Ísafjarðarbær þarfnast ekki fleiri vina í bili Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:00 Ísafjarðarbær fékk innilega vinarbeiðni frá Póllandi á dögunum en ræður ekki við fleiri vini í bili að mati bæjarráðs. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjóri pólska smábæjarins Ustrzyki Dolne situr eftir með sárt ennið eftir að hafa óskað formlega eftir vinabæjarsamstarfi við Ísafjarðarbæ. Erindi bæjarstjórans, Bartosz Romowicz, sem og litrík og skemmtileg kynning á bæ hans var tekin fyrir á fundi bæjarráðs á mánudaginn var. Í bréfi Romowicz bæjarstjóra er óskað eftir að Ísafjarðarbær skoði hvort vilji sé fyrir því að koma á vinabæjarsamstarfi milli sveitarfélaganna tveggja. Ustrzyki Dolne er að sögn bæjarstjórans 17 þúsund manna bær í gríðarfallegu fjallaumhverfi í suðausturhluta Póllands. Bærinn er sagður hafa mikla möguleika, töluverð uppbygging hafi átt sér stað þar en bærinn sé í leit að auknum tækifærum með alþjóðlegu samstarfi. Í bréfhausnum vitnar Romowicz bæjarstjóri meira að segja í höfund Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling: „Peaceful cooperation is the key to success,“ sem myndi útleggjast sem „Friðsælt samstarf er lykillinn að velgengni.“ Í bréfinu telur Romowicz bæjarstjóri upp hina ýmsu kosti Ustrzyki Dolne, hverju Ísafjarðarbær megi búast við í samstarfinu og til hvers verði ætlast af þeim í staðinn. Erindi þessu fylgdi sömuleiðis efnismikill kynningarbæklingur um allt það helsta sem finna má í pólska bænum. Allt frá áhugaverðum kennileitum og afþreyingu sem í boði er, veitingastaði og gistingu. Romowicz bæjarstjóri verður seint sakaður um að taka skortstöðu gagnvart bæ sínum ef marka má lýsingarnar. „Einstakt landslagið, nálægðin við náttúruna, kyrrðin og gnægð ósnortinnar náttúru ætti að laða að alla þá sem leita frelsis og afslöppunar. Á veturnar leitar vetraríþróttafólk í fullkomnar aðstæður hér og fyrsta flokks aðstöðu.“ Bæjarráð þakkar Romowicz bæjarstjóra gott boð í bókun á fundinum en svo er að skilja að Ísafjarðarbær hafi ekki pláss fyrir fleiri vini að sinni. „Ísafjarðarbær er lítið sveitarfélag sem er nú þegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og hefur því miður ekki fjármagn og mannafla í að sinna frekari vinabæjarsamskiptum. Bæjarráð hafnar því beiðni að sinni um vinabæjarsamstarf við Ustrzyki Dolne Commune,“ segir í afgreiðslu bæjarráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Bæjarstjóri pólska smábæjarins Ustrzyki Dolne situr eftir með sárt ennið eftir að hafa óskað formlega eftir vinabæjarsamstarfi við Ísafjarðarbæ. Erindi bæjarstjórans, Bartosz Romowicz, sem og litrík og skemmtileg kynning á bæ hans var tekin fyrir á fundi bæjarráðs á mánudaginn var. Í bréfi Romowicz bæjarstjóra er óskað eftir að Ísafjarðarbær skoði hvort vilji sé fyrir því að koma á vinabæjarsamstarfi milli sveitarfélaganna tveggja. Ustrzyki Dolne er að sögn bæjarstjórans 17 þúsund manna bær í gríðarfallegu fjallaumhverfi í suðausturhluta Póllands. Bærinn er sagður hafa mikla möguleika, töluverð uppbygging hafi átt sér stað þar en bærinn sé í leit að auknum tækifærum með alþjóðlegu samstarfi. Í bréfhausnum vitnar Romowicz bæjarstjóri meira að segja í höfund Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling: „Peaceful cooperation is the key to success,“ sem myndi útleggjast sem „Friðsælt samstarf er lykillinn að velgengni.“ Í bréfinu telur Romowicz bæjarstjóri upp hina ýmsu kosti Ustrzyki Dolne, hverju Ísafjarðarbær megi búast við í samstarfinu og til hvers verði ætlast af þeim í staðinn. Erindi þessu fylgdi sömuleiðis efnismikill kynningarbæklingur um allt það helsta sem finna má í pólska bænum. Allt frá áhugaverðum kennileitum og afþreyingu sem í boði er, veitingastaði og gistingu. Romowicz bæjarstjóri verður seint sakaður um að taka skortstöðu gagnvart bæ sínum ef marka má lýsingarnar. „Einstakt landslagið, nálægðin við náttúruna, kyrrðin og gnægð ósnortinnar náttúru ætti að laða að alla þá sem leita frelsis og afslöppunar. Á veturnar leitar vetraríþróttafólk í fullkomnar aðstæður hér og fyrsta flokks aðstöðu.“ Bæjarráð þakkar Romowicz bæjarstjóra gott boð í bókun á fundinum en svo er að skilja að Ísafjarðarbær hafi ekki pláss fyrir fleiri vini að sinni. „Ísafjarðarbær er lítið sveitarfélag sem er nú þegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og hefur því miður ekki fjármagn og mannafla í að sinna frekari vinabæjarsamskiptum. Bæjarráð hafnar því beiðni að sinni um vinabæjarsamstarf við Ustrzyki Dolne Commune,“ segir í afgreiðslu bæjarráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira