Arkþing verður hluti af Nordic Office of Architecture Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 11:10 Eskild Andersen, arkitekt og forstjóri Nordic - office of Architecture, ásamt eigendum og stofnendum Arkþings. Arkþing Arkitektastofan Arkþing hefur sameinast einni stærstu arkitektastofu á Norðurlöndunum, Nordic – office of Architecture. Samningur þessa efnis var undirritaður 1. júní síðastliðinn. Nordic er norsk arkitektastofa með starfsemi í Noregi, Danmörku og Bretlandi og eftir viðskiptin verða starfsmennirnir alls 220 talsins í fjórum löndum. Starfsemin á Íslandi verður áfram leidd af sömu aðilum og stýrt hafa Arkþingi síðustu ár en þar starfa um 20 manns. Eftir sameininguna mun íslenski hlutinn breyta um nafn og heita Arkþing / Nordic ehf. „Nokkur aðdragandi var að ákvörðuninni en gott samstarf hefur myndast með Arkþingi og Nordic á síðustu árum. Arkitektar beggja stofa hafa þannig komið sameiginlega að hönnun nokkurra nýrra verkefna á þessu tímabili. Einnig skipti máli við ákvörðunina að mikill samhljómur er í menningu fyrirtækjanna tveggja sem bæði eru gamalgrónar stofur á sínum heimamarkaði, Arkþing á Íslandi og Nordic í Noregi,“ segir í tilkynningu vegna breytinganna. Áhersla beggja stofa hafi ávallt verið á gæði vinnunnar og þá hafi þær byggt upp sérþekkingu á ólíkum sviðum sem muni nýtast vel í sameinuðu fyrirtæki. „Svo dæmi sé nefnt þá hefur Nordic mikla reynslu af hönnun flugstöðva og sjúkrahúsa og Arkþing hefur reynslu af hönnun hótela, slökkvistöðva, skrifstofubygginga, fjölbýlishúsa og einbýlishúsa.“ Ef rennt er yfir menntun starfsfólks Arkþings má sjá að stór hluti starfsmanna menntaði sig á Norðurlöndunum, flestir í Danmörku. Stærstu verkefni Arkþings um þessar mundir eru nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og stór fjölbýlishús víðsvegar um borgina. Stærstu verkefnin sem Nordic vinnur nú að eru m.a. uppbygging stjórnarráðshverfisins í miðbæ Oslóar, stækkun á Gardermoen, aðalflugvelli Noregs, og nýtt háskólasjúkrahús í Stavangri. Tímamót Vistaskipti Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Arkitektastofan Arkþing hefur sameinast einni stærstu arkitektastofu á Norðurlöndunum, Nordic – office of Architecture. Samningur þessa efnis var undirritaður 1. júní síðastliðinn. Nordic er norsk arkitektastofa með starfsemi í Noregi, Danmörku og Bretlandi og eftir viðskiptin verða starfsmennirnir alls 220 talsins í fjórum löndum. Starfsemin á Íslandi verður áfram leidd af sömu aðilum og stýrt hafa Arkþingi síðustu ár en þar starfa um 20 manns. Eftir sameininguna mun íslenski hlutinn breyta um nafn og heita Arkþing / Nordic ehf. „Nokkur aðdragandi var að ákvörðuninni en gott samstarf hefur myndast með Arkþingi og Nordic á síðustu árum. Arkitektar beggja stofa hafa þannig komið sameiginlega að hönnun nokkurra nýrra verkefna á þessu tímabili. Einnig skipti máli við ákvörðunina að mikill samhljómur er í menningu fyrirtækjanna tveggja sem bæði eru gamalgrónar stofur á sínum heimamarkaði, Arkþing á Íslandi og Nordic í Noregi,“ segir í tilkynningu vegna breytinganna. Áhersla beggja stofa hafi ávallt verið á gæði vinnunnar og þá hafi þær byggt upp sérþekkingu á ólíkum sviðum sem muni nýtast vel í sameinuðu fyrirtæki. „Svo dæmi sé nefnt þá hefur Nordic mikla reynslu af hönnun flugstöðva og sjúkrahúsa og Arkþing hefur reynslu af hönnun hótela, slökkvistöðva, skrifstofubygginga, fjölbýlishúsa og einbýlishúsa.“ Ef rennt er yfir menntun starfsfólks Arkþings má sjá að stór hluti starfsmanna menntaði sig á Norðurlöndunum, flestir í Danmörku. Stærstu verkefni Arkþings um þessar mundir eru nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og stór fjölbýlishús víðsvegar um borgina. Stærstu verkefnin sem Nordic vinnur nú að eru m.a. uppbygging stjórnarráðshverfisins í miðbæ Oslóar, stækkun á Gardermoen, aðalflugvelli Noregs, og nýtt háskólasjúkrahús í Stavangri.
Tímamót Vistaskipti Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira