Þegar orð og krónur fara ekki saman Eybjörg H. Hauksdóttir og Sigurður Rúnar Sigurjónsson skrifar 5. júní 2019 16:00 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa skilað umsögn um fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020 – 2024. Eins og þar kemur fram hafa samtökin miklar áhyggjur af því að svo virðist sem áætlunin geri ekki ráð fyrir að rekstrargrundvöllur hjúkrunar- og dagdvalarrýma sem þegar eru í rekstri verði tryggður með fullnægjandi hætti. Að mati samtakanna á það einnig við um fyrirhuguð ný hjúkrunar- og dagdvalarrými sem ríkisstjórnin hefur boðað að verði tekin í notkun á næstu misserum. Boða fjölgun um 717 hjúkrunarrými á sex árum Í fjármálaáætluninni kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í málaflokknum sé áætlun um átak í fjölgun nýrra hjúkrunarrýma með byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Er um að ræða fjölgun um 920 rými þótt hluti þeirra verði til við skipulagsbreytingar á aðbúnaði rýma sem þegar eru í notkun. Er það markmið boðað að fjöldi hjúkrunarrýma fari úr 2716 árið 2018 í 3433 árið 2024. Er því um að ræða 717 ný hjúkrunarrými, eða 26,4% fjölgun frá því sem var á síðasta ári. Kemur fram í fjármálaáætluninni að í kjölfar uppbyggingar nýju hjúkrunarrýmanna verði fjárheimildir auknar til að standa straum af rekstri þeirra. Að mati SFV er langt frá því að gert sé ráð fyrir því í áætluninni vegna þess að á sama tíma og boðuð er 26,4% fjölgun rýma er einungis ætlunin að auka framlög til rekstrarins og annarra tilfærslna um 7,05%. Á þá einnig alveg eftir að taka tillit til þess að á þessum sama tíma er ætlunin að fjölga dagdvalarrýmum um 95, úr 775 í 870, sem væntanlega á líka að rúmast innan fjárheimilda málefnasviðsins.Markmiðin varla raunhæf Rétt er að taka fram að líkt og með fyrri fjármálaáætlanir þá hamlar ógegnsæi í framsetningu upplýsinga og talna því að hægt sé að staðhæfa um það hvernig stendur á þessum mismun á rýmafjölgun og aukningu á rekstrarfé. Ekki er þó hægt að álykta annað en að markmiðin sem stjórnvöld eru að setja fram í fjármálaáætluninni séu ekki fjármögnuð í þessari sömu áætlun. Seinkun hefur orðið á byggingu nýrra hjúkrunarrýma auk þess sem tafist hefur að taka ný hjúkrunarrými í notkun, sem leiðir að vissu marki til minni þarfar á rekstrarfé. Ef slík frávik skýra svo viðamikinn mun á fjármögnun og markmiðssetningu í áætluninni er ljóst að það þarf að endurskoða hlutina og aðlaga markmiðasetningu málefnasviðsins að breyttum aðstæðum. Engum er greiði gerður með því að halda á lofti ófjármögnuðum eða óraunhæfum markmiðum í fjármálaætlun. Þá er nauðsynlegt að rýna betur hvers vegna það er svo miklum vandkvæðum bundið að taka ný hjúkrunarrými í notkun, en fyrir því liggja margar ástæður.Engin styrking á rekstrargrundvelli stofnana Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að styrkja þurfi rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila, dagdvala og endurhæfingarstofnana. Ekki er að sjá neinar vísbendingar um slíkt í áætluninni. Þvert á móti virðist ætlunin að skerða rekstrarfé þeirra á hverju einasta ári til ársins 2023, til viðbótar við þær skerðingar sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd. Á sama tíma hefur rekstrarfé verið aukið til annarra heilbrigðisstofnana. Þessi aðgerð stjórnvalda hefur mikil og margþætt áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila og endurhæfingarstofnana og þá viðkvæmu þjónustu sem þau sinna. Það er nefnilega ekki nóg að byggja ný hjúkrunarheimili, það verður líka að tryggja forsvaranlegar rekstrarforsendur fyrir heimilin til að þau geti sinnt hlutverki sínu. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ítrekað bent á að nauðsynlegt sé að styrkja rekstur hjúkrunar-, dvalar-, dagdvalar- og endurhæfingarrýma eins og skrifað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja þingmenn til að samþykkja ekki nýja fjármálaáætlun nema að við það verði staðið.Höfundar eru framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eybjörg H. Hauksdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa skilað umsögn um fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020 – 2024. Eins og þar kemur fram hafa samtökin miklar áhyggjur af því að svo virðist sem áætlunin geri ekki ráð fyrir að rekstrargrundvöllur hjúkrunar- og dagdvalarrýma sem þegar eru í rekstri verði tryggður með fullnægjandi hætti. Að mati samtakanna á það einnig við um fyrirhuguð ný hjúkrunar- og dagdvalarrými sem ríkisstjórnin hefur boðað að verði tekin í notkun á næstu misserum. Boða fjölgun um 717 hjúkrunarrými á sex árum Í fjármálaáætluninni kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í málaflokknum sé áætlun um átak í fjölgun nýrra hjúkrunarrýma með byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Er um að ræða fjölgun um 920 rými þótt hluti þeirra verði til við skipulagsbreytingar á aðbúnaði rýma sem þegar eru í notkun. Er það markmið boðað að fjöldi hjúkrunarrýma fari úr 2716 árið 2018 í 3433 árið 2024. Er því um að ræða 717 ný hjúkrunarrými, eða 26,4% fjölgun frá því sem var á síðasta ári. Kemur fram í fjármálaáætluninni að í kjölfar uppbyggingar nýju hjúkrunarrýmanna verði fjárheimildir auknar til að standa straum af rekstri þeirra. Að mati SFV er langt frá því að gert sé ráð fyrir því í áætluninni vegna þess að á sama tíma og boðuð er 26,4% fjölgun rýma er einungis ætlunin að auka framlög til rekstrarins og annarra tilfærslna um 7,05%. Á þá einnig alveg eftir að taka tillit til þess að á þessum sama tíma er ætlunin að fjölga dagdvalarrýmum um 95, úr 775 í 870, sem væntanlega á líka að rúmast innan fjárheimilda málefnasviðsins.Markmiðin varla raunhæf Rétt er að taka fram að líkt og með fyrri fjármálaáætlanir þá hamlar ógegnsæi í framsetningu upplýsinga og talna því að hægt sé að staðhæfa um það hvernig stendur á þessum mismun á rýmafjölgun og aukningu á rekstrarfé. Ekki er þó hægt að álykta annað en að markmiðin sem stjórnvöld eru að setja fram í fjármálaáætluninni séu ekki fjármögnuð í þessari sömu áætlun. Seinkun hefur orðið á byggingu nýrra hjúkrunarrýma auk þess sem tafist hefur að taka ný hjúkrunarrými í notkun, sem leiðir að vissu marki til minni þarfar á rekstrarfé. Ef slík frávik skýra svo viðamikinn mun á fjármögnun og markmiðssetningu í áætluninni er ljóst að það þarf að endurskoða hlutina og aðlaga markmiðasetningu málefnasviðsins að breyttum aðstæðum. Engum er greiði gerður með því að halda á lofti ófjármögnuðum eða óraunhæfum markmiðum í fjármálaætlun. Þá er nauðsynlegt að rýna betur hvers vegna það er svo miklum vandkvæðum bundið að taka ný hjúkrunarrými í notkun, en fyrir því liggja margar ástæður.Engin styrking á rekstrargrundvelli stofnana Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að styrkja þurfi rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila, dagdvala og endurhæfingarstofnana. Ekki er að sjá neinar vísbendingar um slíkt í áætluninni. Þvert á móti virðist ætlunin að skerða rekstrarfé þeirra á hverju einasta ári til ársins 2023, til viðbótar við þær skerðingar sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd. Á sama tíma hefur rekstrarfé verið aukið til annarra heilbrigðisstofnana. Þessi aðgerð stjórnvalda hefur mikil og margþætt áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila og endurhæfingarstofnana og þá viðkvæmu þjónustu sem þau sinna. Það er nefnilega ekki nóg að byggja ný hjúkrunarheimili, það verður líka að tryggja forsvaranlegar rekstrarforsendur fyrir heimilin til að þau geti sinnt hlutverki sínu. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ítrekað bent á að nauðsynlegt sé að styrkja rekstur hjúkrunar-, dvalar-, dagdvalar- og endurhæfingarrýma eins og skrifað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja þingmenn til að samþykkja ekki nýja fjármálaáætlun nema að við það verði staðið.Höfundar eru framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun