Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 09:30 Guðni Bergsson með Gianni Infantino, forseta FIFA. Getty/Chris Brunskill Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur skrifað pistil sem birtist inn á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands en knattspyrnusumarið er komið á fulla ferð hér heima og fram undan eru tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í undankeppni EM 2020. Guðni kemur þar inn á stærstu málin sem koma inn á hans borð sem formanns sambandsins. Guðni skrifar um gervigrasþróunina hér á landi og vonast eftir því að öll félög skipti ekki yfir í gervigras því hann vill sjá leiki á grasi. „Þeir bjóða upp á viss gæði og sjarma sem gaman er að upplifa sem leikmaður og áhorfandi,“ skrifaði Guðni. Guðni kemur einnig inn á nýráðinn yfirmann knattspyrnusviðs. „Ég er sannfærður um að þessi samvinna mun leiða gott af sér og við munum sjá þess merki fljótlega. Þetta er engu að síður langtímaplan í því að styrkja þjálfun okkar leikmanna á öllum sviðum, frá grasrótinni til A-landsliðanna,“ skrifar Guðni um nýtt starf Arnars Þórs Viðarssonar. Guðni skrifar líka um framtíð Laugardalsvallarins. „Það verður að segjast að það hefur tekið of langan tíma að koma þessu í gang af hálfu stjórnvalda en nú er þetta loksins að byrja og ég er bjartsýnn á að við munum komast að góðri niðurstöðu fyrir íslenskan fótbolta og samfélagið okkar,“ skrifar Guðni en hann er bjartsýnn á lausn en leggur áherslu á vonda stöðu. „Laugardalsvöllur er nú á undanþágu með vallarleyfi og stenst engan veginn nútímakröfur til þjóðarleikvanga. Það er réttlætanlegt og í raun nauðsynlegt að fara í þannig framkvæmdir á þjóðarleikvanginum, nú sem orðið er á 60 ára fresti, í ljósi þess hvað fótboltinn og íþróttir almennt þýða fyrir samfélagið. Sýnum metnað og samstöðu í þessu eins og við gerðum þegar Laugardalsvöllur var fyrst byggður af stórhug fyrir öllum þessum árum,“ skrifar Guðni. Guðni Bergsson kemur líka inn á gengi íslenska landsliðsins í þessum pistli en liðið hefur gengið illa að fóta sig eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi síðasta sumar. Leikirnir fram undan eru því gríðarlega stórir ætli liðið að vera með á öðru Evrópumótinu í röð. „Karlalandsliðið hefur farið í gegnum nokkuð erfiða tíma undanfarið ár hvað úrslit leikja varðar, en á sama tíma þó upplifðum HM saman í Rússlandi. Við verðum að sjá þetta í samhengi hlutanna og líta einnig til þeirra sterku andstæðinga sem að við höfum leikið gegn og þeirra meiðsla sem við höfum glímt við,“ skrifar Guðni og heldur áfram: „Leikmenn eru ekki vélar og karlaliðið hefur staðið sig með ólíkindum vel undanfarin ár. Nú mun virkilega reyna á leikmenn að stimpla sig inn í þessa keppni, sýna að það er nóg eftir á tankinum og að hungrið sé enn til staðar eftir velgengni síðustu ára. Við vinnum saman og töpum saman. Nú er tími til þess að stíga upp og fyrir okkur að styðja við liðið okkar,“ skrifar Guðni en það má lesa allan pistil hans hér. EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur skrifað pistil sem birtist inn á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands en knattspyrnusumarið er komið á fulla ferð hér heima og fram undan eru tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í undankeppni EM 2020. Guðni kemur þar inn á stærstu málin sem koma inn á hans borð sem formanns sambandsins. Guðni skrifar um gervigrasþróunina hér á landi og vonast eftir því að öll félög skipti ekki yfir í gervigras því hann vill sjá leiki á grasi. „Þeir bjóða upp á viss gæði og sjarma sem gaman er að upplifa sem leikmaður og áhorfandi,“ skrifaði Guðni. Guðni kemur einnig inn á nýráðinn yfirmann knattspyrnusviðs. „Ég er sannfærður um að þessi samvinna mun leiða gott af sér og við munum sjá þess merki fljótlega. Þetta er engu að síður langtímaplan í því að styrkja þjálfun okkar leikmanna á öllum sviðum, frá grasrótinni til A-landsliðanna,“ skrifar Guðni um nýtt starf Arnars Þórs Viðarssonar. Guðni skrifar líka um framtíð Laugardalsvallarins. „Það verður að segjast að það hefur tekið of langan tíma að koma þessu í gang af hálfu stjórnvalda en nú er þetta loksins að byrja og ég er bjartsýnn á að við munum komast að góðri niðurstöðu fyrir íslenskan fótbolta og samfélagið okkar,“ skrifar Guðni en hann er bjartsýnn á lausn en leggur áherslu á vonda stöðu. „Laugardalsvöllur er nú á undanþágu með vallarleyfi og stenst engan veginn nútímakröfur til þjóðarleikvanga. Það er réttlætanlegt og í raun nauðsynlegt að fara í þannig framkvæmdir á þjóðarleikvanginum, nú sem orðið er á 60 ára fresti, í ljósi þess hvað fótboltinn og íþróttir almennt þýða fyrir samfélagið. Sýnum metnað og samstöðu í þessu eins og við gerðum þegar Laugardalsvöllur var fyrst byggður af stórhug fyrir öllum þessum árum,“ skrifar Guðni. Guðni Bergsson kemur líka inn á gengi íslenska landsliðsins í þessum pistli en liðið hefur gengið illa að fóta sig eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi síðasta sumar. Leikirnir fram undan eru því gríðarlega stórir ætli liðið að vera með á öðru Evrópumótinu í röð. „Karlalandsliðið hefur farið í gegnum nokkuð erfiða tíma undanfarið ár hvað úrslit leikja varðar, en á sama tíma þó upplifðum HM saman í Rússlandi. Við verðum að sjá þetta í samhengi hlutanna og líta einnig til þeirra sterku andstæðinga sem að við höfum leikið gegn og þeirra meiðsla sem við höfum glímt við,“ skrifar Guðni og heldur áfram: „Leikmenn eru ekki vélar og karlaliðið hefur staðið sig með ólíkindum vel undanfarin ár. Nú mun virkilega reyna á leikmenn að stimpla sig inn í þessa keppni, sýna að það er nóg eftir á tankinum og að hungrið sé enn til staðar eftir velgengni síðustu ára. Við vinnum saman og töpum saman. Nú er tími til þess að stíga upp og fyrir okkur að styðja við liðið okkar,“ skrifar Guðni en það má lesa allan pistil hans hér.
EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti