Kane hefur engar áhyggjur af því að sárindi frá Meistaradeildarleiknum trufli enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 22:00 Harry Kane og félagar eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Getty/David S. Bustamante Enska landsliðið mætir því hollenska í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á morgun en nokkrir leikmenn enska liðsins voru andstæðingar á laugardaginn var. Leikur Englands og Hollands fer fram annað kvöld og verður hann í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn kemst í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Harry Kane er einn af fjórum leikmönnum enska landsliðshópsins sem töpuðu úrslitaleik Meistaradeildarinnar um síðustu helgi. Tottenham tapaði þar 2-0 á móti Liverpool en auk Kane voru í Tottenham-liðinu þeir Dele Alli, Eric Dier og Danny Rose. Harry Kane segir að það sé mjög sterk samkennd innan enska landsliðsins og það fari vel á með öllum í liðinu. „Við höfum myndað svo sterk tengsl að þótt að við spilum með mismunandi félögum þá eru allir einbeittir á verkefni landsliðsins þegar við komum saman“ sagði Harry Kane eins og kemur fram á heimasíðu UEFA. Enska landsliðið er skipað mörgum leikmönnum sem ættu að geta verið liðsfélagar í landsliðinu í mörg ár til viðbótar. Leikmenn Liverpool í enska landsliðinu eru þeir Jordan Henderson, Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold. Í hollenska liðinu eru síðan Liverpool leikmennirnir Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum. „Það þarf ekkert að tala um það við menn að þeir þurfi klæða sig úr félagshamnum. Það gerist á náttúrulegan hátt. Það hjálpar líka til að við höfum spilað saman upp yngri landsliðin og einnig með félagsliðum þegar við vorum yngri. Við erum því allir mjög góðir vinir,“ sagði Kane. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Enska landsliðið mætir því hollenska í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á morgun en nokkrir leikmenn enska liðsins voru andstæðingar á laugardaginn var. Leikur Englands og Hollands fer fram annað kvöld og verður hann í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn kemst í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Harry Kane er einn af fjórum leikmönnum enska landsliðshópsins sem töpuðu úrslitaleik Meistaradeildarinnar um síðustu helgi. Tottenham tapaði þar 2-0 á móti Liverpool en auk Kane voru í Tottenham-liðinu þeir Dele Alli, Eric Dier og Danny Rose. Harry Kane segir að það sé mjög sterk samkennd innan enska landsliðsins og það fari vel á með öllum í liðinu. „Við höfum myndað svo sterk tengsl að þótt að við spilum með mismunandi félögum þá eru allir einbeittir á verkefni landsliðsins þegar við komum saman“ sagði Harry Kane eins og kemur fram á heimasíðu UEFA. Enska landsliðið er skipað mörgum leikmönnum sem ættu að geta verið liðsfélagar í landsliðinu í mörg ár til viðbótar. Leikmenn Liverpool í enska landsliðinu eru þeir Jordan Henderson, Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold. Í hollenska liðinu eru síðan Liverpool leikmennirnir Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum. „Það þarf ekkert að tala um það við menn að þeir þurfi klæða sig úr félagshamnum. Það gerist á náttúrulegan hátt. Það hjálpar líka til að við höfum spilað saman upp yngri landsliðin og einnig með félagsliðum þegar við vorum yngri. Við erum því allir mjög góðir vinir,“ sagði Kane.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira