Getty Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Gilles Villenueve brautinni í Montreal um helgina. Brautin er í miklu uppáhaldi hjá ríkjandi heimsmeistara, Lewis Hamilton, því Bretinn hefur unnið þessa keppni alls sex sinnum. Vinni Hamilton um helgina mun hann jafna met Michael Schumacher sem vann sjö sinnum í Kanada á sínum ferli. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi þetta tímabil. Lélegasti árangur liðsins kom í Mónakó þegar Hamilton vann en Valtteri Bottas endaði þriðji. Í öllum öðrum mótum ársins hafa Mercedes bílarnir endað í fyrsta og öðru sæti. Bæði Ferrari og Honda hafa uppfært vélar sínar fyrr á þessu tímabili í þeim tilgangi að minnka bilið í Mercedes. Nú eru það hins vegar Mercedes sem mæta með uppfærða vél. Það lofar ekki góðu fyrir liðin sem eru að reyna að keppa við fimmföldu meistarana. Brautin í Montreal er afar teknísk og krefst mikils afls, þess vegna mæta vélarframleiðendur yfirleitt með uppfærslur til Kanada. Kappaksturinn verður ræstur af stað klukkan 18 á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með æfingum, tímatökum og kappakstrinum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Gilles Villenueve brautinni í Montreal um helgina. Brautin er í miklu uppáhaldi hjá ríkjandi heimsmeistara, Lewis Hamilton, því Bretinn hefur unnið þessa keppni alls sex sinnum. Vinni Hamilton um helgina mun hann jafna met Michael Schumacher sem vann sjö sinnum í Kanada á sínum ferli. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi þetta tímabil. Lélegasti árangur liðsins kom í Mónakó þegar Hamilton vann en Valtteri Bottas endaði þriðji. Í öllum öðrum mótum ársins hafa Mercedes bílarnir endað í fyrsta og öðru sæti. Bæði Ferrari og Honda hafa uppfært vélar sínar fyrr á þessu tímabili í þeim tilgangi að minnka bilið í Mercedes. Nú eru það hins vegar Mercedes sem mæta með uppfærða vél. Það lofar ekki góðu fyrir liðin sem eru að reyna að keppa við fimmföldu meistarana. Brautin í Montreal er afar teknísk og krefst mikils afls, þess vegna mæta vélarframleiðendur yfirleitt með uppfærslur til Kanada. Kappaksturinn verður ræstur af stað klukkan 18 á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með æfingum, tímatökum og kappakstrinum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira